Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 12
S A LT F I S K V I N N S L A 12 SÍF Canada rekur tvær saltfisk- vinnslustöðvar og í það heila starfa á bilinu 80 til 90 manns hjá fyrirtækinu. Aðalvinnslustöð- in er í Tusket, þar sem fiskurinn er þurrkaður og honum pakkað, en einnig rekur SÍF Canada vinnslustöð í Shelburne þar sem áherslan er lögð á blautfisk. Hrá- efni í þessa vinnslu er m.a. fros- inn Alaska-þorskur og ferskur fiskur af svæðinu. SÍF Canada er eitt þriggja stærstu fyrirtækja á þessu sviði í Nova Scotia, en síðan eru margir smáir framleiðendur. Rík hefð fyrir saltfiskvinnslu „Það er mikil hefð fyrir saltfisk- vinnslu og -þurrkun hér,“ segir Jóhann. „Við erum nokkuð vel staðsettir til að geta afhent vör- una fljótt og örugglega. Ef vara er pöntuð á fimmtudegi eða föstu- degi getum við afhent hana á mánudegi eða þriðjudegi í New York eða Miami. Þrátt fyrir þessa miklu saltfisk- vinnsluhefð er þessi grein óneit- anlega á fallandi fæti vegna þess að afkoman hefur ekki verið eins og best verður á kosið. Það er hins vegar spurning hvenær breyting verður á, en ég met það svo að það muni ekki gerast fyrr en dregur verulega úr samkeppni framleiðenda hér í Nova Scotia. Framlegðin í saltfisvinnslunni hefur verið of lítil og að sama skapi hefur orðið lítil endurnýjun í greininni. Samkeppnin harðnaði mjög eftir að Kínverjarnir og fleiri komu inn á markaðinn, áður var hér bærileg afkoma í saltfisk- vinnslunni og á þeim grunni keypti SÍF þessar verksmiðjur á sínum tíma.“ Árstíðabundin neysla Jóhann segir að Nova Scotia sé ekki stærsti saltfiskmarkaðurinn í Kanada. Miklu frekar sé hann í Toronto og öðrum stærri borgum þar sem mikið er um fólk sem á ættir að rekja til landa við Mið- jarðarhafið og úr Karabíska haf- inu og hefur þar vanist salt- fiskneyslu. Saltfiskneysla hjá viðskiptavin- um SÍF Canada er nokkuð árstíða- bundin, „sem ekki síst stafar af því að að yfir sumarmánuðina er fólk meira að grilla kjöt, en í ágúst og september eykst salan og nær hámarki á síðustu vikunum fyrir jól. Á páskaföstunni kemur síðan aftur mikilli sölutoppur í saltfiskinum. Sem dæmi erum við að afhenda mikið af fiski fyrir Mexíkómarkað í september, októ- ber og nóvember til neyslu um jólin.“ Jóhann segist telja að eins og annars staðar sé neysla á ferskum fiski að aukast í Ameríku, en hins vegar virðist neysla á saltfiski hafa verið að dragast heldur saman. Lítil stemning fyrir samvinnu Á sama tíma og framleiðendur í Kanada keppa innbyrðis um við- skiptavini með tilheyrandi undir- boðum, er hart sótt að þeim frá Kínverjum sem hafa smám saman verið að styrkja stöðu sína eins og á öðrum vígstöðvum í fiskvinnsl- unni. „Nú er hafin umræða um það hér hvernig þessi iðnaður ætl- ar að fóta sig í þessu harðandi samkeppnisumhverfi. Við þessar aðstæður myndu framleiðendur á Íslandi greina vandann og taka saman höndum, annað hvort með náinni samvinnu eða sameiningu fyrirtækja. Hér er slíkt hins vegar ekki uppi á teningnum. Við höf- um lagt til að framleiðendur tali Hér er rík hefð fyrir saltfiskvinnslu - spjallað við Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóra SÍF Canada í Yarmouth á Nova Scotia „Það er út af fyrir sig töluverð sala og markað- urinn er fyrir hendi. Það sem við erum hins vegar fyrst og fremst að glíma við er afurða- verðið og að ná viðunandi afkomu út úr rekstrinum. Samkeppnin er mikil, hér eru margir framleiðendur að slást á sama mark- aðnum. Þeim hefur þó eilítið verið að fækka, en að mínu mati þyrfti þeim að fækka enn frekar,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri SÍF Canada í Yarmouth á Nova Scotia. Þar rekur SÍF fiskverkunar- og sölufyrir- tæki sem vinnur saltaðar afurðir fyrir markaði í Bandaríkjunum, Kanada, Mið-Ameríku, á eyj- unum í Karabíska hafinu og Suður-Ameríku. Helstu afurðirnir eru þurrkaður og saltaður þorskur, ufsi, og keila. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri SÍF Canada. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.