Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 32

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 32
32 S E LV E I Ð A R Á bilinu tuttugu til þrjátíu bændur stunda selveiðar hér við land og eru stærstu veiðisvæðin Breiðafjörður og Húnaflói. Fyrst og fremst eru þessar veiðar hlunnindi fyr- ir viðkomandi bænd- ur. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsing- ar um veiðarnar í ár. Það eru fyrst og fremst selkópar sem eru veiddir og þá vegna skinnanna. Þeir eru veiddir nokk- urra vikna gamlir eða u.þ.b. þeg- ar urtan hefur lokið mjólkur- skeiðinu og fer að venja undan. Fullorðinn landselur er ekki veiddur, en eitthvað af fullorðn- um útsel. Annars vegar er talað um land- sel (vorsel) og hins vegar haustsel (útsel). Landselurinn kæpir frá því í maí og fram í júlí og hefst kæpingin nokkru fyrr á Suður- landi heldur en við norðurströnd- ina. Útselurinn kæpir á haustin - aðallega í október - nóvember. Skinn og kjöt Á undanförnum árum hafa verið veiddir á bilinu 2-300 haustkópar og hefur bróðurpartur skinnanna farið til sútunar hjá Skinnaiðnaði á Akureyri og keypt af hand- verksfólki til frekari vinnslu. Á bilinu 250-500 vorselskópar hafa verið veiddir á ári og fer hluti skinnanna til notkunar hér innan- lands, m.a. kaupir Eggert Jó- hannsson, feldskeri, töluvert af skinnum í sína fataframleiðslu, en bróðurpartur skinnanna er fluttur út. Auk skinnanna er kjötið af selnum nýtt. Það verður þó ekki sagt að neyslan sé mikil, en sel- kjöt hefur engu að síður verið fá- anlegt annað slagið í fiskbúðum og einnig hefur það verið á boðstólum á veitingahúsi í Reykjavík. Selspik er sömuleiðis stundum hægt að fá í fiskbúðum og súrsaðir selshreifar eru vinsæll matur á þorra. Á hverju hausti hefur verið efnt til mikillar sel- kjötsveislu í Reykjavík, þar sem ýmsir réttir unnir úr selkjöti eru á borðum. Þessi veisla hefur verið fjölsótt og notið vaxandi vin- sælda. Þá hafa einstaka ferðaþjón- ustubændur verið með selkjöt á boðstólum fyrir sína gesti. Forn atvinnuvegur Selveiðar er forn atvinnuvegur á Íslandi, sem má segja að hafi ver- ið vakinn til lífsins á ný eftir að hafa legið niðri í áratug eða svo, á níunda áratugnum. Ástæðan fyrir því að selveiðar lögðust af hér á landi á þessum árum var gríðar- lega harður áróður náttúruvernd- arsamtaka, sem varð til þess að skinnamarkaðir áttu mjög í vök að verjast. Þetta átti sem kunnugt er við um veiðar fleiri sjávarspen- dýra, t.d. hvalinn. Almennt má segja að selveiðar hafi gengið bærilega vel á undan- förnum árum. Þær eru að vísu ekki stundaðar í sama mæli og fyrir nokkrum áratugum, en skipta þó verulegu máli fyrir marga selabændur. Skinnaverð hefur farið upp og niður, en sam- kvæmt upplýsingum sem land- búnaðarráðherra veitti sl. vetur við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur um selveiðar og nýtingu selaafurða hefur verð á skinnum af haustkópum verið að undanförnu sem næst fjögur þús- und krónum til bænda og fjögur til fjögur þúsund og fimm hund- ruð krónur fyrir skinn af vorkóp- um. Ljóst er að selveiðar Íslendinga hafa ekki afgerandi þýðingu í verðþróun á alþjóðamarkaði, enda umfangið ekki slíkt að skipti sköpum á markaðnum. Hins veg- ar þykja landselskinnin frá Íslandi eftirsótt og góð. Stærstu veiði- þjóðirnir við norðanvert Atlants- haf eru Grænlendingar og Kanadamenn og þar njóta veiði- menn umtalsverðra niður- greiðslna frá hinu opinbera. Fyrir vikið hafa þessar þjóðir boðið skinnin á svo lágu verði að erfitt er að við það keppa. Selaskoðun Hvalaskoðun hefur notið vaxandi vinsælda, en þeir sem út á hana hafa gert telja af og frá að hvala- skoðun og hvalveiðar geti farið saman. Nú hafa ferðaþjónustuað- ilar í Húnaþingi beint sjónum að þeim möguleika að bjóða upp á selaskoðun fyrir ferðamenn, enda er óvíða betra að sjá seli en einmitt á Vatnsnesi. Árni Snæ- björnsson, hlunnindaráðunautur Bændasamtakanna, segist telja að selveiðar og selaskoðun geti vel farið saman. „Við höfum ekki á móti því að sýna fólki selinn í sínu umhverfi, ef þess verði gætt að veiðarnar verði ekki á sama svæði og sama tíma. Með réttu skipulagi held ég því að þetta geti vel farið saman,“ segir Árni Snæbjörnsson. Töluverð hlunnindi af selveiðum - 20-30 bændur stunda selveiðar við Ísland - stærstu veiðisvæðin eru Breiðafjörður og Húnaflói Stærstu selveiðisvæðin hér við land eru Breiðafjörður og Húnaflói. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 32

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.