Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 34
34 F I S K V I N N S L A Frakkland og Spánn stærstu markaðarnir Ágúst: „Við söltum afskurðinn eins og hefðbundinn saltfisk, síð- an er hann útvatnaður og marinn og unninn í blokk. Kaupendur blanda síðan saman við marning- inn grænmeti og ýmsu öðru og úr þessu eru t.d. búnar til bollur, til- búnar á pönnuna eða í örbylgju- ofninn. Þessar vörur eru notaðar t.d. í forrétti, aðalrétti eða sem pinnamatur í veislur. Þeim hluta hráefnisins sem er beinlaus er pakkað eins og blaut- verkuðum saltfiski, eða þá að hann er útvatnaður, frystur og fluttur út í pokum til erlendra kaupenda. Marningurinn fer fyrst og fremst til Frakklands, en bein- lausu bitarnir eru seldir til Spánar og einnig fara þeir til Portúgals, Ítalíu og Grikklands. Við seljum okkar afurðir í gegnum ýmsa að- ila - t.d. Sölku, Íslensku umboðs- söluna, SÍF og SH. Á þessum mörkuðum erum við m.a. að keppa við vörur frá Kína. Samkeppnin er því hörð, en okkar aðalsmerki eru gæði og á þau vilj- um við leggja mesta áherslu í okkar vinnslu. Einnig leggjum við mikið upp úr því að geta stað- ið við afhendingu vörunnar þegar viðskiptavinurinn óskar eftir. Það er gríðarlega mikilvægt atriði á hörðum samkeppnismarkaði. Við höfum líka lagt ríka áherslu á sveigjanleika og þannig höfum við þróað margar mismunandi vörutegundir í samvinnu við okk- ar kaupendur, í það heila fram- leiðum við sautján vörutegundir.“ Aðgangur að hráefni er númer eitt Gunnar Þór: „Vinnslan hjá okkur byggist á því að fá nóg hráefni. Við fáum hráefni bæði af frysti- togurum og úr vinnslustöðvum í landi og eigum í því sambandi mjög gott samstarf við mörg fyr- irtæki, t.d. Þormóð ramma-Sæ- berg, Fiskiðjuna-Skagfirðing og Samherja. Einnig erum við að fá hráefni frá m.a. Húsavík, Raufar- höfn, Tálknafirði, Akranesi, Reykjavík og Stykkishólmi. Oft heyrist að útgerðir frysti- togara gangi illa um auðlindina og ekki sé hirtur nema hluti af því hráefni sem er dregið úr sjó. Þetta er að mínu mati fjarri öllu sanni. Ég fæ ekki betur séð en að þessar útgerðir séu að nýta allt sem unnt er að nýta. Úr afskurð- inum erum við að gera heilmikil verðmæti og selja inn á markaði í Evrópu, auk þess sem þessi vinnsla skapar fjölmörg störf. Það er því í mínum huga engin spurning að hér er um atvinnu- skapandi nýsköpun að ræða. Til þess að svona vinnsla gangi þarf umtalsvert hráefnismagn. Við höfum verið að vinna að því að styrkja okkar hráefnisöflun og mér sýnist að á þessu ári komum við til með að vinna úr um 2.000 tonnum af afskurði.“ Sjálfstæð fyrirtæki - þó í nánu samstarfi Vinnsla Norðuróss á Blönduósi hefur verið starfrækt frá árinu 1998, en í þessu sama húsnæði var áður rekin fiskvinnslan Fiskur 2000. Á Hofsósi var á síðasta ári sett á stofn fiskvinnslan Kolka ehf. og í Ólafsfirði hóf Rípill ehf. rekstur fyrr á þessu ári. Sem fyrr segir er Ágúst V. Sigurðsson framkvæmdastjóri allra þessara þriggju vinnslueininga. Gunnar Þór Gunnarsson segir að öll séu fyrirtækin sjálfstæð fyrirtæki og hverju og einu sé ætlað að standa undir sér. Hins vegar sé eðli máls- ins samkvæmt náið samstarf á milli þeirra, enda er Norður- strönd stór eignaraðili að þeim öllum og framkvæmdastjórn og innkaup á sömu hendi. Gunnar Þór: „Í Ólafsfirði erum við í góðu samstarf um hráefni við Þormóð ramma-Sæberg. Þar er afskurðurinn flokkaður og salt- aður. Á Hofsósi verkum við m.a. ufsa í salt og þurrkum fyrir mark- aði í Karabíska hafinu. Mikil þekking hafði áður orðið til hjá Samanlagt starfa um fimmtíu manns hjá þeim þremur fiskvinnslufyrirtækjum sem Norðurströnd ehf. á hlut í. Ágúst V. Sigurðsson: Við leggjum mikið upp úr því að geta staðið við afhendingu vörunnar þegar viðskiptavinurinn óskar eftir. Það er gríðarlega mikilvægt atriði á hörðum samkeppnismarkaði. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.