Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 113

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 113
111 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 um það bil 27 einingum af þeirri gerð sem hingað til hafa verið notaðar sem mælikvarði á umfang náms. Ljóst er að nýju lögin ætla framhaldsskólum frelsi til að skilgreina sínar eigin stúdentsbrautir. Þessu frelsi skólanna fylgja miklir kostir svo mér finnst ástæða til að fagna því. En því fylgja líka hættur sem þarf að gæta sín á. Ef ekki verða neinar viðurkenndar reglur eða viðmið um umfang stúdentsnáms (til dæmis einingafjölda eða fjölda námsára) munu skólarnir óhjákvæmilega finna fyrir þrýstingi frá nemendum sem vilja útskrifast með þann eina undirbúning sem krafist er af skólanum sem þeir ætla að sækja næst. Skóli sem býður upp á stúdentspróf með lítilli almennri menntun getur væntanlega dregið til sín nemendur með slíkum „undirboðum“ og þá freistast aðrir skólar til að bjóða „enn betur“. Háskólarnir eru líka í samkeppni um nemendur og eiga bágt með annað en að taka við öllum sem hægt er að taka við, eða að minnsta kosti þeim sem einhverjar líkur eru á að standi sig, því hverjum nemanda fylgir fé úr ríkissjóði. Þessi pressa á bæði skólastig vinnur gegn því hlutverki framhaldsskólanna að tryggja breiða almenna menntun. Það verður erfitt að standa gegn henni nema einhvers konar samkomulag sé um stúdentsprófið – einhver rammi sem tilgreinir hve mikið nám það er og ef til vill líka eitthvert lágmarksinnihald. Það er vafalítið hægt að ná góðum prófum í fjölmörgum greinum á háskólastigi án þess að kunna neitt í dönsku, náttúrufræði eða sögu svo einhver dæmi séu nefnd. Ef stúdentsnám verður í auknum mæli sniðið að einstaklingsbundnum þörfum hvers nemanda og kröfum háskóladeilda um lágmarks- undirbúning undir sérhæft nám, þá munu þessi fög og fleiri eiga undir högg að sækja og þá verða önnur hlutverk framhaldsskóla en sérhæfing fyrir atvinnulífið að meira eða minna leyti fyrir borð borin. Ef nám á aðeins að mæta eftirspurn hvers og eins og nemandi telur sig ekki þurfa breiða almenna menntun til að ná markmiðum sínum, hvers vegna má hann þá ekki sleppa stórum hluta þess náms sem krafist hefur verið til stúdentsprófs? Ef innihald náms skal ákvarðað án þess að hafa hliðsjón af öðru en þörfum og löngunum einstaklingsins er eina rökrétta svarið að nemandi megi fara í háskólanám um leið og hann kann nóg til að ráða við það. Sérhæfingin dugar þá og almenn menntun verður aðeins frjálst val. Minni almenn menntun getur til dæmis haft slæm áhrif á stjórnmálin. Það er því að minnsta kosti mögulegt að allir tapi á því að hver og einn fái sínar eigin óskir uppfylltar. 4. Menntun á markaði og ósýnilegir fætur Undanfarin ár hefur verið vaxandi samkeppni milli framhaldsskóla á Íslandi. Þessi samkeppni er um margt ólík samkeppni fyrirtækja á markaði, því keppt er um fé úr ríkissjóði fremur en um peninga úr vasa nemendanna eða forráðamanna þeirra. Keppnin er líka óvenjuleg að því leyti að hún lýtur reglum, sem a.m.k. sumir hafa túlkað svo að hver framhaldsskóli verði að meta að fullu nám úr öllum öðrum framhaldsskólum. Ef skólar kepptu aðeins um fé nemenda og hefðu frjálsar hendur um að semja við þá mundu þeir vonandi reyna að afla sér virðingar, og um leið fleiri umsækjenda um nám, með því að bjóða sem besta kennslu. Um góða kennslu má hafa mörg orð. Hún einkennist af umhyggju fyrir nemendum, aðhaldi og væntingum um að þeir vinni vel. Hún lætur þá líka taka á. Þjálfun sem skilar árangri er erfið og til að nemandinn fái sem mest út úr henni geta kennarar stundum þurft að fara með þá að ystu mörkum, leggja fyrir þá verkefni sem sýnast nær óyfirstíganleg. Það er gömul saga og ný að maður lærir mest þegar hann leysir þrautir sem hann hefði sjálfur vart trúað að hann réði við. Þetta gildir í íþróttum. Þetta gildir í vísindum. Þetta gildir í listum. En ef sú regla gildir að nemendur í hvaða skóla sem er megi taka hluta námsins hvar annars staðar sem þeim sýnist, þá geta skólar ekki samið frjálst við nemendur um að þeir Pistillinn: Hvert stefna íslenskir framhaldsskólar?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.