Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 27
Frá Hírósíma til . . . „force de frappe“, með framleiðslu nifteindasprengju og sjötta kjarnorkukafbáts- ins sem búinn er atómeldflaugum. Kjarnorkuvitfirringin er greinilega smitandi. Norðurlöndin kjamorkuvopnalaust svceði Þróunin eftir síðari heimsstyrjöld, ekki síst á síðasta áratug, hefur sett Noreg og Norðurlönd yfirleitt í hernaðarlega viðkvæma stöðu. Víðtæk vopnuð átök milli risaveldanna tveggja leiðir óhjákvæmilega til kjarnorkustríðs. Það er blekking að ímynda sér að tilvist kjarnorkuvopna byggist á því að þau verði ekki notuð við slíkar aðstæður. Noregur verður vafalaust eitt af fyrstu löndum sem dregst inn í þess háttar átök. Ekkert heimsins bandalag getur komið í veg fyrir það. Það er líka staðreynd að hernaðarþróun risaveldanna beinist nú að því að atómstríð verði bundið við Evrópu. Sovétríkin gildir það væntanlega einu hvort hinn evrópski hluti ríkisins verður eyðilagður af kjarnorkuvopnum sem eru staðsett í Evrópu eða langdrægum eldflaugum frá meginlandi Ameríku. En meðal bandarískra ráðamanna virðist þeirri blekkingu sífellt aukast fylgi að hugsanlegt sé atómstrið sem sé bundið við Evrópu, og ennfremur að í slíku stríði sé hægt að berjast til sigurs. Þetta eru tröllslegar blekkingar og stórhættulegar því þær stuðla að því að ryðja burt þeim hömlum sem settar hafa verið gegn hugsanlegri notkun kjarnorkuvopna. Um leið veikist sú sjálfsagða forsenda að atómstríð sé óhugsandi. Ég tel að við slíkar aðstæður hafi Norðurlöndin mikilvægu hlutverki að gegna í þágu slökunar og afvopnunar í Evrópu. Á afvopnunarráðstefnu SÞ 1978 var lýst fylgi við hugmyndina um kjarnorkuvopnalaus svæði. Stofnun slíkra svæða var þar talin „mikilsvert frumkvæði til afvopnunar“ og ályktað að stuðla bæri að stofnun slíkra svæða með það framtíðarmarkmið i huga ,,að heimurinn verði að fullu laus við hvers konar kjarnorkuvopn."13 Norðurlöndin undirrituðu „framkvæmdaáætlunina“ á þessari afvopnunar- ráðstefnu, þ. á m. þau atriði hennar þar sem kjarnorkuvopnalaus svæði eru talin mikilvægir áfangar til afvopnunar. Norðurlandamönnum er nú meiri nauðsyn en nokkru sinni að reyna í sameiningu að koma í veg fyrir að Norðurlönd verði vígvöllur kjarnorkustríðs. Stöðvun kjarnorkuvopnakapphlaupsins á því miður langt í land, og þá ekki síður útrýming kjarnorkuvopna úr vopnabúrum risaveldanna, ef af henni verður nokkru sinni. En fram að því gæti myndun kjarnorkuvopnalausra svæða verið tilvalinn grundvöllur afvopnunar- og slök- unarstarfs. Einkum í ljósi nýrra og breyttra viðhorfa gætu kjarnorkuvopnalaus svæði verið mótframlag Norðurlanda sem gæti gefið slökunarstefnu nýjan byr. Endanlegt markmið ætti auðvitað að vera kjarnorkuvopnalaus Evrópa. En 273
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.