Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 7
Magnús Kjartansson vandamála. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur sýndi og sannaði með fordæmi sínu, að fötluðum eru flestir vegir færir, jafnvel landa á milli, og að þeir geta borið hugðarefni sín fram á mannfundum með þeim hætti, að á þá sé hlustað engu síður en hina sem hafa líkamsburði til að standa uppréttir. Þannig birtist hann sem fulltrúi þjóðar sinnar á fundum Norðurlandaráðs og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Magnús hugsaði ekki einvörðungu um hag og framtíðarhorfur ís- lendinga, eða öllu heldur — til þess að vega og meta ennþá skýrar okkar málefni kaus hann að sjá veröldina frá stærra sjónarhorni en úr skrif- borðsstólnum heima. Þess vegna tókst hann ferðir á hendur, kynntist þjóðum og kannaði lönd, þar sem þýðingarmiklir kapítular mannkyns- sögunnar voru að hans dómi að gerast. Hann skrifaði bók um Kúbu, aðra um Kína og þá þriðju um Víetnam. Skarpskyggni hins glögga gestsauga leynir sér ekki og lærdómarnir sem hann dregur af því sem fyrir hann bar á annarlegum ströndum eru geymdir í þessum bókum til fróðleiks og umþenkinga fyrir þá sem njóta vilja. Ef draga ætti saman í fáum orðum hugsjónir, störf og boðskap Magnúsar til samtíðar sinnar, verður það naumast beturgert en með hans eigin orðum: „Eg sagði þér hversvegna ég hóf störf við Þjóðviljann. Sjálfstæði Islands, stjórnarfarslegt og efnahagslegt, var umhugsunarefni mitt, og það hefur haldist alla tíð síðan í öllum störfum mínum. Ég hugsaði um það sjálfstæði sem Jón Helgason brýndi fyrir mér forðum, ekki form, hégómaskap og tilfinningasemi, heldur að þjóðin sannaði í verki að hún kynni að nota sjálfstæðið til að koma á fegurra mannlífi hér en í heiminum umhverfis. Þessi hugsun hefur verið mér lykill til þess að meta öll mál, hvort sem ég vann við Þjóðviljann, á þingi eða i stjórnar- ráðinu, en ég hirði ekki um að tíunda það frekar. Við skulum ekki gleyma því að fullt sjálfstæði er forsenda þess að við komum á sósíalisma sem miðast við hefðir og viðhorf þessarar litlu þjóðar.“ Svo mörg eru þau orð, og þar er engu við að bæta. Þau voru hans testament, hans leiðarsteinn í lífi og starfi. Magnús Kjartansson kom í heiminn á köldum vetri, hann kunni ævinlega vel að meta íslenska náttúru i öllum hennar margvíslegu myndum, og hann sofnaði síðasta blundinn þegar hásumardýrðin var alls 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.