Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 59

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 59
57 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Umræður Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja áreiðanleika og að hluta til réttmæti íslenskrar útgáfu CTI-matslista um hamlandi hugsanir sem tengjast ákvarðanatöku um nám og störf. Áreiðanleiki kvarða reyndist sambærilegur við upprunalega útgáfu (Sampson o.fl., 1996b) og listinn greinir á milli ráðþega og almennra stúdenta. Reyndust ráðþegar frekar þjást af hamlandi hugsunum en stúdentar gera almennt. Þáttabygging listans var aðeins að hluta til sambærileg rannsóknum höfunda hans með bandarískum háskólastúdentum. Þó að ekki hafi verið hægt að endurtaka niðurstöður þáttagreiningar reyndist innri áreiðanleiki kvarða sambærilegur við niðurstöður Sampson og félaga og viðunandi því hann var aldrei undir 0,76 þó svo að einn kvarðinn innihaldi aðeins fimm atriði. Niðurstöður þáttagreiningar voru að mörgu leyti hinar sömu og í rannsóknum höfunda (Sampson o.fl., 1996b) þó einnig komi fram nokkur munur á þáttalausnum landanna. Vert er að nefna að fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þvermenningarlegu gildi CTI-listans. Notagildi finnskrar þýðingar listans hefur þó verið rannsakað og leiddi þáttagreining á svörum finnskra háskólastúdenta í ljós svipaða þætti og hjá bandarískum háskólastúdentum (Lerkkanen o.fl., 2007). Í íslensku þáttagreiningunni komu tveir af þremur undirkvörðunum (skuldbindingarkvíði og, aðallega, ringulreið) ekki skýrt fram sem tveir aðskildir þættir. Atriði sem tilheyra skuldbindingarkvíða hlaða hæst á einn þátt ásamt sex atriðum sem tilheyra ringulreiðarkvarðanum og öðrum sex, af nítján atriðum, sem ekki falla undir neinn af undirkvörðunum samkvæmt höfundum listans. Þau átta atriði sem eftir standa af fjórtán atriðum ringulreiðarkvarðans virðast mynda sérstakan þátt (þátt tvö) í íslensku gögnunum. Þegar innihald þessara átta atriða er skoðað má segja að þau snúi að innri einkennum einstaklingsins, þ.e. sjálfsþekkingu hans og líðan, auk þess sem öll atriðin tengjast bæði námi og starfi. Sex af tíu atriðum skuldbindingarkvíða á þætti eitt tengjast hins vegar aðeins störfum og ná yfir bæði innri og ytri þætti, svo sem líðan, vitneskju og val einstaklings. Ef merking atriða sem hlaða hátt á skuldbindingarkvíða eru skoðuð sést að fimm atriði af sex sem tilheyra ringulreiðarkvarðanum tengjast störfum en eitt starfi og námi. Flest þeirra tengjast ytri þáttum eins og ákvarðanatökuferlinu og þekkingu á störfum. Fjögur af atriðunum sex sem tilheyra engum undirkvarða, en hlaða hátt á skuldbindingarkvíða, tengjast störfum en tvö námi og starfi. Þessi atriði snúa jafnframt að ytri þáttum, svo sem ákvarðanatökuferlinu og upplýsingum. Fountaine (2001) hefur gagnrýnt höfunda fyrir að hafa ekki rökstutt vel af hverju nítján atriði sem ekki tilheyra neinum af undirkvörðunum eru höfð í listanum. Sum þessara atriða haga sér öðruvísi í íslensku gögnunum en þeim bandarísku og gera þáttalausnina erfiðari í túlkun. Fountaine telur þó mögulegt að þau eigi að tryggja innihaldsréttmæti heildarlista CTI þar sem öll atriði hans eiga rætur að rekja til átta innihaldssviða CIP-kenningarinnar. Þetta gerir okkur erfiðara fyrir í túlkun íslensku niðurstaðnanna þar sem ekki er hægt að bera þær saman við skýr og vel afmörkuð kenningaleg líkön um formgerð hamlandi hugsana sem tengjast ákvarðanatöku. Atriðin átta sem hlaða hæst á ringulreið snúa öll að innri einkennum einstaklingsins og tengjast bæði námi og starfi eins og þegar hefur verið nefnt. Hins vegar tengjast flest atriðin sem hlaða á skuldbindingarkvíða, óháð því hvaða þætti þau eiga að tilheyra, ytri þáttum, svo sem ákvarðanatökuferlinu, og ná aðeins til starfs. Það vekur upp þá spurningu hvort íslenskum háskólastúdentum finnist meiri skuldbinding felast í því að velja sér framtíðarstarf en háskólanám og í því sé menningarmunur á milli íslenskra og bandarískra stúdenta meðal annars fólginn. Á Íslandi hefur fólk hingað til haft tiltölulega greiðan aðgang að háskólanámi, íslenskir ríkisháskólar taka við öllum sem uppfylla inntökuskilyrði og krefjast engra skólagjalda af stúdentum á meðan erfiðara Íslensk þýðing og þáttabygging CTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.