Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 43
41 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 gæti orðið mun árangursríkari ef um leið væri hugað að námi að loknum framhalds skóla, námi sem ekki væri undir merkjum háskólanna. Þrátt fyrir þau rök sem hér hafa verið talin er margt sem bendir til þess að Íslendingar haldi sig við sameinað kerfi, sem nú virðist í raun vera að þróast yfir í háskólaráðandi kerfi; það þýðir að leið allra framhalds skóla nemenda liggi í háskólana en ekki á sérstakt fagháskólastig. Ástæðan er einkum fámenni og fjöldi háskólanna. Almennt er talið að háskólar þurfi að ná ákveðinni stærð, þ.e.a.s. nemendafjölda, til að unnt sé að byggja upp nauðsynlega stoðþjónustu og fjölbreytt námsframboð svo og góðar aðstæður til rannsókna. Íslenskir háskólar eru hins vegar flestir mjög fámennir á alþjóðavísu sbr. 4. töflu hér fyrir neðan 4. tafla sýnir að flestir íslenskir háskólar eru ákaflega litlir, að undanskildum Háskóla Íslands sem verður með tæplega 12.000 nemendur eftir sameining una við Kennaraháskóla Íslands. Næstur kemur Háskólinn í Reykjavík með um 3.000 nemendur. Hinir háskólarnir eru allir mun minni. Aðrar þjóðir leggja áherslu á að sameina háskólastofnanir sem eru of litlar. Taka má Finna sem dæmi, en samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á finnska háskólastiginu er m.a. áætlað að sameina háskóla sem eru með færri en 2.000 nemendur á næstu tólf árum og það sama gildir um tækniskóla sem eru með færri en 3.000 nemendur (Finnska menntamálaráðuneytið, 2008). Þar sem fjármögnun háskólakennslu er að miklu leyti ákvörðuð samkvæmt reiknilíkani sem byggist á nemendafjölda og þreyttum einingum keppast há skólarnir við að laða til sín nemendur. Þess vegna má færa ákveðin rök fyrir því að talsmenn háskól anna myndu beita sér gegn uppbyggingu milli stigs milli háskóla og framhaldsskóla og teldu ákjósanlegt að nemendur með viðbótarnám úr framhaldsskólanum gætu haldið áfram námi til diplómu innan háskólanna eða jafnvel hafið nám til háskólagráðu. Af frumvarpi til laga um framhaldsskóla frá 2008 má ætla að ráðamenn menntamála sjái einnig fyrir sér að viðbótarnám framhaldsskólanna verði metið inn í háskólana ef þess verður óskað. Í athugasemdum um nýtt einingakerfi framhaldsskólanna er tekið fram að það sé hið sama og í háskólunum og sé það í samræmi við það sem gerist í þeim löndum sem vinna samkvæmt Bologna-ferlinu en þar færist í vöxt að boðið sé upp á nám að loknum framhaldsskóla (e. post-secondary education). Samræmt einingakerfi háskóla og framhaldsskóla auðveldar mat á milli skólastiga. Athugasemdir um viðbótarnám hníga í sömu átt, en þar er átt við viðbótarnám að loknum öðrum lokaprófum á framhaldsskólastigi, svo sem nám til iðnmeistaraprófs í löggiltum iðngreinum. Höfundar frumvarpsins gera ráð fyrir að mælst verði til að þetta viðbótarnám verði metið til eininga á háskólastigi samkvæmt heimild í lögum um háskóla frá 2006. Leiðin liggur því sennilega áfram í háskólana, þrátt fyrir mikilvæg rök fyrir því að byggja upp fagháskóla. Abstract Destination university – or what? During recent decades governments have tried to offer diversified higher education by dichotomizing higher education, thus creating a so-called binary system of higher education, where non-university institutions exist parallel to universities and offering a relatively short professional course of education (Scott, 1995). The mission of the non-university institutions 4. tafla. Fjöldi nemenda í íslenskum háskólum 2007. Stofnanir Nemendafjöldi HÍ 9.586 KHÍ 2.241 HR 2.907 HA 1.305 LHÍ 380 LBH 286 VHB 744 HH 121 Hagstofa Íslands, 2008 Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.