Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 110

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 110
108 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 kosti að efast um að stefna þeirra og starf geti verið í anda einfaldrar einstaklingshyggju sem lítur svo á að gæði skólastarfs velti á því einu að hver nemandi fái það sem hann sækist eftir eða telur að sé gott fyrir hann sjálfan. (Með þessu er ég auðvitað ekki að útiloka að ýmis skynsamlegri afbrigði af einstaklingshyggju séu, og hljóti að vera, innbyggð í farsæla menntastefnu.) Uppeldishlutverk skóla gefur okkur eina ástæðu til að vefengja að menntastefna geti grundvallast á því einu að þjóna eftirspurn. Ýmis samfélagsleg hlutverk skólanna gefa okkur fleiri ástæður til að setja fyrirvara við þá hugmynd að skólar eigi aðeins að þjóna nemendum sínum. Það getur vel farið saman að eitthvað sem skólar kenna nemendum geri þá upp til hópa að nýtari mönnum og færari um að gagnast samborgurum sínum og að flestir mundu samt sleppa því að læra það ef þeir hefðu algerlega frjálst val. Við getum tekið dönsku sem dæmi. Hún hefur til þessa verið skyldunámsgrein á flestum brautum framhaldsskóla. Sjálfsagt hugsa margir nemendur þó sem svo að þeir hafi lítið gagn af að læra dönsku, þeir geti sem best notað ensku ef þeir þurfa að hafa samskipti við Dani. Líklegt má telja að ef danskan væri ekki skylda þá lærðu hana mun færri. Fyrir vikið færu færri Íslendingar í framhaldsnám á Norðurlöndum, færra fólk á æðstu stöðum í stjórnsýslunni kynntist norrænum jafningjum sínum, lögfræðingar gerðu minna af því að nota danska eða norska dóma sem heimildir og fyrirmyndir. Svona má lengi telja. Til langs tíma yrði afleiðing þess að afnema dönsku sem skyldunámsgrein að öllum líkindum að stjórnsýsla og réttarfar hér á landi yrðu í minna mæli en verið hefur í takti við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Sterk tengsl við norrænar hefðir í stjórnsýslu og réttarfari hafa verið Íslendingum til mikils gagns og það kann því að vera öllum til góðs að þorri unglinga læri dönsku þótt flestir einstaklingar sjái sér lítinn hag í því. Þeir sem viðurkenna þetta hljóta jafnframt að viðurkenna að skólastarf eigi ekki eingöngu að vera einstaklingsmiðað, heldur líka sam- félagsmiðað. Menntastefna þarf að taka mið af hag heildarinnar til lengri tíma en eins mannsaldurs og huga að viðhaldi menningarhefða sem stuðla að farsælu mannlífi, þótt hver og einn hafi ef til vill ekki augljósan hag af að gefa þeim gaum. Skólar geta því ekki látið þar við sitja að spyrja hvern nemanda: Hvað get ég gert fyrir þig? Þeir hljóta líka að spyrja hvað nemandinn þurfi að leggja á sig til að verða að nýtari og betri manni og hvernig þurfi að mennta næstu kynslóð til að dýrmætum menningararfi sé sem best borgið. Sú hugmynd að skólarnir eigi að laga sig að nemendum sínum er varla nema í mesta lagi hálfur sannleikur. Í skóla þurfa nemendur að laga sjálfa sig að þeim lögum sem gilda í ríki menningar, vísinda, tækni og mannlegra verðmæta. 2. Inntak menntunar Í lögum um framhaldsskóla er fjallað sérstaklega um hlutverk þeirra. Í lögunum frá 1996 segir: Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugrar þekkingarleitar. (2. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80 frá 1996.) Í nýjum framhaldsskólalögum, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2008, segir um þetta efni: Atli Harðarson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.