Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 11
11 F I S K I DA G U R I N N M I K L I Það er því ljóst að þessi glæsi- lega fiskveisla, þar sem gestum og gangandi er boðið upp á fjöl- breytilega fiskrétti og drykki, er lang fjölmennasta útihátíð á Ís- landi. Fiskidagurinn í ár var stór- skemmtilegur að vanda, með afar fjölbreytta skemmtidagskrá og fiskisýning Skarphéðins Ás- björnssonar á Blönduósi var sér- lega glæsileg og yfirgripsmikil. Vel að heiðrinum kominn Að vanda var veitt viðurkenning á Fiskideginum mikla og að þessu sinni hlaut Gunnar Aðalbjörns- son, rekstrarstjóri Samherja, hana. Gunnar er vel að þessum heiðri kominn, enda hefur hann stýrt bolfiskvinnslunni á Dalvík í yfir tuttugu ár. Í heiðursskjalinu sem Gunnar veitti viðtöku að þessu tilefni segir: „Gunnar Aðalbjörnsson er í dag heiðraður fyrir störf sín við sjávar- útveg á Dalvík. Sérstaklega er Gunnar heiðraður fyrir þá forustu sem hann hefur haft við upp- byggingu frystihússins á Dalvík sem nú er í eigu Samherja hf. Uppbygging þess og þróun á undanförnum árum er ekki aðeins merkt spor í atvinnusögu Dalvík- ur heldur hefur sú vinna haft áhrif á þróun fiskiðnaðar í land- inu öllu.“ Metnaður og framsýni Í ávarpi sem Svanfríður Jónas- dóttir, fyrrverandi alþingiskona, hélt af þessu tilefni kom fram að frystihús Samherja hér á Dalvík sé í dag fullkomnasta fiskiðjuver landsins og enn séu uppi áform um nýungar sem leiða muni til aukinnar framleiðni. Svanfríður rifjaði upp að á liðnum árum hafi frystihúsið á Dalvík verið í farar- broddi í tækniþróun. Árið 1990 var komið upp pökkunarlínu fyrir smápakkningar, skurðarvél var keypt árið 1993, húsið var síðan endurbyggt og vinnslulínur end- urnýjaðar árið 1997. „Mikill metnaður og góður starfsandi hefur einkennt starf- semi frystihússins. Húsið tengd- ist um árabil starfi fiskvinnslu- skólans sem rekinn var hér á Dal- vík. Fagþekking starfsfólks er mikil og hefur það jákvæð áhrif á allan vinnumarkaðinn á Dalvík,“ sagði Svanfríður m.a. Áður en ráðist var í endurnýjun vinnslulína árið 1997 voru afköst á hvern starfsmann 14 kg á klukkustund (manntíma), en nú eru þau um 30 kg á manntíma. Stefnt að auknum afköstum Gunnar Aðalbjörnsson sagði í samtali við Ægi að nú væri til skoðunar að breyta vinnslukerfi landvinnslunnar á Dalvík með það fyrir augum að auka enn frek- ar afköstin, upp í a.m.k. 40 kg á manntíma, sem þýðir að í gegn- um húsið fari á ári í það minnsta tíu þúsund tonn, en á yfirstand- andi ári stefnir í að unnið verði úr um níu þúsund tonnum. Verði ráðist í þessar breytingar, sem nú eru alvarlega til skoðunar, er líklegt að komi til stækkunar húsnæðis landvinnslunnar á Dal- vík, auk þess sem tækjabúnaður verður endurnýjaður og nýjasta tækni tekin inn, þ.á.m. beina- tínsluvél frá Marel, sem hefur verið keyrð til reynslu á Dalvík á síðustu mánuðum með góðum ár- angri. Vinnsla á ferskum fiski hefur aukist ár frá ári í landvinnslu Samherja á Dalvík. Í ár stefnir í að ferskfiskvinnslan nemi á bilinu 1000-1200 tonnum. Gunnar seg- ir ekki annað sjáanlegt en að þessi vinnsla muni aukast á næstu árum til að mæta aukinni spurn eftir ferskfiski. Aðsóknarmetið slegið á Fiskideginum mikla á Dalvík: Gunnar Aðalbjörnsson heiðraður Á síðasta ári komu fleiri gestir á Fiskidaginn mikla á Dalvík en nokkru sinni áður, eða um 23 þúsund manns. Ekki þótti líklegt að þetta að- sóknarmet yrði slegið, en raunin varð önnur, talið er að um 27 þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla í ár. Eins og sjá má var gríðarlegur mannfjöldi samankominn á hafnarsvæðinu á Dalvík á Fiskideginum mikla. Gunnar Aðalbjörnsson, rekstarstjóri landvinnslu Samherja á Dalvík. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.