Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 28

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 28
28 S J Ó M Æ L I N G A R Sjómælingar Íslands, sem eru deild innan Landhelgisgæslu Ís- lands, vinna mark- visst að því að gefa út ný sjókort af grunn- sævi við landið í mælikvarðanum 1:100.000. Nú þegar hafa verið gefin út nokkur ný sjókort, þar af voru tvö ný kort gefin út fyrr í sumar og þrjú eldri kort uppfærð sam- kvæmt nýjum og nákvæmari mælingum. Áður höfðu komið út bæði ný og endurskoðuð kort af svæðum fyrir norðan land og síð- an tvö sjókort af svæðum fyrir austan land, hið fyrra var gefið út árið 1999 og hið síðara 2001. Nýju sjókortin sem Sjómæling- ar gáfu út í sumar eru kort nr. 37 - Hjörsey-Stykkishólmur, sem er í mælikvarðanum 1:100.000 og kort nr. 426 - Ólafsvík-Stykkis- hólmur í mælikvarðanum 1:50.000. Fyrrnefnda kortið, Hjörsey- Stykkishólmur, nær yfir norðan- verðan Faxaflóa og er fyrsta kortið af þessu hafsvæði í stórum mæli- kvarða. Kortið nær fyrir Snæfells- nes og inn sunnanverðan Breiða- fjörð að Stykkishólmi. Það byggir á dýpismælingum sem gerðar voru á sjómælingabátnum Baldri og að hluta til á varðskipinu Ægi sumrin 1998-2002. Mörk kortsins Ólafsvík-Stykk- ishólmur eru eilítið önnur en áður, en helsta breytingin frá eldra korti af þessu svæði er sú að nýjar mælingar leysa af hólmi eldri mælingar sem voru allt frá 1907 og náðu yfir stóran hluta kortsins. Uppfærð sjókort Uppfærðu sjókortin, sem einnig voru gefin út fyrr í sumar, eru í fyrsta lagi kort nr. 31 -Dyrhóla- ey-Snæfellsnes, í mælikvarðanum 1:300 000, í öðru lagi kort nr. 81 - Stokksnes-Dyrhólaey í sama mælikvarða og í þriðja lagi kort nr. 44 - Breiðafjörður, Norðurflói í mælikvarðanum 1:70 000. Fyrstnefnda kortið, Dyrhólaey- Snæfellsnes, var uppfært með nýj- ustu mælingum sem til eru af svæðinu, ásamt því að skipt var um landupplýsingar, þ.e. hæðar- línur, byggð og vegi, en þessar upplýsingar koma m.a. frá Land- mælingum Íslands, Reykjavíkur- borg og öðrum þéttbýlisstöðum sem eru á kortinu. Sama var gert í kortinu Stokks- nes-Dyrhólaey en það leysir gam- alt kort af þessu svæði af hólmi og byggist m.a. á gögnum sem fengust með fjölgeislamæli Haf- rannsóknastofnunarinnar. Mörk kortsins hafa tekið töluverðum breytingum frá eldra korti. Síðastnefnda kortið, Breiða- fjörður - Norðurflói, er elsta sjó- kortið sem Sjómælingar Íslands hafa gefið út, en kortið var teikn- að hjá Det kongelige Sökort- Arkiv í Kaupmannahöfn og fyrst gefið út árið 1915. Í kortið hafa nýjar mælingar verið settar inn umhverfis Elliðaey og á Bjarneyj- arflóa í átt til Flateyjar. Þetta sjó- kort er það síðasta sem í eru teiknaðar myndir af miðum og eitt af fimm kortum sem enn er í notkun frá dögum danskrar sjó- kortagerðar við Ísland, en öll voru þessi kort upphaflega gerð með koparstungu. Umfangsmikið verkefni Árni Þór Vésteinsson, deildar- stjóri kortadeildar Sjómælinga Ís- lands, segir að útgáfa nýs korta- grunns af grunnsævi við landið sé viðamikið verkefni, en jafnframt nauðsynlegt. Eldri kort, mörg þeirra eru margra áratuga gömul, hafi verið unnin samkvæmt þeirra tíma mælingaaðferðum. Nú sé hins vegar allt önnur og betri tækni komin til skjalanna. „Gall- inn við mörg eldri kort er að þeim hefur ekki verið hægt að treysta hundrað prósent, það ligg- ur í aðferðinni sem notuð var við dýptarmælingarnar, en sú mæl- Sjómælingar Íslands: Gefa út ný og endurbætt sjókort - unnin með mikilli nákvæmni og koma í stað eldri og ónákvæmari korta Nýtt sjókort nr. 37 - Hjörsey-Stykkishólmur. Ný útgáfa af korti 426 Ólafsvík - Stykkishólmur. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.