Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 33

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 33
33 Ágúst V. Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri þessara þriggja fyr- irtækja og stýrir hann daglegri vinnslu. Gunnar Þór kemur meira að öðrum þráðum í rekstrinum, t.d. sölumálum og hráefnisöflun. Ægir hitti þá félaga í húsakynn- um Norðuróss á Blönduósi og innti þá eftir þessari aukaafurða- vinnslu, sem er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Gunnar Þór: „Þegar ákveðið var á sínum tíma að leggja frystihúsið niður á Skagaströnd veltu menn því mikið fyrir sér hvað hægt væri að gera til þess að bregðast við þessu. Niðurstaðan var sú að reyna eitthvað nýtt og þáverandi stjórnendur Skagstrendings höfðu áhuga á að fara út í vinnslu á aukaafurðum sem féllu til við frystingu á bolfiski út á sjó. Úr varð að ég fór í þetta dæmi með þeim, en ég hafði um tíma verið á sjó á togurum Skagstrendings auk þess sem ég hafði unnið við rækjuvinnsluna á staðnum. Ég hafði lengi haft áhuga á að fara út í einhvers konar fiskvinnslu og því var ég til í að takast á við þetta verkefni. Afskurð má skilgreina sem allt það sem skorið er af við hefð- bundna flakavinnslu eða bita- vinnslu - hvort sem er um borð í frystitogurunum eða í frystihús- unum í landi. Það má kannski í stuttu máli segja að okkar vinna hefjist þar sem hinni hefðbundnu vinnslu í frystihúsunum lýkur. Við leggjum okkur fram við að búa til góðar afurðir úr þessu ódýra hráefni sem hentar hverjum og einum kaupanda.“ Norðurströnd ehf. á hlut í fiskvinnslustöðvum á Hofsósi, Blönduósi og í Ólafsfirði: Leggja áherslu á verðmæta- sköpun úr afskurði Þeir stýra fiskvinnslunni á Hofsósi, Blönduósi og í Ólafsfirði - Ágúst V. Sigurðsson, framkvæmdastjóri (t.v.) og Gunnar Þór Gunnarsson, sem fyrir níu árum hóf að vinna afskurð í samvinnu við Skagstrending af frystitogurum Skagstrendings. Fyrir níu árum setti Gunnar Þór Gunnarsson á Skagaströnd fyrirtæki á stofn í samstarfi við Skagstrending hf., sem hafði fyrst og fremst það verkefni að gera verðmæti úr afskurði af frystitogurum Skagstrendings. Þetta litla fyrirtæki hefur þróast með árunum og víkkað út starfsemi sína. Norðurströnd ehf., sem er í eigu Gunnars Þórs og Skagstrendings hf., á nú hlut í þremur fiskvinnslufyrirtækjum á jafnmörgum stöðum í samstarfi við aðra aðila. Þetta eru Norðurós ehf. á Blönduósi, Kolka fiskvinnsla ehf. á Hofsósi og Rípill ehf. í Ólafsfirði. Einnig er Norður- strönd með lítilsháttar starfsemi á Skagaströnd. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.