Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 117

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 117
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 115 Viðbrögð við pistlinum Erum við á réttri leið? Már Vilhjálmsson Menntaskólanum við Sund Atli Harðarson er einn þeirra manna sem hefur lag á því að skoða hlutina frá öðrum hliðum en flestir og hann kann að spyrja spurninga. Þessi eiginleiki hans og víðtæk þekking hans á skólamálum er ástæða þess að þegar hann talar er hlustað. Grein hans þar sem spurt er hvert íslenskir framhaldsskólar stefna er ágætt innlegg í rökræður um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku skólakerfi og eru að verða á framhaldsskólum hér á landi. Það er rétt hjá Atla að umræður um einstaklingsmiðað nám hafa orðið sífellt háværari síðustu árin og í tengslum við þá umræðu hefur margt verið sagt og ritað um hlutverk skóla í samfélaginu og þá ekki síst þjónustuhlutverk þeirra. Því er ekki að neita að kröfur samfélagsins til skóla hafa aukist mikið undanfarna áratugi enda eru þeir ekki lengur aðeins fyrir útvalda. Þróunin hefur orðið sú með breyttu samfélagi að auknar kröfur hafa verið gerðar um uppeldishlutverk skólanna. Það er því ekkert óeðlilegt að hlutverk skóla hafi breyst og muni breytast enn frekar í náinni framtíð. Þetta þýðir ekki að skólar eigi að laga sig að fullu að þörfum eða óskum nemenda. Það er rétt hjá Atla að hluti af þeim lærdómi sem nemendur tileinka sér í skólum er að laga sig að þeim lögum sem gilda í ríki menningar, vísinda, tækni og mannlegra verðmæta. Á hitt ber að líta að það er ekki síður hlutverk skóla að kenna og þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun þannig að þeir geti sjálfir lagt mat á menn og málefni, spurt gagnrýninna spurninga og metið og vegið gögn til að byggja á eigin skoðanir. Það fer ekki á milli mála að full þörf er á því að efla þennan þátt í skólastarfinu. Atli skiptir hlutverkum menntunar á framhaldsskólastigi í fjóra flokka; einkalíf manns, atvinnulíf, þjóðfélag og mannkyn og veröldina. Eflaust má deila um réttmæti svona skiptingar en í megindráttum stenst hún. Hlutverk skóla er margþætt en skilgreiningar á því hlutverki eru oft afar almennar og lítt leiðbeinandi fyrir skólana. Samfara aukinni áherslu á einstaklingsmiðað nám hefur verið vaxandi þrýstingur á að skólar sinni í ríkari mæli en áður þáttum í þroska einstaklinga sem eru á hinu gráa svæði milli uppeldis og menntunar. Það er skólanna að setja sér leikreglur þar sem hugað er að námsumhverfi, gæðum menntunar, möguleikum til náms og jafnræði við afgreiðslu mála. Skólarnir hafa þá ábyrgð núna og eru ágætlega í stakk búnir til þess að rækja þetta hlutverk sitt með sóma. Engu að síður er nauðsynlegt að frá æðri stigum stjórnsýslunnar komi skýrar leiðbeiningar um grundvallarviðmið og þar sé til staðar virkt eftirlitskerfi með gæðum skólastarfs. Nýtt kerfi er sniðið að þeirri staðreynd að í framhaldsskólann sækir nú meirihluti allra í hverjum árgangi. Hinn hefðbundni skóli þar sem aðaláherslan er á hópkennslu og fjölda kennslustunda dugar ekki sérlega vel í því umhverfi. Áherslan á að verða á nemandann og hvernig hann lærir. Það þýðir á engan hátt að gefið sé í skyn að slaka megi Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 115–116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.