Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 66

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 66
64 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Helga Rut Guðmundsdóttir „tónmennt“ voru: hreyfing og tjáning, hljóðgjafar og hljóðfæri og hlustun og kynning (Stefán Edelstein, Egill Friðleifsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Sigríður Pálmadóttir, Jón Ásgeirsson og Njáll Sigurðsson, 1972; Aðalnámskrá grunnskóla, 1976). Auk þess er minnst á nótnalestur, ritun, flutning og greiningu tónlistar bæði í námsefni og í umfjöllun um námsgreinina í ýmsum ritum frá og með 1972 (Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Njáll Sigurðsson, Þórunn Björnsdóttir og Herdís H. Oddsdóttir, 1990). Það má því segja að á síðustu áratugum 20. aldarinnar hafi tónlistarfræðsla í skyldunámi breyst úr söngkennslu í margþætta námsgrein sem spannaði vítt svið. Til vitnis um aukið umfang greinarinnar má benda á að í námskránni frá 1960 spannaði umfjöllunin um tónlist sjö blaðsíður en í námskránni frá 1976 er fjallað um námsgreinina tónmennt á 47 blaðsíðum. Námsgreinin tónmennt heyrir undir yfirheitið „Listgreinar“ í núgildandi lögum um grunnskóla (Lög um grunnskóla, nr. 66/1995). Þeim hatti deilir námsgreinin með fjórum öðrum listgreinum, þ.e. dansi, leiklist, myndlist og textílmennt. Lögin kveða á um að fjórum kennslustundum á viku (160 stundum alls) skuli að jafnaði varið til kennslu listgreina í 1.–8. bekk, en ekki er að öðru leyti fjallað um skiptingu tíma milli greina. Samkvæmt lögum skal aðalnámskrá fjalla nánar um útfærslu þeirra. Í Aðalnámskrá grunnskóla 1999 sker námsgreinin tónmennt sig frá hinum listgreinunum að því leyti að gengið er út frá því að nemendur í 1.–8. bekk fái tvær kennslustundir á viku í greininni. Ekki er að finna sams konar ákvæði um tímafjölda fyrir hinar listgreinarnar. Það gætir því misræmis milli listgreina í núgildandi aðalnámskrá sem getur skapað togstreitu og gerir hvorki stjórnendum skóla né málsvörum listgreina auðvelt fyrir. Ef tekið er mið af Aðalnámskrá grunnskóla um tónmennt, þá skal kenna tónmennt í tvær stundir á viku frá 1. bekk upp í 8. bekk. Þá eru aðeins tvær stundir eftir til að deila milli fjögurra annarra listgreina nema felld sé niður kennsla í einhverri þeirra eða heildartímafjöldi til listgreina aukinn umfram lögboðnar fjórar stundir á viku. Umfjöllun um námsgreinina tónmennt í fjölmiðlum dregur gjarnan dám af þeirri togstreitu sem hér um ræðir þar sem óskýrt er hversu mörgum stundum er skylt að verja til kennslu í greininni. Þá er gjarnan vísað til þess að nemendur eigi rétt á fleiri kennslustundum en þeir fá í tónmennt: „Tónlistin er hins vegar afskipt í skólanum og réttindi barna brotin“ (Bergþóra Jónsdóttir, 2006). Fleira kemur til, svo sem afnám kennsluafsláttar tónmenntakennara í kjarasamningum 2001 sem hratt af stað umræðu um niðurlægingu greinarinnar í skólum landsins. Þar má nefna sem dæmi fyrirsagnir eins og: „Verður tónmennt úthýst úr grunnskólum landsins?“ (Þórunn Björnsdóttir, 2001), og fullyrðingar á borð við: „Á undanförnum árum hefur tónmennt sem kennslugrein átt undir högg að sækja“ (Sigursveinn Magnússon, 2004). Í skýrslu sem gerð var á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur kveður við svipaðan tón þar sem talað er um langan aðdraganda að vanda tónmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur. Þar er rætt um skort á tónmenntakennurum, óhagstæða kjarasamninga og kennsluálag sem ástæður vandans (Tillögur um fyrirkomulag tónlistaruppeldis í grunnskólum Reykjavíkur, 2003, bls. 4). Skýrslunni fylgir könnun þar sem kemur fram að aðeins lítill hluti grunnskóla í Reykjavík veitti nemendum sínum tvær kennslustundir á viku í tónmennt í öllum bekkjum frá 1.–8. bekk og brjóta því flestir þeirra í bága við það sem gert er ráð fyrir í Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999. Algengara var að tónmennt væri kennd sjaldnar í viku og ekki í öllum árgöngum frá 1. bekk upp í 8. bekk (Niðurstöður könnunar á fyrirkomulagi tónmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur, 2003). Samkvæmt könnun Menntamálaráðuneytisins sama ár kenndu flestir skólar tónmennt einu sinni í viku eða allt að 48% í sumum árgöngum. Færri kenndu tónmennt tvisvar sinnum í viku eða allt að 37% í 2. bekk. Fáir kenndu tónmennt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.