Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 37

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 37
37 M ATA R Æ Ð I sjávarfangi hafi, líkt og peptíð úr mjókurpróteinum, lífvirkni sem gerir þau afar spennandi til notk- unar í matvæli til að hafa jákvæð áhrif á heilsu neytenda. Þó nokkr- ar rannsóknir styðja tilgátur þess efnis að fiskprótein og peptíð hafi þessi áhrif og verður hér minnst á tvær þeirra. Í rannsókn var hópi af of þungum rottum gefið fæði sem innihélt prótein úr þorski, sojaprótein og mysuprótein. Rannsóknin sýndi að fiskprótein virðast hindra offitutengt insúl- ínónæmi í vöðva en alvarlegt insúlínónæmi getur valdið sykur- sýki af gerð II. Svipuð áhrif komu hins vegar ekki fram í þeim hóp- um sem fengu soja- eða mysu- prótein í fæði. Þó svo enn sé ekki að fullu vitað á hvern hátt fiskpróteinin hafa þessi áhrif bendir rannsóknin til að fiskprótein geti verið góð til notkunar í markfæði. Hugsanleg ástæða gæti verið amínósýrusam- setningin en sennilega er það ekki eina skýringin þar sem öll þessi prótein innihalda sömu amínósýr- urnar þó í mismiklu magni sé. Líklegra er að hér sé um lífvirk peptíð að ræða sem hafa þessi áhrif. Þá má geta annarar rannsóknar, þar sem rottur með háan blóð- þrýsting fengu fæði sem innihélt annars vegar einangruð fiskprótein og hins vegar mjólk- urprótein. Fæðið var að öðru leyti eins og innihélt meðal annars isio olíu. Í ljós kom að blóðþrýstingur lækkaði marktækt hjá þeim rott- um sem fengu fiskprótein miðað við þær sem fengu mjólkur- prótein. Þessi rannsókn bendir til þess að hægt sé að framleiða af- urðir úr fiskpróteinum sem hefur svipaða virkni og þær mjólkuraf- urðir sem þegar hafa verið settar á markað. Neikvætt Þó svo áðurnefndar rannsóknir lofi góðu um jákvæða virkni fiskpróteina og gefi viss fyrirheit um að hægt verði að nýta sjávar- fang í verðmætt markfæði og fæðubótaefni í framtíðinni ber að benda á að tvær hliðar eru á öll- um málum. Það er t.d. ekki ör- uggt að hægt sé að yfirfæra rann- sóknir á dýrum og í tilraunaglös- um yfir á okkur mannfólkið. Stundum er það svo að rannsóknir á fólki, gerðar við ákveðnar að- stæður, er ekki hægt að heimfæra á fjöldann. Einnig er hugsanlegt að efni sem hafa ákveðna virkni í tilraunaglasi séu ekki tekin upp í meltingarveginum og við getum því ekki nýtt okkur hina jákvæðu eiginleika þess. Hins vegar bendir allt til að þetta nýja rannsóknar- svið opni fyrir okkur marga nýja möguleika sem við verðum að kanna betur og vera opin fyrir að nýta í framtíðinni. Annað vandamál við þessar rannsóknir er að ekki eru til fljót- virkar, ódýrar mælingar sem gefa okkur upplýsingar um lífvirkni mismunandi peptíða. Efnin eru mörg og ekki síður eru margar gerðir af áhrifum sem þau geta haft. Staðan á Íslandi Íslenskt sjávarfang fer að stórum hluta í fóður og almenn matvæli, en flestar sjávarafurðir má einnig setja í flokk með heilsufæði og léttfæði ef vinnsla og markaðs- setning beinir þeim þangað. Á mynd 1 má sjá samband verð/kg og nokkura afurða eftir hvaða áhrif þau hafa. Á Rannsóknastofnum fiskiðn- aðarins (Rf) er unnið að því að auka verðmæti sjávarfangs. Einn möguleiki sem verið