Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 6

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 6
IV Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Frá ritstjóra Að skilja eða bæta Mat á gildi menntarannsókna hefur færst nokkuð frá áherslu á skilning og skýringu til áherslu á hagnýtingu. Á sama tíma hafa ýmsir aðilar sem veita fé til rannsókna, ekki síst opinberir, aukið áhrif sín á efnisval og vinnubrögð við rannsóknir. Þeir sem sækja um fé til menntarannsókna eru því iðulega í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli hefðbundins rannsóknafrelsis annars vegar og fylgispektar við viðmiðanir úthlutunarnefnda hins vegar þar sem hagnýtingarsjónarmið, samstarf um rannsóknir og alþjóðleg tengsl eru í auknum mæli metin til hagsbóta. Taka má undir þau sjónarmið að niðurstöður rannsókna ættu fyrr eða síðar að skila sér í umbótum á sem flestum sviðum mannlífsins í heiminum. Að því leyti sé rannsóknarfé fjárfesting til langs tíma sem huga skuli að jafnt í góðæri sem krepputíð. Einnig má samsinna því að þetta eigi jafnt við um rannsóknir í menntamálum sem aðrar rannsóknir. Til áréttingar má geta þess að fræðikenningar menntarannsókna hafa margar hverjar ekki þann tilgang einan að skilja eða skýra heldur fela þær oftast í sér óskir um að heimurinn breytist á tiltekinn veg. Þessi „normatífi“ hugsunarháttur stríðir gegn hefðbundinni, gagnrýninni rannsóknarhugsun sem forðast yfirleitt að fjalla um hvað sé rétt og rangt. Í menntarannsóknum er víðast hvar viðurkennt að ekki sé hægt að forðast hina „normatífu“ hugsun alfarið, hið siðræna sjónarhorn hafi oftast yfirhöndina gagnvart hinu raunsæja. Þetta gerir menntarannsóknir einkar menningarbundnar. En - menntarannsóknir eru af því tagi að mikla áherslu þarf að leggja á skilning og skýringu jafnframt hagnýtingu. Það er fjölmargt sem skiptir meginmáli í flóknum náms- og kennslusamskiptum sem við skiljum ekki ennþá. Hvað veldur til dæmis námsáhuga barna og unglinga? Hvað ræður því hvort nemendum líður vel í skóla eða ekki? Við vitum hreinlega ekki nógu mikið um hvernig nám fer fram eða hvaða kennsluaðferðir duga best og hvers vegna; eða hvaða áhrif menntastofnanir hafa á nám og kennslu. Þess vegna þurfum við að þróa nýjar kenningar og rannsóknaraðferðir; við þurfum að gæta okkar að draga ekki of víðtækar ályktanir, til dæmis um orsakatengsl, af takmörkuðum niðurstöðum yfirborðskenndra kannana. Þetta er ítrekað vegna þess að skóla- og fræðslustarf er ein fjölmennasta og dýrasta tilraun sem þjóðfélagið stendur fyrir með þegna sína og of mikið er í húfi til að við höfum nokkur efni á því að standa í stað. Til að fyrirbyggja slíkt er til dæmis brýnt að starfendur í skólum hafi náið samstarf við rannsakendur. Niðurstöður úttektar á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála árið 2005 voru einmitt þær m.a. að stefna bæri að sameiginlegri endurskoðun á vinnubrögðum og aukinni samvinnu milli hinna ýmsu hagsmunaaðila um skólastarf og menntarannsóknir. Mikil þróun hefur orðið í menntarannsóknum hér á landi síðastliðin 10 ár og hún heldur áfram. Á þessu tímabili hefur menntuðum rannsakendum fjölgað hratt enda framboð á rannsóknartengdu framhaldsnámi í miklum vexti um allan heim. Félag um menntarannsóknir var stofnað fyrir nokkrum árum og tvö tímarit sem birta rannsóknarritgerðir á sviðinu (Netla og Tímarit um menntarannsóknir) hófu göngu sína til viðbótar því tímariti (Uppeldi og menntun) sem fyrir var. Nokkur stór rannsóknarverkefni hafa verið unnin fyrir íslenska og erlenda styrki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.