Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 25

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 25
25 Æ G I S V I Ð TA L I Ð skaut upp kollinum fyrr á þessu ári um að of nærri loðnustofninum hafi verið gengið og hann sé að hruni kominn. „Þessi umræða er út í hött. Það eru engar forsendur fyrir því að stofninn sé að hrynja. Hins vegar hefur þessi flökkufiskur haus og sporð og það er hreint lygilegt hversu víða hann getur farið. Hegðunarmynstur loðnunnar hlýtur að fara að veru- legu leyti eftir ástandi sjávarins á hverjum tíma. Loðnan vill vera þar sem henni líður best og þar gilda sömu lögmálin og með mannskepnuna. Það er því ekkert óeðlilegt að loðnan fylgi ekki sama hegð- unarmynstri ár eftir ár og mér finnst því óábyrgt tal þegar því er slegið fram að þessi stofn sé að hruni kominn. Síðastliðinn vetur, þegar loðnuvertíðin var heldur endaslepp, bendir flest til þess að óveðrið sem gerði í vikutíma í mars hafi orðið þess valdandi að loðnan komst ekki vestar og hún hafi því hrygnt fyr- ir sunnan land, á allt öðrum slóðum en hún er vön. Af þessu er ástæðulaust að draga þá ályktun að illa sé komið fyrir stofninum.“ Ekki ánægður með bæjaryfirvöld á Akureyri Sverrir Leósson hefur verið ófeiminn að láta í sér heyra á opinberum vettvangi þegar honum hefur mislíkað gjörðir bæjaryfirvalda á Akureyri. Hann var á sínum tíma mjög gagnrýninn á þá ákvörðun Akur- eyrarbæjar að selja hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa og taldi að í því væri fólgin mikil hætta fyrir ÚA og þar með Akureyri. Í ljósi nýjustu atburða með ÚA telur Sverrir að margt af því sem hann hafi varað við hafi komið á daginn og hann óttast um framtíð fyrirtækisins. „Ég hef sterkan beyg af því,“ segir Sverrir. „Stóru mistökin voru þau þegar bæjar- stjórnin ákvað að söðla um og selja hlutabréfin í ÚA. Byrjunin á þessu ferli var þegar talað var um að flytja höfuðstöðvar Íslenskra sjávarafurða til Akureyrar gegn því að ÍS fengi sölumál ÚA. Þá var Kaupfélag Eyfirðinga í fullum rekstri og Jakob Björnsson var bæjarstjóri. Ég reikna með að Jakob hafi orðið fyrir nokkrum þrýstingi í þessum efnum frá KEA. Ég held því fram að þetta hafi verið stærstu mistök sem bæjarstjórn Akureyrar hefur gert í marga áratugi og furðuleg skammsýni. Mér hefur fundist það undar- legt tal þegar því er haldið fram að bæjarfélagið eigi ekki að hringla í svona atvinnurekstri. Staðreyndin er sú að það voru Akureyringar sjálfir sem byggðu upp þetta fyrirtæki. Um tíma var það komið að fótum fram og þá söfnuðu bæjarbúar liði og reistu það við. Það má kannski segja að bæjarstjórn Akureyrar og Akureyringar séu eitt og hið sama. Svo er hins vegar alls ekki. Það er engu líkara en þegar menn eru komnir í bæjarstjórn, þá hafi þeir einhver sérstök markmið. Ég tel að Akureyrarbær hefði átt að halda það stórum hlut í Útgerðarfélaginu að hann hefði eitthvað um fyrirtækið að segja. Ég vildi rjúfa bein pólitísk tengsl við stjórnun ÚA, en inn í stjórn fé- lagsins veldust menn sem hefðu vit á þessum rekstri og hefðu það eitt markmið að reksturinn gengi vel og hann skilaði bæjarbúum góðum arði. Ef sú ákvörðun hefði verið tekin, hefði bærinn fengið háar fjárhæðir í arðgreiðslur á hverju ári. Allir þeir fjár- munir sem Akureyrarbær fékk greitt fyrir hlutabréf- in í ÚA eru á þrotum - hver einasta króna.“ Vantar vítamínsprautu í atvinnulífið Sverrir hefur löngum verið tengdur við Sjálfstæðis- flokkinn, enda var hann forðum daga formaður Varð- ar - félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Sverrir segist langt í frá vera ánægður með núverandi meiri- hluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna á Akur- eyri og hann hafi raunar ekki komið nálægt flokkspólitík í langan tíma. „Ég skilgreini mig ekki sem sjálfstæðismann, heldur miklu fremur sjálfstæð- an mann,“ segir hann. „Það er mikið talað um íbúafjölgun hér á Akur- eyri, en ef grannt er skoðað kemur í ljós að það er ekkert um að vera hérna í bænum. Það er ein at- vinnugrein sem virðist blómstra nú um stundir og það er byggingaiðnaðurinn. Vítamínsprauta í þeim efnum er væntanlega Háskólinn og þeir nemendur sem þar eru. Nemendurnir eru hér aðeins tímabund- ið og fara flestir héðan vegna þess að hér eru ekki Súlan ehf. gerir út Súluna EA. Að sjálfsögðu er nafn fyrirtækis- ins og skipsins dregið af þessum tignarlega fugli sem er upp- stoppaður á skrifstofu Sverris í Aðalstræti á Akureyri. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.