Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 35

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 35
35 F I S K V I N N S L A starfsfólkinu í Kolku í þessari saltfiskvinnslu og við töldum ein- boðið að nýta hana áfram. Á Blönduósi leggjum við áherslu á vinnslu marnings og þar fer líka öll frysting fram. Við erum í tölu- verðri harðfiskvinnslu á Blöndu- ósi, að stærstum hluta fyrir inn- anlandsmarkað en einnig flytjum við út harðfisk til Noregs. Við vorum þar að auki með vinnslu á Skagaströnd, en á síðasta ári færð- ist hún yfir til Skagstrendings. Hins vegar erum við með pökkun á harðfiski á Skagaströnd.“ Ánægðir kaupendur Ágúst: „Í það heila vinna hjá okk- ur um 50 manns. Á Hofsósi eru um 20 manns í vinnu, eilítið færri í Ólafsfirði, 12-14 manns á Blönduósi og 2 á Skagaströnd. Við vinnum að jafnaði átta tíma á dag og á Blönduósi höfum við keyrt tvær vaktir í frystingunni yfir vetrarmánuðina. Það er okkur mikilvægt að gera hráefnissamn- inga við stóru útgerðarfyrirtækin. Það auðveldar okkur að gera samninga við stóra viðskiptaaðila og geta tryggt reglubundna af- hendingu vörunnar. Það er ljóst að markaður fyrir okkar framleiðsluvörur er nokkuð stór og við höfum fullan hug á því að styrkja okkur stöðu enn frekar. Á heimsvísu erum við ekki stórir framleiðendur, en þó er ljóst að styrkur okkar felst í þorskafskurðinum. Okkar kúnnar eru almennt ánægðir með það sem við erum að gera og vilja skipta við okkur áfram. Þeir eru jafnframt að ýta undir að við styrkjum okkur enn frekar og aukum framleiðsluna.“ Nýsköpun Gunnar Þór: „Ef við gefum okkur að ársframleiðsla á hvítfiski í heiminum sé 1 milljón tonna, þá má skjóta á að afskurður sé á bil- inu 50-70 þúsund tonn eða 5- 7%. Það er því ljóst að markaður- inn er stór. Það sem hins vegar hefur staðið framleiðslu á afurð- um úr afskurði fyrir þrifum er að aðgangur að áhættufé til nýsköp- unar á þessu sviði er takmarkaður, en vert er að hafa í huga að ný- sköpun í atvinnulífinu krefst töluverðra fjármuna. Ég neita því ekki að í gegnum tíðina hefur oft verið erfitt að fá fjármagn í þessa vinnslu, sem helgast kannski fyrst og fremst af því að þeir sem hafa hönd á fjármagninu hafa oft og tíðum haft takmarkaða trú á þess- ari vinnslu. Einnig hefur það ekki auðveldað okkur róðurinn að við erum ekki kvótasterkt fyrirtæki. Við höfum haft þá stefnu að setja upp fiskvinnslu í fámennari byggðarlögum þar sem til staðar er mikil þekking. Þetta hefur að mínu mati gefið góða raun. Við höfum leitast við að hafa yfir- stjórn fyrirtækisins í lágmarki og til marks um það er einn fram- kvæmdastjóri yfir öllum vinnsl- unum á Blönduósi, Hofsósi og í Ólafsfirði. Framtíðin í þessari vinnslu velt- ur töluvert á því að okkur takist að færa hana yfir í að vera alvöru matvælaiðnaður, þar sem verði framleitt mikið magn samkvæmt stöðlum og kröfum sem markað- urinn setur. Í eðli sínu verður þessi vara aldrei mjög dýr og þess vegna er lykilatriði að vinna mik- ið magn og ná þannig fram ákveð- inni hagræðingu í framleiðslunni. Þá er og verður áfram mikilvægt atriði að geta afhent vöruna þegar kaupandinn vill fá hana. Til þess að það verði unnt þurfum við að hafa aðgang að miklu hráefni. Við getum ekki útilokað að við setj- um upp vinnslur á fleiri stöðum, en ákvörðun um það byggist að stærstum hluta á því að okkur opnist við það nýir möguleikar í hráefnisöflun.“ Til Frakklands í haust Sú breyting verður í haust að Gunnar Þór flyst til Frakklands og vill hann þannig færa sig nær markaðnum og vera í nánari tengslum við kaupendur. Gunnar Þór: „Með því að flytj- ast út viljum við færa okkur nær markaðnum og ná betur til kaup- enda. Við teljum að með þessu móti getum við brugðist hraðar við óskum þeirra um framleiðslu á ákveðnum vörum og sinnt markaðnum þannig enn betur. Tilbúnir réttir verða alltaf meira og meira áberandi í kæliborðum verslana og það á jafnt við um fiskrétti sem kjötrétti. Jafnframt eru stöðugar breytingar á þessum vaxandi markaði, framleiðendur prófa sig áfram og leitast við að finna þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Til þess að geta brugðist fljótt við kröfum mark- aðarins á hverjum tíma er mikil- vægt að vera í góðum tengslum við okkar kaupendur ytra.“ Afskurðurinn á leið inn í lausfrystinn. Beinlausu bitarnir eru seldir til Spánar og einnig fara þeir til Portúgals, Ítalíu og Grikklands. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.