Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 23

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 23
23 fækkar ár frá ári. Margir spyrja okkur hvers vegna í ósköpunum standi á því að við séum að brasa í þessu. En það er bara þannig að ég hef unnið í þessu alla mína ævi og þetta er það eina sem ég kann, ef ég kann það þá. Bjarni hefur verið á sjó síðan hann var unglingur og verið skipstjóri á þriðja áratug. Þar áður var hann afleysingaskipstjóri á Súlunni á móti Baldvin heitnum Þorsteinssyni.“ Enginn sægreifi „Ástæðan fyrir því að við Bjarni ákváðum á sínum tíma að taka höndum saman um kaup á Súlunni var sú að við höfðum báðir unnið lengi hjá fyrirtækinu og þekktum vel til rekstursins, ég í landi og hann úti á sjó. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum að búið væri að selja Krossanesi Súluna og því var ekkert annað að gera fyrir okkur en að henda okkur út í djúpu laugina og kaupa skipið í snarhasti. Ég get vel viðurkennt það að þessi kaup voru gríðarlegt átak fyrir okkur. Við áttum enga pen- inga til þess að fara út í kaupin, en þetta bjargaðist þó allt saman. Fyrstu árin var mjög erfitt að komast fram úr þessu, en síðan fór aðeins að rofa til,“ segir Sverrir og játar því að útgerð Súlunnar gangi vel í dag. „Nei, blessaður vertu, ég lít ekki á mig sem neinn sægreifa. Ég er fyrst og fremst vinnumaður við þessa útgerð og ég hef ennþá mjög gaman af því sem ég er að fást við. Þegar manni líður vel í vinnunni, þá er ekki hægt að kvarta. En ég neita því ekki að það hafa komið stundir þegar maður spyr sjálfan sig hvern andskotann maður sé að standa í þessu, gáfu- legra væri að sækja um vinnu hjá hinu opinbera þar sem hægt væri að sleikja frímerki í fjóra tíma á dag! En þessi hugsun bráir yfirleitt fljótt af manni. Þessi vinna hefur mikla kosti. Til dæmis er maður sinn eigin húsbóndi, þetta er ekki níu-til fimm vinna í þeim skilningi. Maður ræður þannig sínum vinnu- tíma nokkuð sjálfur. Í mínum verkahring er að sjá um allt sem lýtur að útgerðinni í landi - þ.m.t. reikningshald, launaútreikninga, innkaup á veiðar- færum fyrir skipið o.fl. Við höfum til margra ára flutt allt efni í loðnunæturnar beint inn frá Taiwan, það er enginn vafi að það eru lang hagstæðustu kaup- in. Eini gallinn við þau viðskipti er að það er fjög- urra mánaða afgreiðslufrestur á þessu. En verðið er svo miklu hagstæðara og gæðin ekki síðri en til dæmis á efnum frá Noregi að þegar upp er staðið borgar sig margfaldlega að flytja þetta beint inn frá Taiwan. Í stórum dráttum má segja að mitt starf felist í því að reyna að hámarka tekjur fyrirtækisins og lágmarka gjöldin.“ Ekki fengið tilboð í Súluna Sverrir neitar því að þeir Bjarni hafi fengið tilboð í útgerð Súlunnar. „Nei, við höfum ekki fengið tilboð í útgerðina. Og staðreyndin er sú að það hefur ekki hvarflað að okkur að selja. Hins vegar er það svo að Sverrir Leósson: Það getur vel verið að forráðamenn útvegsmanna séu stífir á sinni meiningu, en ég er sannfærður um að það vigtar í báðar áttir. Samningar byggjast á samvinnu og samstarfi. Ef menn eru stífir á sínu og vilja ekki hrófla við einu eða neinu, þá gerist ekki neitt. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.