Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 29
29 Æ G I S V I Ð TA L I Ð ingatækni sem við höfum nú yfir að ráða við gerð nýrra sjókorta gerir það að verkum að nýju kort- in eru mjög nákvæm,“ segir Árni Þór. Hann segist ekki geta sagt fyrir um hvenær takist að ljúka útgáfu nýs kortagrunns af öllu grunnsævi við landið, það helgist m.a. af því hversu mikið fjármagn fáist til verksins á næstu árum. En að óbreyttu má ætla að næsta áratuginn verði unnið markvisst að þessu verkefni. Ný og betri tækni Ný kort af grunnsævi byggjast nú fyrst og fremst á mælingum með svokölluðum fjölgeislamæli, sem bandaríski sjóherinn á, en Sjó- mælingar hafa fengið lánaðan undanfarin ár yfir sumarmánuð- ina. Mælinum hefur verið komið fyrir í sjómælingabátnum Baldri. Í sumar og reyndar einnig í fyrra- sumar var Baldur að stærstum hluta við mælingar fyrir austan land. Á meira dýpi hafa verið gerðar mælingar á hefðbundin hátt á v/s Ægi. „Fjölgeislamælir er dýpismælir sem skannar allan botninn, ef svo má segja. Það fer í raun ekkert framhjá þessum mæli og hann veitir mjög nákvæmar upplýsingar,“ segir Árni Þór. Í fyrrasumar og sumar hefur verið safnað miklu magni upplýs- inga sem nýtast til þess að endur- útgefa sjókort númer 73, sem nær yfir stærstan hluta grunnsævis út af Austfjörðum, norðan frá Glett- inganesi og suður að Hlöðu. Árni Þór Vésteinsson segir að á kom- andi vetri verði unnið úr fyrir- liggjandi mælingum fyrir austan og þess sé vænst að á næsta ári verði unnt að gefa út nýtt sjókort af svæðinu. Vegna fyrirhugaðra álversfram- kvæmda í Reyðarfirði hafa verið gerðar mjög nákvæmar mælingar í Reyðarfirði, en til þessa hefur kortagerð af firðinum stuðst við hundrað ára gamlar dýptartölur frá dönsku skonnortunni Díönu. Fyrir liggur að eftir að álver Alcoa á Reyðarfirði hefur rekstur má gera ráð fyrir að allt að 80 þúsund tonna flutningaskip sigli um fjörðinn og því er brýnt að sjókort byggi á nýrri og ítarlegri mælingum en treyst hefur verið á hingað til. Endurskoðuð hafnarkort Vegna tíðra breytinga á höfnum landsins er brýnt að gefa reglu- lega út endurskoðuð kort af höfn- um. Nýverið hafa fimm slík hafn- arkort verið endurgerð, en í öllum tilfellum hefur verið ráðist í viða- miklar hafnarbætur, annað hvort eða bæði farið í nýframkvæmdir eða dýpkun. Í Grindavíkurhöfn, einni af erfiðustu höfnum lands- ins, var sem kunnugt er ráðist í gerð brimvarnagarða og ný inn- siglingarrrenna gerð. Á Sauðár- króki hefur viðlegukantur verið lengdur og þar er mikill sand- burður viðvarandi vandamál og leiðir til grynnkunar hafnarinnar. Á Húsavík hefur verið gerður gríðarmikill brimvarnagarður og höfnin því breyst töluvert. Þar sýndi gamalt hafnarkort grynn- ingu skammt suðaustan innsigl- ingarlínu, en við fjölgeislamæl- ingar fannst þessi grynning ekki og því hefur hún verið tekin út í nýjustu útgáfu af korti af Húsa- víkurhöfn. Á bæði Þórshöfn og Raufarhöfn hafa verið gerðar fjöl- geislamælingar og hafnakort end- urnýjuð í kjölfarið. Það sama á við um Vopnafjarðarhöfn, en þar hefur verið ráðist í verulegar hafnarbætur. Þá voru nýverið gerðar mælingar í Dalvíkurhöfn, en þar var sömuleiðis gerður veg- legur brimvarnagarður norðan sjálfrar hafnarinnar fyrir nokkrum árum, og fyrir dyrum standa mælingar í höfnunum í Bolung- arvík og Patreksfirði og í fram- haldinu gerð hafnarkorta. Margvíslegur ávinningur Árni Þór Vésteinsson segir marg- víslegan ávinning af endurskoðuð- um sjókortum. Með nýjum kort- um, byggðum á nýjum mæling- um, aukist öryggi sjófarenda til muna. Hann nefnir sem dæmi í því sambandi að við mælingar í utanverðum Grundarfirði hafi komið í ljós sker á sex metra dýpi, sem ekki var áður vitað um og hvergi var sjáanlegt á eldri sjó- kortum. „Þarna er um að ræða varasaman stað fyrir stærri skip. Til dæmis sigla stór skemmti- ferðaskip nú inn til Grundarfjarð- ar og þetta sker hefði hæglega getað valdið slíkum stærri skipum verulegu tjóni,“ nefnir Árni og bætir við að mikill fengur hafi sömuleiðis verið af dýpismæling- um í Hrúteyjarál, á svæði sunnan Oddbjarnarskers austur undir Melrakkaey, en það svæði hafði verið ómælt. „Nú er búið að mæla þetta svæði mjög nákvæmlega og koma þeim upplýsingum skil- merkilega á kort. Á þessu svæði töldu menn að væru lítt eða ekki færar siglingaleiðir, en nákvæmar mælingar hafa leitt annað í ljós,“ segir Árni Þór Vésteinsson. Árni Þór Vésteinsson, deildarstjóri kortadeildar Sjómælinga Íslands. Sjöfn Axelsdóttir og Þórður Gíslason, kortagerðarmenn, báru hit- ann og þungann af gerð korta 37 (Hjörsey-Stykkishólmur) og 426 (Ólafsvík-Stykkishólmur), auk að sjálfsögðu áhafnar sjómælinga- bátsins Baldurs. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.