Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 39
37 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 allir háskólarnir skyldu stunda rannsóknir, sem á alþjóðavísu er eitt af meginhlutverkum háskóla. Í 2. grein laganna segir: „ ... háskóli er menntastofnun sem jafnframt sinnir rannsóknum ef svo er kveðið á um í reglum og starfsemi hvers skóla.“ Þá buðu þessir skólar ekki allir upp á nám til æðri háskólagráðu. Í 2. töflu er tekið mið af töflu 4.1 hjá Jóni Torfa Jónassyni (2004b, bls. 141) þar sem sýnt er yfirlit um uppruna og þróun háskólastigs og starfsemi íslenskra háskólastofnana árið 2001samkvæmt því sem lög eða skipulagsskrár tilgreina. Tafla 2 sýnir að í sérlögum eða skipulags- skrám var einungis kveðið á um að rannsóknir væru stundaðar í fjórum af átta háskólum, meistaranám var einungis starfrækt í þrem háskólum og tveir voru með nám til doktorsgráðu. Mikil þróun hefur hins vegar átt sér stað síðan 2001 og samkvæmt lögum um háskóla frá 2006 eiga allar háskólastofnanir að stunda rannsóknir. Samkvæmt lögunum eiga þær einnig að sækja um heimild til að starfrækja meistaranám eða doktorsnám. Tafla 3 sýnir samanburð á akademískri starfsemi háskólanna árið 2001 og 2008. Tafla 3 sýnir að árið 2008 stunda allir háskólarnir rannsóknir, enda kveðið á um það í lögum um Háskóla nr. 63/2006. Sjö af átta háskólum starfrækja nám til meistaraprófs, þrír af átta bjóða upp á nám til doktorsgráðu og Háskólinn í Reykjavík er með doktorsnám í undirbúningi. Þessi samanburður sýnir öra þróun innan íslenska háskólastigsins, stofnanirnar eru smám saman að uppfylla þær kröfur sem yfirleitt eru gerðar til háskóla. Er íslenskt millikerfi í sjónmáli eða liggur leiðin enn í háskólana? Millikerfi er ekki greinanlegt á íslenska háskólastiginu og það greinir þróun þess fyrst og fremst frá þróun háskólastigsins annars staðar á Norðurlöndum, að því sænska þó að vissu marki undanskildu. Íslenska háskólastigið er einnig ungt í samanburði við háskólastig hinna landanna. Það vekur upp þá spurningu hvort um sé að ræða tímabundið ástand og að íslenskt millistig geti verið í þann veginn að skapast. Nokkur teikn eru á lofti um að svo geti verið. Það verður að hafa hugfast að breytingarnar í nágrannalöndum okkar, sem hér hafa verið raktar, fólust að verulegu leyti í því að skólar eða einstakar námsgreinar sem voru á framhaldsskólastigi færðust smám saman upp í kerfinu, stundum upp á millistig, stundum nokkuð beint á háskólastig; þótt það hafi einkum átt við hér á landi hvað varðar hina formlegu hlið þar sem greina má stigvaxandi breytingar á bak við lagarammann. Þegar litið er til þróunar nokkurra íslenskra 2. tafla. Yfirlit um uppruna, þróun og starfsemi háskóla 2001. Stofn- ár Háskóli ár Rannsóknir Bakkalár- gráða Masters- gráða Doktors- nám Háskóli Íslands (HÍ) 1911 1911 já já já já Kennaraháskóli Ísl. (KHÍ) 1908 1971 já já já já Tækniskólinn (TS) 1964 1973 nei já nei nei Háskólinn á Akureyri (HA) 1987 1987 já já já nei Háskólinn í Reykjavík (HR) 1998 nei já nei nei Listaháskóli Íslands (LHÍ) 1932 1999 nei já nei nei Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri (LHH) 1947 1999 já já nei nei Viðskiptaháskólinn á Bifröst (VHB) 1918 1994 nei já nei nei Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.