Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 10

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 10
8 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 þátttöku foreldra, starfsanda, forystu og samstarf kennara. Aðstæður í kennslustofu - skýra um 13% af breytileika í námsárangri nemenda. Hér er átt við gæði kennslu, gerð námskrár og bekkjarstjórnun. Aðstæður hjá nemendum - skýra um 80% af breytileika í námsárangri nemenda. Hér er átt við áhuga nemenda á því sem verið er að kenna, heimilisaðstæður, fyrra nám nemenda og viðhorf þeirra til náms. Viðlíka samantekt og hjá Marzano var gerð af Scheerens og Bosker (1997). Niðurstöður eru svipaðar en þeir eru varfærnari í ályktunum sínum. Benda þeir á að mikill munur sé á skilgreiningum og aðferðum milli rannsókna og því sé erfitt að setja fram afdráttarlausar hlutfallstölur um áhrif hvers þáttar fyrir sig. Það breytir þó varla því að samkvæmt þessum niðurstöðum hafa aðstæður nemenda mest áhrif og er námsáhugi þeirra lykilatriði. Hugtakið áhugi eða áhugahvöt (e. motivation) er aldrei langt undan þegar rætt er um forsendur fyrir farsælu námi. Nám er flókið ferli þar sem bæði nemendur og kennarar eru í aðalhlutverkum. Í skýrslu OECD (2000, bls. 31) segir: „Þau skilaboð sem niðurstöður margra rannsókna senda okkur eru að nemendur læra ef kennarar vænta þess að þeir læri.“ Skilaboð þeirra skipta því máli en það gera að sjálfsögðu einnig væntingar foreldra og nemenda sjálfra um eigin getu og árangur. Pintrich og Schunk (1996) benda á að margir tengi hugtakið áhugahvöt við innri krafta, eðlishvöt. Þeir segja atferlissinna aftur á móti líta á hana sem hegðun sem verði til og viðhaldist fyrir tilstilli styrkingar og hvatn- ingar. Á hinn bóginn leggja fylgjendur hugrænnar sálfræði áherslu á að hugsanir, skoðanir og tilfinningar hafi áhrif á áhugahvöt. Pintrich og Schunk benda á að vissulega séu þeir sem aðhyllast hugrænar áherslur ekki allir sammála um skilgreiningu á áhugahvöt en flestir geti þó fallist á að hún sé ferli þar sem einhver virkni á sér stað til að ná ákveðnu takmarki. Af því leiðir að styðjast má við hegðun sem eins konar mælikvarða á áhugahvöt, svo sem hvernig viðfangsefni einstaklingur velur sér og hversu mikið hann er tilbúinn að leggja á sig til að ná settu markmiði. Í skýrslu OECD (2000) er talað um mikil- vægi þess að vekja og viðhalda námsáhuga nemenda, ekki síst ef haft er í huga að u.þ.b. 15 til 20% nemenda í OECD-löndunum hætta námi áður en þeir hafa öðlast lágmarkshæfni á einhverju sviði. Fullorðnir hafa þessir nemendur afar takmarkaða möguleika á að finna vel launaða vinnu og vera stöðugt á vinnumarkaði. Í framangreindri skýrslu er því haldið fram að sálfræðilegar rannsóknir á námsáhuga hafi haft lítil áhrif á starfið í kennslustofunni. Ástæðan sé meðal annars fjöldi þátta sem geti haft áhrif til góðs eða ills á áhugahvöt nemenda enda sé námsáhugi flókið fyrirbæri (OECD, 2000). Vísindaráð Bandaríkjanna hefur sett fram lista yfir nokkra þætti sem hafa áhrif á námsáhuga skólabarna. Þeir eru samkvæmt skýrslu ráðsins (National Research Council, 1999): Efnislegir þættir; m.a. heilsa, næringar- • ástand og svefnvenjur. Sálrænir þættir; m.a. sjálfstraust, umbun • og áhugi einstaklinga sem standa nærri nemandanum, t.d. foreldra og kennara. Félagslegir þættir; m.a. stuðningur • fjölskyldu og vinahóps og hversu margt í umhverfi truflar, t.d. sjónvarp og íþróttir. Menntunarlegir þættir; m.a. hvernig • námið er skipulagt, hversu merkingar- bært og erfitt það er. Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.