Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 31

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 31
31 S T R A N D M E N N I N G Bátsferðir Lagt er til í skýrslunni að sjónum verði í auknum mæli beint að bátsferðum. Bent er á að Stykkis- hólmur sé mjög heppilegur fyrir slíka starfsemi, áhugavert væri að koma þar upp bátaleigu fyrir bæði segl- og mótorbáta svo og leigu fyrir smærri báta til dags- ferða með gistingu í landi. „Það ættu jafnvel að vera möguleikar á framleiðslu „sjávarhúðkeipa“, þ.e.a.s. stærri húðkeipa, kajaka, til notkunar í sjó. Einnig ætti að vera hægt að koma á ferðum þar sem ferðalangurinn kemst til sjós með heimamönnum. En það er áríðandi að aðveldara sé að kom- ast yfir sjókort en raunin er í dag.“ Hvalaskoðun í raunverulegum hvalabátum Fjallað er nánar um bátaskoðun- arferðir í skýrslunni og þess getið að áhugavert væri að geta boðið upp á ferðir með gömlum hér- lendum trébátum. Þá er sú bylt- ingarkennda hugmynd sett fram að gera hvalveiðibáta Hvals hf., sem liggja í Reykjavíkurhöfn, upp og gera út á hvalaskoðunar- ferðir. „Ef hvalabátarnir yrðu gerðir upp liggja einstök sóknar- færi í hvalaskoðunarferðum og í öllum þáttum hvalveiðisögunnar. Sennilega er hvergi í heiminum hægt að upplifa hvalaskoðun í raunverulegum hvalabátum af þessari tegund,“ segir orðrétt í skýrslunni. Matarmenning og fuglabjörg Einnig er bent á mikla ónýtta möguleika varðandi matarmenn- ingu. Þá er þess getið að unnt væri að leggja meiri áherslu á skoðun sjófugla í fuglabjörgum, t.d. í Vestmannaeyjum og á Rifi, þar sem er að finna eitt stærsta kríuvarp í heimi, að ógleymdu Látrabjargi, einu stærsta fugla- bjargi í heimi. Nýverið afhenti Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nýjan Cleopatra 26 bát, Isaac Edward BK 535, kaupandi er Roger Stephensen, útgerðarmaður í Boulmer Village á norðaustur- strönd Englands. Þessi Cleopatra 26 bátur er 6 brúttótonn og um átta metrar að lengd. Samkvæmt upplýsingum frá Trefj- um hefur fyrirtækið selt marga sambærilega báta til Bret- lands og einn slíkur er í smíðum. Þá eru Trefjar að smíða Cleopatra 38 bát fyrir hérlendan aðila, sem verður afhentur á haustdögum. Sá bátur er tæplega 15 tonn. Isaac Edward BK 535 er útbúinn til humar- og krabba- veiða. Einnig er gert ráð fyrir að báturinn verði gerður út á laxveiðar. Í lest má koma fyrir tíu 220 lítra fiskikerum. Svefnpláss er um boð fyrir tvo, auk eldunaraðstöðu með elda- vél og örbylgjuofni. Aðalvél er 315 hestafla Cummins vél. Siglingatækin eru af gerðinni Furuno frá Brimrúnu. Bátasmiðjan Trefjar: Cleopatra 26 til Englands Hinn nýi bátur frá Trefjum, Isaac Edward BK 535. Sigurbjörg Árnadóttir, framkvæmastjóri Bjálkans ehf., er annar tveggja höfunda skýrslunnar „Plokkfiskur“. Tjörnesviti. Lagt er til í skýrslunni að komið verði á fót vitasafni hér á landi. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.