Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 36

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 36
34 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Tilurð danska tvíundakerfisins árið 2000 má rekja til þess að menntamála yfir völd hvöttu til sameiningar fjögurra eða fimm starfsmenntaskóla í eina skólastofnun og þá urðu til u.þ.b. tuttugu skólar fyrir framhaldsnám (d. centers for videreuddannelse), skammstafað CVU (Rasmussen, 2004). Árið 2007 var gengið lengra í sameiningu þar sem allar CVU- stofnanir (auk flestra þeirra starfsmenntaskóla sem höfðu ekki verið sameinaðir í CVU) voru sameinaðar í átta fagháskóla. Áætlað er að fagháskólarnir verði sex á næstu árum (Lov om professionshøjskoler for videregående uddannelser no. 562/2007). Danska tvíundakerfið gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði CVU/fagháskólanna frá háskólunum og sker sig úr hvað það varðar í samanburði við Noreg og Finnland. Rökin fyrir þessari niðurstöðu eru þau að kennarar í CVU og síðar fagháskólunum hafa ekki háskólatitla og eiga ekki að stunda rannsóknir en hins vegar er löng hefð fyrir því að þeir vinni að þróunarverkefnum. Námi lýkur ekki með háskólagráðu heldur diplómu sem kallast professionsbachelor og er nokkurn veginn jafngild fyrstu háskólagráðu en það tók nokkurn tíma að fá þá viðurkenningu líkt og í Finnlandi. Nokkur merki eru því um bóknámsrek þó að það sé hægara en í Finnlandi og Noregi.4 Svo virðist sem bilið á milli hefðbundinna háskóla og fagháskóla sé þó að minnka. Í janúar 2008 fór Háskólinn í Árósum fram á viðurkenningu til að fá að bjóða upp á námsbraut fyrir kennara grunnskólans sem lyki með háskólagráðu. Nám þessarar starfsstéttar er annars innan fagháskólanna. Danmarks Akkrediteringsråd veitti viðurkenninguna en danska ríkisstjórnin hafnaði hins vegar beiðni um heimild til að starfrækja þessa braut að sinni. Nefnd var sett á laggirnar til að athuga möguleikana á samvinnu fagháskólanna og háskólanna hvað þetta snerti. Danska ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir að hún styðji háskólana í að bjóða upp á námsbraut fyrir kennara grunnskólans í samvinnu við fagháskólana og ljúki því námi með háskólagráðu. Fagháskólarnir starfrækja engu að síður námsbrautir fyrir grunnskólakennara sem lýkur ekki með háskólagráðu. Sameinað kerfi í Svíþjóð og á Íslandi Árið 1977 hurfu Svíar frá tvíhliða kerfi og tóku upp sameinað kerfi. Þeir færðu litla starfsmennta-högskola inn í hefðbundna háskóla ef þá var að finna í grennd við háskólana. Ef svo var ekki voru högskolarnir starfræktir áfram. Í fyrstu var mikill munur á högskolum og hefðbundnum háskólum og áttu kennarar högskola að kenna en ekki að stunda rannsóknir (Fritzell, 1998). Sænska háskólastigið (s. högskolesystemet) er kennt við stofnanir sem eru lægra settar í kerfinu, þ.e.a.s. högskola en ekki við universitet eins og venja er annars staðar (Bretland, Ísland). Samkvæmt lögum um sænska háskólastigið frá 1992 verður kerfið samhæfðara en áður, m.a. eiga allir kennarar að stunda rannsóknir (Högskolelagen nr. 1434/1992). Sænskt háskólakerfi er um margt óljóst; þar eru hefðbundnir háskólar en einnig högskolor sem eru ekki með virðingarstöðu háskóla en geta fengið hana að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stundum er talað um sænska kerfið sem dulið tvíundakerfi (Kim, 2002; Kyvik, 2004).5 Upphaf sameinaðs kerfis á Íslandi má rekja til laga um háskóla frá 1997. Á Íslandi var háskólastigið víkkað út á árunum frá 1971 en þá varð Kennaraháskóli Íslands annar háskóli Íslendinga. Á svip uðum tíma færðist menntun hjúkrunarfræðinga inn í Háskóla Íslands. Smám saman hefur menntun annarra starfsstétta, sem ekki var á háskólastigi, færst inn í háskólana tvo eða fengið stöðu háskóla. Nýir háskólar hafa einnig verið stofnaðir. Þessar breytingar urðu smám saman og innan einstakra stofnana án heildrænnar stefnumörkunar stjórnvalda um háskóla stigið (Jón Torfi Jónasson, 2004b). Með samþykkt laga um háskóla frá 1997 tóku Íslendingar upp sameinað kerfi þar sem háskóli varð samheiti stofnana á háskólastigi, sem nú eru sjö, en aðrar stofnanir eru á framhalds skólastigi. 4 Gyða Jóhannsdottir (2007) fjallar nánar um bóknámsrek dönsku fagháskólanna. 5 Gyða Jóhannsdóttir (2006) fjallar nánar um bóknámsrek í sænska háskólakerfinu. Gyða Jóhannsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.