er að rann- saka er hvort nýta megi prótein, sem í dag eru nýtt til bræðslu, til að framleiða afurðir sem hafa líf- virkni til notkunar í markfæði. Á þann hátt væri hægt að færa af- urðir úr rauða kassanum á mynd 1 í græna kassann og auka þar með framlegð vinnslunnar. Fisk- urinn í sjónum er takmörkuð auðlind og mikilvægt er að nýta hana á þann hátt að sem mest verðmæti skapist. Sem dæmi um verkefni á þessu sviði sem unnið er að á Rf og þar sem kannað er hvernig nýta megi íslenskt sjávarfang í markfæði má nefna verkefnin Fiskprótein sem fæðubótarefni, sem AVS sjóður sjávarútvegsráðuneytisins styrkir og Kolmunni sem markfæði sem Rannís styrkir. Í þessum verkefn- um eru ensím nýtt til að brjóta fiskprótein niður í peptíð og líf- virkni þeirra síðan könnuð. Loks má geta þátttöku Rf í SEAFOODplus, en það er sam- heiti 22 mismunandi verkefna á vegum ESB sem hafa það megin- markmið að auka neyslu á fiski í Evrópu, rannsaka áhrif fiskneyslu á heilsu og vellíðan fólks, stuðla að auknu öryggi sjávarafurða og frekari fullvinnslu sjávarfangs. Varnaglinn Ávallt skal haft í huga að ekkert kemur í staðinn fyrir fjölbreytt mataræði og næga hreyfingu til að tryggja okkur langt og gott líf! Heimildir Ait-Yahia D., Madani S., Savelli J.L., Prost J., Bouchenak M. og Belleville J. (2003). Dietary Fish protein lowers blood pressure and alters tissue polyunsaturated fatty acid composition in spontaneously hypertensive rats. Nutrition, 19, 342-346. Bryndís Eva Birgisdóttir (2002). Líffræðilega virk peptíð. Hin nýja næringarfræði. Fræðslufundur Matvæla- og nær- ingafræðafélags Íslands 15. nóvember 2002. Bryndís Eva Birgisdóttir (2002). Influence of nutrition on prevention of diabetes mellitus. Doktorsritgerð, HÍ, Reykja- vík. Clemente A. (2000). Enzymatic protein hydrolysates in human nutrition. Trends in Food Science & Technology, 11, 254-262. Hilton C.W. og Mizuma H. (1993). Bioactive peptides in food. Annals of medicine (Helsinki), 25, 427-428. Mynd 1 aðlöguð eftir Newton I. (2002). So What’s the Next Big Idea in the Functional Food Game? Fyrirlestur haldinn á „EYE for FOOD USA 2002“. http://www.eyeforfood.com/ Ravallec P.R., Charlot C., Pires C., Braga V., Batista I., Wormhoudt A., Gal Y. og Fouchereau P.M. (2001). The presence of bioactive peptides in hydrolysates prepared from processing waste of sardine (Sardina pilhcardus). Journal of the Science of Food and Agriculture, 81, 1120-1125. Rousseau M., Batista I., Le Gal Y. og Fouchereau-Peron Martine (2001). Purification of a functional competitive antagonist for calcitonin gene related peptide action from sardine hydrolysates. Electronic Journal of Biotechnology, April. R eg lu g er ð am ú r Meðferð Lyf Áhrif afurðar Aukin framlegð Næring Vörn/minnkuð áhætta Forvarnir Ve rð /k g Heilsufæði Léttfæði Jurtir Fæðubótarefni Markfæði Matvæli Jákvæð áhrif á heilsufar Fóður R eg lu g er ð am ú r Ve rð /k g Mynd 1 - Samband hagnaðar og mismunandi afurða sem hægt er að vinna úr sjávar- fangi. Íslendingar eru að setja 2/3 af aflanum í fóður og restin fer í matvæli og oft í frekar lítið unnin matvæli. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.