Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 14
14 F E R S K L E I K I F I S K S Skynmat á fiski, ásamt mæl- ingum á hitastigi og tímaskrán- ingu frá veiði fisksins gefa mjög mikilvægar upplýsingar til að nota við framleiðslu- og gæða- stjórnun á framleiðslu og dreif- ingu fisksins. Staðlað, áreiðanlegt ferskfiskmat myndi minnka áhættuna sem felst í því að kaupa óséðan fisk. Í viðskiptum með fisk er ekki nægjanlegt að vita eingöngu um magn og verð en síðan lítið um ferskleika fisksins. Ferskleiki hefur áhrif á nýtingu, val afurða í pakkningar, samsetn- ingu afurða og dreifileiðir. Al- þjóðleg stöðluð aðferð við mat á ferskum fiski, þar sem kaupendur og seljendur tala út frá sömu for- sendum, mun einnig auðvelda sönnunarbyrði vegna kvartana. Hvar er ferskleiki metinn? - skynmat í íslenskum fiskiðnaði Löng hefð er fyrir notkun skyn- mats í íslenskum fiskiðnaði. Áður fyrr var allur fiskur metinn með tilliti til ferskleika við löndun og hann verðlagður eftir því. Á mynd 1 má sjá hvar fiskur er metinn og með hvaða aðferðum. Í kringum 1980 voru fyrst samdir einkunnastigar (gæðaflokkun) fyrir fersk og fryst fiskflök sem fiskiðnaðurinn notar enn. Upp úr 1990 fóru ýmsir breskir kaupend- ur að fara fram á að lyktað og bragðað væri á fiskinum soðnum og þá voru teknar upp aðferðir og einkunnaskalar sem kenndir voru við Torry-stofnunina í Bretlandi. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) tók þátt í mótun þessara að- ferða á sínum tíma og á þeim árum var farið um allt land og verkstjórar og eftirlitsfólk þjálfað og mat þeirra samræmt. Í reglu- gerðum Evrópusambandsins (til- skipun Evrópusambandsins frá ár- inu 1976 (nr. 103/76, síðast breytt með reglugerð ESB nr. 91/493) er kveðið á um mat á ferskleika eftir skynmati og eftir þeim reglum er heill fiskur flokk- aður í þrjá flokka: E, A og B og síðan í óhæft. Gæðaflokkkun Evr- ópusambandsins hefur verið gagnrýnd og þrýst á að þróaðar væru aðferðir sem hentuðu betur við gæða- og framleiðslustýringu í nútíma matvælavinnslu. Evr- ópusambandið hefur styrkt ýmis verkefni til að þróa nýja ein- kunnaskala og aðferðir til að meta ferskleika fisks QIMCHAIN- verkefnið Um þessar mundir er að ljúka Þarf að meta ferskleika fisks? Útflutningur á ferskum fiski hófst hér á landi í lok áttunda áratugarins og hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Eftirspurn eftir kældum afurðum inn á smásölumarkaðinn fer vaxandi á helstu mörkuðum okkar, eink- um í Evrópu og þá hafa auknar flugsamgöngur fært Ísland nær mikil- vægum mörkuðum á síðustu árum. Samhliða meiri áhuga neytenda á kældum matvælum aukast kröfur þeirra jafnframt um ferskleika og gæði. Fiskur er vandmeðfarin og viðkvæm vara þar sem geymluþol hans er í raun og veru mjög stutt. Geymsluþolið er misjafnt eftir fisk- tegundum en okkar algengasti fiskur eins og þorskur og ýsa geymist ekki lengur en í 12 til 14 daga við bestu aðstæður. Kröfur kaupenda aukast líka varðandi rekjanleika og merkingar. Höfundur er Emilía Martinsdóttir, efnaverkfræðingur, deildarstjóri á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Á vegum verkefnisins QIMCHAIN var haldið námskeið fyrir gæða- stjóra og aðra aðila í fiskiðnaði í Vigo á Spáni. Gríðarlegur áhugi var á námskeið- inu og komust færri að en vildu. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.