Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 21
21 G Ö M L U F RY S T I H Ú S I N tvö; Norðurtanginn og Íshúsfélag Ísfirðinga. Í dag er í fyrrnefnda húsinu beituverksmiðja og nokkrum hluta þess hefur verið breytt í íbúðir. Á tímabili voru einnig umræður um að breyta þessum húsum í grunnskóla sem varð mjög umdeilt í bæjarpólitík- inni þar vestra. Ofar á eyrinni er hið gamla frystihús Íshúsfélags Ísfirðinga, þar sem í dag er fisk- móttaka Hraðfrystihússins Gunn- varar og á efstu hæð er Fræðslu- miðstöð Vestfjarða með starfsemi sína. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum í Ólafsfirði og mörg þeirra fiskvinnslufyrirtækja sem þar voru áður eru ekki lengur starfandi. Annað hefur komið í staðinn svo sem skóverksmiðja sem hefur á síðustu mánuðum verið í hluta þess húsnæðis þar sem áður var Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar. Í það sama hús hafa MT-bílar, fyrirtæk- is sem smíðar slökkvibíla, flutt starfsemi sína. Á Dalvík hefur gömlum fiskvinnsluhúsum verið breytt í verslunarmiðstöð. Fleiri dæmi af þessum toga á Norður- landi mætti sjálfsagt nefna. Tónminjasetur og púttvöllur Í Vestmannaeyjum standa mörg vinnsluhús auð eftir þær miklu vendingar sem þar hafa orðið í sjávarútveginum. Minnstum hluta þessara húsa hefur verið fundið nýtt hlutverk. Hin gömlu hús Fiskiðjunnar og Ísfélagsins við austurhöfnina standa að veru- legu leyti auð, utan hvað pútt- völlur fyrir eldri borgara er í vinnslusal eins þeirra. Þá hafa verið uppi hugmyndir um að breyta gömlu salthúsi Ísfélagsins í menningarmiðstöð, en engar ákvarðanir þar um hafa verið teknar. Hraðfrystihús Stokkseyrar var lengi stærsti vinnuveitandinn í því byggðarlagi, en frystihús þess brann árið 1979. Það var endur- byggt í kjölfarið og stækkað. Fyr- irtækið sameinaðist Glettingi árið 1991 svo úr varð Árnes sem aftur rann inn í Þormóð ramma fyrir nokkrum árum síðan og er starf- semi ÞR sunnan heiða nú öll í Þorlákshöfn. Heimamenn starf- rækja í dag fiskvinnslu í hluta hússins á Stokkseyri, það er á jarðhæð, en á efri hæðum eru vinnustofur listamanna og hand- verksfólks, Tónminjasetur Íslands og draugasetur, sem hefur vakið mikla athygli og dregið fjölda fólks að. Póstarnir eru fleiri „Sjávarútvegurinn er meginupp- spretta allrar verðmætasköpunar í landinu,“ sagði Þorsteinn Pálsson 1994, þegar hann mælti fyrir lög- um um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Þessi orð hans eru enn í fullu gildi, en tekju- póstar þjóðarbúsins eru hins veg- ar orðnir fleiri en fyrir tiltölulega fáum árum. Sú staðreynd varpar meðal annars ljósi á hið nýja hlut- verk sem mörgum eldri fisk- vinnsluhúsum landsins hefur nú verið fengið, þó skýringar séu einnig takmarkaðari aflaheimildir en áður, breyttar vinnsluaðferðir og flutningsmöguleikar á afurð- um, svo nokkrar séu nefndar. Frystihúsið á Stokkseyri er stórhýsi, endurreist í kjölfarið eldsvoða árið 1979. Starfsemi var þó aldrei nema í hluta þess og sumir hlutar þess stóðu hálfkaraðir lengi. Nú hefur margvísleg menningarstarfsemi fengið þarna inni. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.