Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 22

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 22
9. bekk og hvort tveggja fært yfir á kvarða með hæsta mögulega gildi 100, þá fengju 3. bekkingar 77 stig að meðaltali, 6. bekkingar 51 stig og 9. bekkingar 40 stig. Nemendur í 3. bekk voru spurðir um viðhorf til þess að reikna en nemendur í 6. og 9. bekk um viðhorf til stærðfræði. Ef meðaltölin væru færð yfir á 100 stiga kvarða væru 3. bekkingar með 80 stig, 6. bekkingar með 64 stig og 9. bekkingar með 59 stig. Samkvæmt þessu virðist því draga jafnt og þétt úr námsáhuganum með hækkandi aldri nemenda. Upplýsinga um námsáhuga var einnig aflað hjá foreldrum. Spurningar og fullyrðingar sem lagðar voru fyrir þá voru sambærilegar á milli bekkja. Fimm fullyrðingar voru um almenn atriði sem tengjast skólanum og má sjá þau í 4. töflu. Auk þess voru foreldrar barnanna beðnir að meta hvort börnunum þætti gaman að læra íslensku og stærðfræði og foreldrar barnanna í 6. og 9. bekk hvort börnunum þætti gaman að læra erlend tungumál. Þessar fullyrðingar voru þáttagreindar og benda niðurstöður til þess að um einn þátt sé að ræða. Í 4. töflu sést fylgni á milli svara foreldra barnanna við fullyrðingum um námsáhuga. Í öllum tilfellum er um jákvæða fylgni að ræða og áreiðanleiki þessara fullyrðinga er viðunandi, alfa=0,88. Þegar skoðaðar eru þær fullyrðingar sem meta áhuga almennt sést á 6. mynd að mat foreldra er að áhuginn minnki þegar líður á skólagönguna. Þannig telja foreldrar barna í 1. bekk áhugann marktækt meiri en foreldrar barna í 3. bekk á öllum fullyrðingum nema þeirri að barnið hlakki til að fara aftur í skólann að loknu sumarfríi. Foreldrar barna í 3. bekk meta áhugann marktækt meiri en foreldrar barna í 6. bekk á öllum fullyrðingum. Síðan virðist hægja á þessari þróun því ekki er marktækur munur á mati foreldra barna í 6. og 9. bekk. Á 7. mynd sést síðan mat foreldra á áhuga barnanna á einstökum námsgreinum. Draga virðist jafnt og þétt úr áhuga barnanna á íslensku. Í stærðfræði dregur mikið úr áhuga á milli 3. og 6. bekkjar en síðan er lítil breyting. Marktæk minnkun er á áhuga frá 6. til 9. bekkjar á að læra erlend tungumál. Sömu fullyrðingar úr spurningalista til foreldra eru skoðaðar eftir kyni og bekk á myndum 8 og 9. Það er mat foreldranna að stúlkurnar séu áhugasamari en drengirnir og að smám saman dragi úr áhuga barnanna. Kynjamunur eykst eftir því sem börnin verða eldri (sjá 8. mynd). Á mynd 9 sést að jafnt og þétt dregur úr áhuga barnanna, að mati foreldranna, á að læra íslensku eftir því sem þau eldast. Stúlkurnar eru þó taldar hafa meiri áhuga en piltar. Svipað mynstur kemur fram í erlendu málunum og íslensku en stærðfræðin fylgir öðru mynstri. 20 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 9. mynd. Meðaltal og öryggisbil (95%) svara foreldra um áhuga barna sinna á ákveðnum námsgreinum eftir kyni og bekk. Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.