Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 49
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 47 Náms- og starfsráðgjöf er ung grein í örum vexti hérlendis. Síðastliðna áratugi, og ekki síst undanfarin ár, hefur áhersla verið lögð á áframhaldandi uppbyggingu ráðgjafar í skólum (Menntamálaráðuneytið, 2007) og einnig á vinnumarkaði (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2007). Ört vaxandi fjöldi háskólastúdenta og fjölbreytt námsframboð hefur til dæmis aukið eftirspurn eftir ráðgjöf um val á námi við Háskóla Íslands (Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, 2007). Auk þess hafa stjórnvöld sett fram skýrari kröfu um skilvirkni opinberra stofnana (Menntamálaráðuneytið, 2004) sem kallar á að leiða sé leitað til að gera þjónustu náms- og starfsráðgjafa og starfseininga þeirra markvissari og gagnlegri. Þar sem aðaláhersla hefur verið lögð á uppbyggingu náms- og starfsráðgjafar hérlendis undanfarin ár kemur ekki á óvart að árangur hennar hefur lítið verið metinn á kerfisbundinn hátt á Íslandi. Erlendar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að náms- og starfsráðgjöf ber árangur (sjá Brown og Ryan Íslensk þýðing og þáttabygging CTI: Mat á hamlandi hugsunum í ákvarðanatöku um nám og störf María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal Háskóla Íslands Ágrip: Bandarískur spurningalisti, Career Thoughts Inventory (CTI), metur hamlandi hugsanir við ákvarðanatöku um nám og starf. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika og notagildi CTI meðal íslenskra háskólastúdenta. Var listinn þýddur yfir á íslensku og lagður fyrir 314 almenna háskólastúdenta og 93 ráðþega Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ). Áreiðanleiki íslenskrar útgáfu CTI og þriggja undirkvarða hans var viðunandi og sambærilegur við áreiðanleika upprunalegu útgáfunnar. Þáttagreining leiddi í ljós að þáttabygging var aðeins að hluta til sambærileg við þá bandarísku. Ráðþegar reyndust þó hærri en almennir stúdentar á öllum kvörðum. Niðurstöður sýna að hægt er að nota listann í heild við mat á hamlandi hugsunum og að hann greinir á milli þeirra sem leita ráðgjafar og annarra en skoða þarf þáttabyggingu hans og einstök atriði nánar með tilliti til íslensks veruleika. Niðurstöður benda þannig til að heildarniðurstöður á CTI-matslistanum geti nýst við endurskipulagningu á þjónustu náms- og starfsráðgjafar með aukinni áherslu á að meta vanda einstaklings við að taka ákvörðun um nám og starf. Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 47–62 Hagnýtt gildi: CTI-matslistinn (Career Thoughts Inventory) metur hamlandi hugsanir einstaklings þegar hann þarf að taka ákvörðun um nám og störf. Niðurstöður á CTI-listanum segja til um umfang hamlandi hugsana og hversu tilbúinn viðkomandi er að taka ákvörðun. Út frá matinu er hægt að áætla hversu viðamikla ráðgjöf einstaklingurinn þarf, en hærri niðurstöður benda til umfangsmeiri hamlandi hugsana og þörf fyrir meiri ráðgjöf en lágar. Þó að þáttabygging listans hafi ekki fengist að fullu staðfest hérlendis mældust þeir einstaklingar sem leituðu ráðgjafar í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands í tengslum við val á háskólanámi hærri en almennir háskólastúdentar á öllum kvörðum CTI-listans. Þetta rennir stoðum undir notagildi listans í ráðgjöf hérlendis og einnig notagildi líkans um náms- og starfsráðgjöf (CIP) sem hannað hefur verið í Florida State University og byggist á mati á stöðu einstaklingsins í ákvarðanatökuferlinu. Einnig er hægt að nota listann í rannsóknarskyni til að meta áhrif mismunandi aðferða í náms- og starfsráðgjöf á nemendur, eins og opinberir aðilar mælast til. Með slíku mati væri hægt að sýna fram á árangur ólíkra aðferða í náms- og starfsráðgjöf og þróa þjónustuna sem veitt er í samræmi við þær aðferðir sem skiluðu bestum árangri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.