Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Norðmenn hafa löngum talið sig sjálfskip- aða löggur í norðurhöfum og tekið sér það vald sem þeim hentar hverju sinni til þess að pína aðrar fiskveiðiþjóðir til hlýðni. Þetta hefur ítrekað komið berlega í ljós í samskiptum okkar við Norðmenn í fisk- veiðimálum á undanförnum árum. Það er engum blöðum um það að flétta að Norð- menn eru á afar hálum ís, svo ekki sé meira sagt, þegar þeir hafa einhliða tekið sér það vald að reka íslensk fiskiskip út af Svalbarðasvæðinu, enda hefur engin þjóð viðurkennt yfirráðarétt Norðmanna á Sval- barðasvæðinu, með vísan til Svalbarðasátt- málans frá 1920. Norðmenn hafa hins vegar rekið mál sitt af mikilli hörku og óbilgirni gagnvart Íslendingum og öðrum fiskveiðiþjóðum. Undir þau orð fram- kvæmdastjóra LÍÚ ber að taka að tími sé til kominn að fá úr því skorið fyrir al- þjóðadómstólum hver réttur okkar Íslend- inga er á þessu svæði og þess vegna er mikilvægt að málið fái vandaða og góða meðferð fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem málsaðilar fá tækifæri til þess að reifa sín sjónarmið. Það er ánægjulegt að stjórnvöld hafa tekið undir orð útvegs- manna og ákveðið að hefja undirbúning að málsókn fyrir alþjóðadómstólnum Ljóst má vera að það kann að taka alþjóðadóm- stólinn drjúgan tíma að fá niðurstöðu í málinu, en það verður þá bara að hafa það. Stóra málið er að úr þessu deilumáli verði skorið í eitt skipti fyrir öll. Best væri þó auðvitað að Norðmenn myndu sjá ljósið og semja um málið áður en til málshöfð- unar kæmi. Fiskur á disk Fiskur er alltaf að verða meira áberandi á matseðlum veitingahúsa, sem er afar ánægjuleg þróun. Matreiðslumeistari á veitingahúsi á Akureyri, sem höfundur þessa pistils átti samtal við nýverið, sagði að yfirgnæfandi meirihluti erlendra gesta panti sér fiskrétti og hann bætti við að greinilegt væri að æ fleiri Íslendingar fari að dæmi hinna erlendu gesta og fái sér einnig fisk á disk. Hvað okkur Íslendinga varðar, þá á þessi þróun e.t.v. þá skýringu fyrst og fremst að fiskur er ekki lengur jafn mikill hversdagsréttur á borðum og hann var hér í eina tíð. Þess vegna þykir það sjálfsagðari hlutur en ella að fá sér fisk á veitingahúsum. Því miður er það svo að margir af yngstu kynslóðinni alast hreinlega ekki lengur upp við að borða fisk. Unga fólkið velur sér frekar kjúkling eða aðrar ódýrar kjöttegundir en fiskinn. Fiskneyslan hrap- aði verulega þegar fiskurinn snarhækkaði í verði hérna um árið, líklega í kjölfarið á tilkomu fiskmarkaðanna. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að fiskur, einkan- lega þó ýsan, hafi ekki lækkað í smásölu í takt við lækkandi verð fyrir hana á fisk- mörkuðum. Hvað sem því líður, þá hefur fiskverð verið of hátt og ekki beint ýtt undir fiskneyslu almennings. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Mátti vart mæla af hneykslan „Hins vegar varð allt vitlaust þegar stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja gerðust svo djarfir að berjast gegn að- för stjórnarandstöðuflokkanna að sjáv- arútveginum í aðdraganda síðustu al- þingiskosninga. Talað var um að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu beitt sér á óeðlilegan hátt skömmu fyrir kosningar og sumir gengu jafnvel svo langt að krefjast þess að þeir tækju alls ekki þátt í umræðunni. En þegar stjórnarandstöðunni hentaði í vor var öllu slíku tali eytt. Skyndilega var eðlilegasti hlutur í heimi að fyrirtæki sem áttu hagsmuna að gæta blönduðu sér í umræðuna - sem er að sjálfsögðu eðlilegt. Stjórnarandstaðan mátti vart mæla af hneysklan þegar vísað var í kosningabaráttunni í skýrslu Deloitte & Touche hf. fyrir Vinnslustöðina, sem fjallaði um áhrif fyrningarleiðarinnar á sjávarútveginn. En í vor þótti þeim sjálfum ekki tiltökumál að nota í stefnu sinni orðrétta kafla úr lögfræði- álitum Norðurljósa.“ (Úr pistli á vefsetrinu 200.milur.is) Misheppnaðar tilraunir „Allar tilraunir pólitískt skipaðara reiknimeistara til þess að búa til ein- hverja allsherjar aflareglu til þess að byggja upp þorskstofninn hafa mistek- ist hrapalega. Árið 1992 var þorskafl- inn 309 þúsund tonn en það er einmitt árið sem vinnuhópur Hafrann- sóknastofnunar og Þjóðhagsstofnunar hóf vinnu við gerð aflareglu sem hafði það að markmiði að efla þorskstofninn. Aflaregla er föst regla sem ákveður hve mikið á að veiða úr þorskstofninum. Reglan sem hefur gilt hér undanfarin ár er að það skuli veiða 25 % af áætl- uðum veiðistofni, 4 ára og eldri þorski. Hver er „árangurinn“ af afla- reglunni nú 12 árum síðar? Aflinn á komandi fiskveiðiári 2004-2005 mun verða 209 þúsund tonn eða 100 þús- und tonna minni afli en þegar reikni- meistararnir hófu vinnu sína.“ (Sigurjón Þórðarson, alþingismaður, í pistli á vefsetrinu bb.is) Tilfinningamál „Gott dæmi um tilfinningar vegna hvalveiða er að það er mikið talað um að það sé „ómannúðlegt“ að skjóta hvali. Þá spyr ég á móti: Er „mannúð- legt“ að ala upp kálfa í „sláturstærð“ og senda þá síðan í sláturhús, eða ala upp grísi til slátrunar eða kjúklinga? Nei það eru engin dráp „mannúð- leg“ en aftur á móti er ég nokkuð viss um það að við myndum ekki lifa lengi ef við ætluðum alltaf að hugsa um hvað væri „mannúðlegt“ og hvað ekki, við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við lifum á veiðum og til að lifa af þá þarf að nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða.“ (Jóhann Elíasson, fyrrverandi stýrimaður, í pistli á vef- setrinu bb.is) U M M Æ L I Svalbarðadeiluna verður að leiða til lykta aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.