Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 89
87 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 sem eru leikskólastarfinu óviðkomandi. Rúmur helmingur leikskólakennaranna (60%) segist reyna að ráðleggja foreldrum um persónuleg mál ef það snertir barnið. Í könnun Reykjavíkurborgar meðal starfsmanna leikskóla Reykjavíkur voru starfsmenn beðnir að forgangsraða ákveðnum þáttum eftir því hvað þeim fyndist skipta mestu máli í starfi þeirra. Flestir settu áhuga á börnum í fyrsta sæti (Leikskólar Reykjavíkur, 2003). Því má ætla að áhugi á börnum og velferð þeirra sé leikskólakennurum efst í huga. Ráðgjöf eða leiðsögn er vandasöm og getur reynt á. Mikilvægt er að ráðgjafar ætli sér ekki um of í þeim efnum, samanber viðvörunarorð McConkey (1985) þar sem hann bendir á að nauðsynlegt sé að þekkja takmörk sín. Meirihluti leikskólakennara segist fá handleiðslu, oftast frá leikskólastjóra, en sumir leita út fyrir leikskólann. Athygli vekur að lítið er fjallað um ráðgjöf í starfslýsingu almennra leikskólakennara þótt þeir virðist í auknum mæli vera ráðgefandi stétt og búa yfir þekkingu sem foreldrar ungra barna hafa þörf fyrir. Þá má velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að leggja meiri áherslu á foreldrasamstarf og ráðgjöf í námi leikskólakennara. Leikskólakennarar tilheyra nærumhverfi leikskólabarna (Bronfenbrenner, 1979). Þeir umgangast börnin daglega og öðlast því góða þekkingu á hverju barni fyrir sig. Auk þess koma flestir foreldrar daglega í leikskólann og ættu því að hafa gott aðgengi að leikskólakennurum kjósi þeir svo. Þetta er nokkuð sem leikskólakennarar hafa fram yfir ýmsar aðrar stéttir sem vinna með fjölskyldum og börnum og skapar þeim sérstöðu. Vert er að hugleiða hvort hægt væri að nýta þá sérstöðu til að koma enn betur til móts við þarfir foreldra ungra barna og efla þá. Þessi rannsókn er grunnrannsókn og hugsuð sem undanfari frekari rannsókna. Þrátt fyrir fremur lítið úrtak gefa niðurstöður ákveðnar vísbendingar í þá átt að leikskólakennarar séu í vaxandi mæli að verða fagstétt sem býr yfir sérfræðiþekkingu, ljóslega í þeirra eigin augum en einnig hjá talsverðum hópi foreldra. Rannsóknarsjóður Kennaraháskóla Íslands veitti styrk til þessarar rannsóknar og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Abstract Professional advice as part of the preschool – parent collaboration This article presents a research study among preschool teachers in Iceland. The purpose was to examine parent – teacher co-operation with special emphasis on advice to parents. According to two recent studies in Iceland parents wish to have access to advice regarding the parental role (Gyda Haraldsdóttir, 2005; Birna María Svanbjörnsdóttir, 2007). The main research questions of the present study were: What is the nature of advice preschool teachers give to parents: how common is advice-giving, what kind of advice do parents seek and what kind of advice do preschool teachers offer on their own initiative? How do preschool teachers view their professional expertise in regard to giving advice to parents? Do preschool teachers feel that discipline problems and parents’ lack of time influence the need for advice? Does a correlation exist between advice-giving and years of professional experience? Method The research started in the spring of 2006 with a pilot study where 13 preschool teachers were interviewed. On the basis of the interviews that focused on advice to parents, a questionnaire was written and sent to a sample of 147 preschool teachers. In the city of Reykjavik the sample consisted of preschool teachers in every third preschool. In the area outside Reykjavik the sample consisted of preschool teachers in 1-3 preschools in each part of the country. Answers were received from 130 participants. Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.