Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 17
17 F E R S K L E I K I F I S K S Fiskmarkaðurinn í Zeebrugge Philippe Maryssael, gæðastjóri fiskmarkaðarins í Zeebrugge lýsti m.a. ávinningi fiskmarkaða af gæðamati. Markaðurinn í Zeebrugge tók upp QIM-gæða- mat á fiski fyrir tveimur árum. Þeir byrjuðu með fjórar fiskteg- undir (þorsk, skarkola, sólflúru og sandhverfu), sem eru helstu fisktegundir sem landað er hjá þeim. Ári síðar bættu þeir svo við tveimur tegundum (slétthverfu og þykkvalúru). Upplýsingar um gæðamatið liggja fyrir áður en uppboðið hefst og er QIM-gæða- stuðull sýndur á uppboðsklukk- unni. Maryssael fullyrti að gæða- matið hefði haft í för með sér aukningu á verðmæti landaðs afla hjá fiskmarkaði Zeebrugge. Hann sagði að þeir hefðu fengið nýja, mjög mikilvæga kaupendur á netinu og að þeir sem kaupi á staðnum geti notað gæðamatið til að bera saman við sitt eigið mat þegar þeir velji hvaða fisk þeir eiga að bjóða í. Ábyrgð markaðarins varðandi gæðaeftirlit á fiskinum lýkur reyndar þegar hann er afhentur. Hins vegar hjálpar matið veru- lega þegar meta þarf hugsanlegar kvartanir frá kaupendum. Þegar fiskmarkaðurinn í Zeebrugge tók upp gæðamatið lýstu sjómenn yfir efasemdum, því þeir óttuðust að verð myndi lækka en annað kom síðan í ljós. Þetta varð hvatning fyrir þá að koma með betri afla að landi, þ.e. aflinn var meðhöndlaður eins vel og hægt er. Meira traust skapaðist þarna á milli kaupenda og seljenda fisks- ins. Eitt af því sem veldur erfiðleik- um á fiskmarkaðinum er að fiski milli veiðidaga er stundum blandað saman sem gerir sýnatök- ur erfiðari, þar sem örfáir fiskar sem eru metnir eiga að endur- spegla gæði á stærra safni. Að sögn Philippe Maryssael er ný- veiddur fiskur markaðssettur í dag sem hágæðamatvara, það eru gæðin en ekki magnið sem skipta máli fyrir neytendur. Markaður- inn nýtir sér QIM-gæðamatið sem aðferð til markaðssetja gagn- sæ viðskipti þar sem allar upplýs- ingar um vöruna eru gefnar upp. Framtíðin varðandi ferskfiskmat Það er ekkert því til fyrirstöðu að fiskmarkaðir og fiskvinnsluhús hér á landi taki upp gæðamat skv. QIM-aðferðinni. Nú þegar hefur farið fram veruleg þjálfun á starfs- fólki og auðvelt er að fylgja því eftir. Íslenskir fiskmarkaðir og kaupendur á þeim þurfa að sjá sér hag í að gæðin á fiskinum séu gefin upp við uppboð. Mun auð- veldara er að eiga við sýnatöku hér á landi þar sem fiskur er dag- merktur, en mjög misjafnt er hvernig þessu er háttað annars staðar í Evrópu. Útflytjendur á ferskum fiski munu væntanlega innan skamms sjá sér hag í að sýna erlendum kaupendum fram á að þeirra fiskur sé gæðametinn þar sem aðferðin er þegar orðin verulega þekkt í Mið-Evrópu og í Bretlandi. Um leið og einhverjir aðilar taka upp þessa aðferð mun þrýstingur aukast á aðra. Reglu- gerðir Evrópusambandsins breyt- ast hægt en líkur eru þó á því að mælt verði með QIM-aðferðinni á allra næstu árum. Það er mikilvægt fyrir Íslend- inga að nýta sér það forskot sem þeir hafa með því að hafa tekið þátt í þessari þróun frá upphafi. Verkefnið QIMCHAIN (In- troduction of Quality Index Met- hod (QIM) in the European fis- hery chain EU-QLK1-CT-2002- 30152 ) er styrkt af ESB. Á vegum verkefnisins QIMCHAIN var í júní sl. haldið kynningarnámskeið í Billingsgate Seafood Training School í London, en skólinn er hluti af Billingsgate-markaðnum. Greinarhöfundur er hér önnur frá hægri. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.