Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 36
36 M ATA R Æ Ð I Ábendingar um næringu á undanförnum árum hafa einkum verið leiðbeiningar um hlutfall næringarefna (kolvetni, fita, prótein) í fæðu, með áherslu á að minnka fituneyslu, auka hlutfall ómettaðrar fitu á kostnað mett- aðrar fitu og að gæta að því að ekki skorti bætiefni (vítamín, steinefni, o.fl.) í fæðuna. Íslend- ingar hafa lengi haft tröllatrú á lýsi og rannsóknir hafa sýnt að þeir höfðu rétt fyrir sér, fáir efast t.d. lengur um heilsubætandi áhrif omega-3 fitusýra. En það er eftir fleiru að slægjast í fiski en bara lýsinu. Fiskur er um margt merkileg fæða, hann er prótein- ríkur, en prótein eru langar keðj- ur af byggingareiningum sem nefnast amínósýrur og eru 20 mismunandi amínósýrur notaðar til að mynda óendanlega fjölda mismunandi próteina. Aðalmálið varðandi próteinneyslu er að hlut- fall orku úr próteinum í fæðunni sé ekki lægra en 10% og að fá nægjanlegt magn lífsnauðsyn- legra amínósýra. Lífsnauðsynlegar amínósýrur eru þær amínósýrur sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur og verður því að fá úr fæð- inu. Þar sem líkaminn getur ekki byggt upp forða af amínósýrum verðum við að fá stöðugt framboð af þessum amínósýrum í matn- um. Nýlegar rannsóknir benda til þess að áhrif próteina á heilsu fólks séu meiri en að veita nauð- synlega orku og næringu. Við niðurbrot á próteinum við melt- ingu eða annað niðurbrot t.d með ensímum myndast smærri efni, peptíð. Peptíð eru keðjur úr 2- 100 amínósýrum, lengri keðjur eru prótein. Þessar peptíðeiningar geta haft margvísleg áhrif í mannslíkamanum og eru það sem kallast lífvirk efni. Til dæmis benda íslenskar rannsóknir til þess að próteinsamsetning ís- lenskrar kúamjólkur geti skýrt lægri tíðni sykursýki á Íslandi miðað við önnur lönd. Á grund- velli þessara niðurstaðna hefur verið rætt um „hina nýju næring- arfræði“. Lífvirk peptíð. Hvað er nú það? Til eru þeir sem lifa til að borða en aðrir borða til að lifa. Hvernig stendur á þessu? Þeir sem borða til að lifa sjá mat sem samansafn af nauðsynlegum næringarefnum. Þeir sem lifa til að borða hafa hins vegar mun rómantískara samband við mat og líta ekki á hann sem einungis byggingarefni fyrir lík- amann. Er hugsanlegt að það séu einhver efni í matnum sem valda því að við höfum mismunandi álit á mat? Getur verið að það séu peptíð, lítil og stór, sem hafa þessi áhrif? Sumir vísindamenn hafa jafnvel gengið svo langt að nefna lífvirk peptíð „Food hormo- nes“ eða „Formones“ (Fæðuhorm- ón ~ Formón). Samkvæmt þess- um kenningum erum við mis- munandi móttækileg fyrir þess- um Formónum sem gæti skýrt hvers vegna Gunna borðar til að lifa á meðan Jón lifir til að borða. Hins vegar hafa þegar verið gerð- ar rannsóknir sem benda sterk- lega til þess að lífvirk peptíð hafi áhrif á heilsu okkur. Skoðum það nánar. Notkunarmöguleikar Í Japan og í Finnlandi hafa verið settar á markað sýrðar mjólkuraf- urðir sem innihalda lífvirk peptíð sem rannsóknir hafa sýnt að geti við reglubundna notkun lækkað blóðþrýsting. Á síðasta ári var svo markaðssett á Íslandi svipuð afurð hjá Mjólkursamsölunni sem heitir LH. Notkunarmöguleikar fyrir líf- virk peptíð eru ýmsir, s.s. í lækn- isfræðilegum tilgangi, til notk- unar í fæðubótarefni og sem markfæði, eins og t.d. LH. Dæmi um eiginleika sem peptíð eru tal- in geta haft eru blóðþrýstings- lækkandi áhrif og áhrif á ensím í efnaskiptum við niðurbrot fitu í líkamanum. Rannsóknir hafa að- allega farið fram á áhrifum pept- íða úr mysupróteinum (tafla 1). Lífvirk peptíð úr fiski? Rannsóknir benda til að peptíð úr Lífvirk peptíð Höfundur er Mar- grét Geirsdóttir, matvælafræðingur á vinnsluog þróun- ardeild rannsóknar- sviðs Rannsókna- stofnunar fiskiðn- aðarins. Í grein í tímaritinu Economist nýlega var fjallað um þær ógöngur sem mannkynið (a.m.k. sá hluti sem betur má sín efna- hagslega) hefur nú ratað í vegna ofáts og offitu. Á langri þróunarbraut sinni hefur mannskepnan fyrst og fremst glímt við skort og lífsbaráttan snúist öðru fremur um að hafa í sig og sína. Í þau fáu skipti sem maðurinn komst „í feitt“ át hann því eins og hann gat í sig látið og brenndi því síðan upp þegar sulturinn svarf að á ný. Þá voru hlutirnir einfaldir, þeir sem meira máttu sín voru í góðum holdum en hinir snauðu voru horrenglur, en í dag er þessu oft öfugt farið, a.m.k. í velmegunarsamfélögum, því sultartím- arnir eru liðnir og við bara bætum á okk- ur en brennum litlu, nema með talsverðri fyrirhöfn. Þessari þyngdaraukningu nú- tímamannsins fylgir aukin tíðni alls kyns heilsufarsvandamála, sem bæði geta ver- ið af líkamlegum toga s.s. æða- og hjarta- sjúkdómar og einnig sálrænum. Tafla 1 - Yfirlit yfir notkunarmöguleika peptíða Próteinbætiefni Læknisfræðileg notkun. Fæði fyrir fólk með Orkudrykkir Phenylketonuriu (PKU) – arfgengur efnaskiptasjúkdómur Afurðir fyrir aldraða Ofsaofnæmi Íþróttadrykkir Lifrarsjúkdóma Megrunarfæði Brisbólga (Pancreatitis) aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.