Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 38

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 38
38 Ú T G Á FA Fiskifélag Íslands gaf sem kunnugt er Sjómannaalmankið og Skipaskrána út um árabil, en At- hygli ehf. tók við útgáfunni fyrir nokkrum árum og hefur byggt ofan á þann styrka grunn sem út- gáfan hafði markað. Í Sjómanna- almanakinu er að finna allar þær upplýsingar sem sjófarendur við Ísland þurfa að hafa tiltækar. Nefna má upplýsingar um vita og sjómerki, sjávarföll við Ísland, siglingaljós, vegalengdir á sjó, siglingafræði, skipatækni, fjar- skipti, veðurupplýsingar, sólar- töflur, slysavarnir og öryggismál, upplýsingar um efnahagslögsög- una, nytjafiska við Ísland, lög og reglugerðir er lúta að fiskveiðum og ýmsu varðandi sjósókn og margt fleira. Skrá yfir íslensk skip er í annarri bókinni og henni ritstýrir sem fyrr Jón Sigurðsson, vélstjóri og „alfræðiorðabók“ um skip og báta. Unnið hefur verið að því að endurbæta skipaskrána á undan- förnum árum og haldið verður áfram á þeirra braut. Leitast er við að hafa jafnan eins nýlegar mynd- ir af skipunum og bátunum og kostur er og vill Jón koma á framfæri óskum til útgerða um að leggja honum lið við myndaöfl- unina. Hægt er að ná tali af Jóni í síma 847 1726 eða um netfangið jon@athygli.is. Bókunum dreift frítt til sjófarenda! Á síðasta ári fór Athygli inn á nýja braut við dreifingu á Sjó- mannaalmanakinu og Skipa- skránni. Í stað þess að selja bæk- urnar var ákveðið að dreifa þeim endurgjaldslaust um borð í öll hérlend skip og báta. Jafnframt fengu allir áskrifendur Ægis bæk- urnar að gjöf í desember. „Þessari nýjung var sérlega vel tekið sl. haust, jafnt af auglýsendum sem lesendum. Með svo víðtækri dreifingu á bókunum höfðu þær mun öflugra auglýsingagildi en nokkru sinni áður og það skynj- uðu auglýsendur vel því aldrei áð- ur hafa fleiri aðilar kynnt vörur sínar og þjónustu en í Sjómanna- almanakinu og Skipaskránni á síðasta ári. Við munum að sjálf- sögðu halda áfram á sömu braut. Bókunum, sem samanlagt eru um 1400 blaðsíður, verður því dreift án endurgjalds til allra skipa og báta í desember nk., auk þess sem áskrifendur að sjávarútvegstíma- ritinu Ægi fá bækurnar sem bón- us ofan á áskriftina,“ segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli ehf. Viðamikil útgáfa Valþór segir að útgáfa Sjómanna- almanaksins og Skipaskrár sé jafnan mikið og flókið verk og mikilvægt sé að njóta dyggrar að- stoðar fjölmarga starfsmenn opin- berra stofnana á borð við Land- helgisgæsluna, Siglingastofnun, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Veðurstofuna, Fiskistofu og Raunvísindastofnun Háskólans. Öflun auglýsinga og efnis í Sjó- mannaalmanakið og Skipaskrána 2005 er hafin af fullum krafti, enda koma bækurnar út sem fyrr segir í desember nk. Sem fyrr annast Inga Ágústsdóttir auglýs- ingasölu í bækurnar. Auglýsend- ur fá auglýsingar sínar birtar í báðum bókunum á verði einnar. Unnt er að ná sambandi við Ingu í síma 515 5206 eða 898 8022 eða um netfangið inga@athygli.is Viðburður í íslenskri útgáfusögu: Sjómannaalmanak í 80 ár! - Sjómannaalmanakinu og Skipaskrá 2005 verður dreift frítt í öll skip og báta eins og í fyrra Þau bera hitann og þungann af útgáfu Sjómannaalmanaksins 2005 - Valþór Hlöðversson, ritstjóri, og Inga Ágústsdóttir, auglýsingastjóri. Vinna við hið árlega Sjómannaalmanak og Skipaskrá 2005 er hafin af fullum krafti, en bækurnar koma út í desember nk. Athygli ehf. er út- gefandi og í ár eru nokkur tímamót því þetta er í áttugasta skipti sem þessar ómissandi upplýsingar hérlendra sjófarenda eru gefnar út á bók. Allar upplýsingar í skipaskránni er einnig að finna á slóðinni www.skipaskra.is á Netinu. Jón Sigurðsson er sem fyrr ritstjóri Skipaskrárinnar. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.