Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 19
19 B RY G G J U S P J A L L I Ð segir hann kíminn. - Þú verður væntanlega að eiga eitthvað í handraðanum til þess að leggja út í slíka fjárfestingu? „Við skulum orða það svo að þetta gangi ágætlega. En vissu- lega á ég góðan banka að. Lands- bankinn er besti bankinn! En án gríns, þá er vissulega erfitt fyrir menn að fara út í slíka fjárfest- ingu með því sem næst tvær hendur tómar. En þá verður mað- ur sjálfur að hafa mikla trú á því sem maður er að gera og sannfæra aðra um að maður sé að gera rétt.“ Hagstætt leigukvótaverð Viggó segist fyrst og fremst hafa byggt útgerðina á því að leigja til sín kvóta, en hann segist nota hverja krónu sem hann eigi af- lögu til þess að kaupa varanlegar aflaheimildir. „Ég hef ekki tekið lánsfjármagn í þessa útgerð sem neinu nemur, hún er því sem næst skuldlaus. Landsbankinn hjálpaði mér í upphafi og hann á allar þakkir skildar fyrir það, en í dag er þessi útgerð nær skuldlaus. Lykillinn að þessu er að horfa í hverja krónu og vinna sem mest sjálfur. Það er ógjörningur að byggja upp slíka útgerð með því að skulda mikið. Það gengur aldrei upp að kaupa kvóta fyrir tugi milljóna og skulda hann all- an, það er útilokað að það dæmi gangi upp.“ Viggó segir að alltaf komi toppar og lægðir í kvótaleiguna, en á undanförnum árum hafi ver- ið „góðæri“ fyrir þá sem veiða leigukvóta. „Verð á leigukvóta í bæði ýsu og steinbít fór um tíma niður úr öllu valdi og ég hef veitt mikið af þessum tegundum og selt á nokkuð góðu verði. Það hef- ur verið mjög auðvelt að fá leigð- an kvóta, ég reyni að leigja til mín eins miklar aflaheimildir og ég get og hef fjármagn til þegar verð á þeim er lágt. Á síðustu sex mánuðum hef ég leigt til mín um 120 tonna kvóta og ég veiði þetta allt sjálfur. Ég er búinn að leigja það mikinn kvóta að ég mun sækja stíft alveg fram að kvóta- áramótunum.“ Aukin fiskgengd á grunnsævi fyrir Norðurlandi Viggó segist vera í trilluútgerð- inni allt árið. Á vorin stundar hann grásleppuveiðar, sem hann segir að hafi verið sér nokkuð drjúgar. Viggó segist róa víða til þess að ná í bolfiskinn. „Ég hef þvælst mikið um. Ýsan, sem ég hef verið að eltast mest við, er brellið kvikindi. Ég hef farið um allan Skagafjörð, norður fyrir Skaga, út á Fljótagrunn og víðar,“ segir Viggó. „Mér finnst fisk- gengd alltaf vera að aukast á grunnsævi fyrir Norðurlandi. Ég er ekki í vafa um að hækkandi hitastig í sjónum gerir það að verkum að hér er vaxandi ýsu- og steinbítsgengd. Sömuleiðis er maður farinn að sjá hér bæði smá- og stórlúðu.“ - Hvað finnst þér um þá ákvörðun Hafró að auka ekki þorskkvótann á næsta fiskveiði- ári? „Það eru svo margir sérfræðing- ar á þessu sviði að ég treysti mér ekki til þess að fara inn í þessa umræðu. En ég get sagt það að ég hefði viljað sjá annað fiskveiði- stjórnunarkerfi en við búum við í dag. Að vissu marki er núverandi kerfi ágætt, en það er líka mein- gallað. Að mínu mati þyrfti kerf- ið að vera blanda af sóknarstýr- ingu og aflamarki. Ég tel að það hafi verið röng ákvörðun að leggja dagakerfi smábáta af. Mér þætti gaman að vita hverjir ætli að veiða þann fisk sem handfæra- bátar á sóknarmarki hafa verið að veiða. Ég get ekki séð að sá fiskur verði yfirleitt veiddur.“ Vil styrkja útgerðina í sessi Í sumar var Viggó eingöngu á línu. Hann segir að línuívilnunin svokallaða nýtist sér mjög vel. „Ég er með einvala beitningarlið á mínum snærum í landi. Þetta er því að skapa vinnu í landi, sem betur fer. Ekki veitir af á þessu svæði. Mín stefna er að auka við þetta í framtíðinni og styrkja út- gerðina betur í sessi.“ Viggó leggur þorskinn upp hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi á Sauð- árkróki, en ýsan og annar meðafli fer á fiskmarkaðina. „Þetta kemur ágætlega út. Það er gulls ígildi að geta átt gott samstarf við fyrir- tæki hér heima, það eru miklir höfðingjar við stjórn hjá Fiskiðj- unni-Skagfirðingi. Ég hef þann háttinn á að hafa samband við fiskmarkaðina á heimstíminu og sel aukaaflann. Þessi fiskur sem ég er að landa hér í dag er seldur í gegnum Íslandsmarkað og hann fer beint á bíl í dag og í fisk- vinnsluhús á suðvesturhorninu. Þessi viðskipti ganga mjög fljótt og vel fyrir sig.“ Á þessu ári stefnir í að veltan hjá Viggó verði um þrjátíu millj- ónir króna, sem hann segir vel ásættanlegt. „Ég er ánægður á meðan ég hef vinnu, maður fer ekki fram á meira. Ég hef ekki sérstakan áhuga á því að stækka útgerðina frekar, miklu frekar vil ég styrkja hana í sessi og það geri ég með því að fjárfesta í varanleg- um aflaheimildum,“ segir Viggó Jón Einarsson. „Það hefur verið mjög auðvelt að fá leigðan kvóta, ég reyni að leigja til mín eins miklar aflaheimildir og ég get og hef fjármagn til þegar verð á þeim er lágt. Á síðustu sex mánuðum hef ég leigt til mín um 120 tonna kvóta og ég veiði þetta allt sjálfur.“ aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.