Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 18
18 B RY G G J U S P J A L L I Ð „Ég bjó á Skaganum þar til ég var tuttugu og tveggja ára gam- all, en þá togaði frúin mig hingað norður. Hér hef ég verið í sautján ár og líkar vel. Eftir að ég kom norður fór ég til að byrja með á togara, m.a. hjá Fiskiðjunni hér á Sauðárkróki. Síðan atvikaðist það þannig að ég lenti í vinnuslysi úti á sjó, fór illa í baki og varð óvinnufær í dágóðan tíma. Eftir að ég fór að geta hreyft mig aftur velti ég vöngum yfir því hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur. Úr varð að ég fór á trillu og nú er svo komið að ég er búinn að ná fullri starfsorku aftur. Það voru margir búnir að afskrifa mig og ég skal viðurkenna að þetta leit ekki vel út, enda hafði ég farið í þrígang undir hnífinn. Mér voru boðnar örorkubætur, en ég afþakkaði þær og sé ekki eftir því. Ég ákvað að leggja ekki árar í bát, var dugleg- ur að hreyfa mig og þjálfa mig upp og hlífði mér ekki á nokkurn hátt. Eftir á að hyggja hugsa ég að það sé oft besta meðalið. Læknarnir hafa að minnsta kosti látið þau orð falla að ég hafi læknað mig sjálfur! Hvað eiga menn að gera sem hafa unnið alla sína hunds - og kattartíð? Gefast upp? Nei, aldrei! Mér fannst skynsamlegast að fara í það sem ég kann best, þ.e.a.s. á sjóinn, og byrja rólega. Síðan þróaðist þetta smám saman í rétta átt og nú get ég sagt að ég finn ekki fyrir neinu, það er fyrst og fremst gaman að lifa!“ Yndislegar sumarnætur Viggó segir fátt jafnast á við að vera einn á trillunni sinni úti á sjó yfir hásumarið þegar ekki hreyfist hár á höfði. „Það er ynd- islegt. Á síðasta sólarhring var ég t.d. í sól og blankalogni og mok- fiskeríi. Að horfa á sólina setjast og koma upp, það jafnast ekkert á við það!“ - Er frúin ekkert óróleg að vita af þér einum úti á sjó? „Nei, hún er sallaróleg. Þetta fer upp í vana eins og annað. Ég læt vita af mér reglulega og panta kost og vistir,“ segir Viggó og hlær. „Yfir höfuð held ég að sjó- mannskonur kippi sér ekkert upp við þetta. Þessar útiverur eru hluti af starfinu.“ Leikur að tölum Viggó gerir út Óskar SK-13, tólf tonna bát, sem hann keypti sl. vetur í Sandgerði, en áður bar hann nafnið Siggi Breiðfjörð og þar áður Kristín Finnbogadóttir frá Patreksfirði. „Þetta er mikið happafley. Ég átti áður fimm tonna bát, en ákvað að stækka við mig,“ segir Viggó en er ófáanleg- ur að gefa upp kaupverð bátsins. „Þetta er allt leikur að tölum,“ Viggó Jón Einarsson, trillukarl á Hofsósi, stundar sjóinn af kappi: Hafnaði örorkubótum og fór að gera út trillu „Blessaður vertu, ég er búinn að vera meira og minna á sjó síðan ég var smápatti á Akranesi. Pabbi var á trillu og sömuleiðis bræður mínir. Sjó- mennskan er í blóðinu, sem líklega er helsta skýringin á því af hverju maður valdi sér þennan starfsvettvang, en einnig hefur veiðieðlið eitt- hvað að segja, svo og nálægðin við náttúruna. Annars hugsa ég að fátt annað hafi komið til greina þegar ég var smástrákur en að fara á sjó- inn,“ segir Viggó Jón Einarsson, trillukarl á Hofsósi. Ægir hitti hann að máli á bryggjunni á Sauðárkróki þar sem hann var að landa prýðileg- um afla, rétt nálægt fimm tonnum eftir að hafa legið úti næturlangt. Þetta var ein af þessum fallegu sumarnóttum á sundunum fyrir norðan land, blankalogn og spegilsléttur sjór og mokfiskerí. Eitthvað sem ekki er hægt að lýsa með orðum, að sögn Viggós. Viggó átti áður 5 tonna trillu, en í vet- ur stækkaði hann við sig og gerir núna út þennan 12 tonna bát, Óskar SK 13. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.