Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friöfinnsdóttir Áhrif nýrra kjara- samninga Síðustu vikur og mánuði hefur megin verkefni í starfi félagsins verið gerð kjarasamninga fyrir hjúkrunarfræðinga. Eins og líklega oftast áður var áhersla lögð á að ná kjarasamningum við ríkið enda mestur fjöldi hjúkrunarfræðinga starfandi á ríkisstofnunum og aðrir samningsaðilar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, F.í.h., taka gjarnan verulegt mið af samningi félagsins ogríkisins. I lok maí er F.í.h. einnig búið að undirrita kjarasamn- inga við Launanefnd sveitarfélaga, Reykjalund, Skjól og Eir og St. Franciskusspítalann. Unnið er að gerð kjarasamninga við Reykjavíkurborg og við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, auk fleiri viðsemjenda. Miklar breytingar verða á launaumhverfi hjúkr- unarfræðinga 1. maí 2006. Þá tekur ný launa- tafla gildi, launatafla sem mun verða ein og hin sama fyrir 23 stéttarfélög innan Randalags háskólamanna. Auk þess falla launarammarnir A, B og C út og einnig aldursþrepin. I staðinn kemur ein samfelld tafla með 18 launaflokkum, þar sem eru 5% á milli flokka, og átta álagsþrep- um, þar sem eru 2,5% á milli þrepa. Á fjölmörgum kynningarfundum með hjúkr- unarfræðingum undanfarnar vikur hefur komið fram nokkurt óöryggi og óvissa meðal hjúkrunar- fræðinga vegna þessara miklu breytinga. Það er skiljanlegt að hjúkrunarfræðingar séu óöruggir að fara inn í nýtt launakerfi því eina öryggisnet- ið, sem hægt er að gefa hverjum og einum hjúkr- unarfræðingi, er að enginn muni Iækka í launum við breytinguna. Það er skemmst að minnast umræðnanna og óvissunnar sem skapaðist þegar núverandi launakerfi var tekið upp fyrir aðeins átta árum. Sú kerfisbreyting olli miklum titringi meðal hjúkrunarfræðinga og gekk hann svo langt að fjöldi hjúkrunarfræðinga sagði starfi sínu lausu. Það kerfi hefur hins vegar reynst hjúkr- unarfræðingum nokkuð vel og skilað þeim í mörgum tilfellum viðunandi launaþróun. Þá kann einhver að spyrja hvers vegna forysta félagsins hafi samið sig frá því kerfi? Þó launa- kerfið frá 1997 hafi skilað hjúkrunarfræðingum fviðunandi Iaunaþróun fram til þessa virðist ljóst, af uppbyggingu og forsendum kerfisins, að það hafi að talsverðu leyti gengið sér til ( f húðar. I fyrri kjarasamningum er skýrt tekið Eisa B. Friðfinnsdóttir fram að stofnanasamningar séu hluti kjara- samnings. Engu að síður hefur fé ekki fylgt stofnanasamningum en hverri stofnun gert að hagræða fyrir þeirri launaþróun er hlýst af stofnanahluta kjarasamningsins. Hjúkrunarfræðingum ætti öðrum fremur að vera Ijóst að hagræðingarmöguleikar innan heilbrigðisstofnana hafa víðast verið fullnýttir. Því var allsendis ótryggt að stofnana- samningar í núverandi mynd geti skilað hjúkrunarfræðingum viðunandi Iaunaþróun áfram. I hinum nýja kjarasamningi er tryggt fjármagn til stofnanasamninga og þannig verður um leið þeim þætti kjarasamningsins haldið lifandi ogvirkum. Nýtt launakerfi í maí 2006 mun auk þessa án efa verða hjúkrunarfræðingum til framdráttar vegna þess gegnsæis sem einkennir hið nýja launakerfi. Einnig mun stærstur hluti háskólamanna þá taka laun skv. sömu launatöflu og skv. sama matskerfi á hverri stofnun. Hjúkrunarfræðingar hafa löngum viljað bera sig saman í launum við háskólastéttir með sam- bærilega menntun að baki og sambærilega ábyrgð, að svo miklu leyti sem hægt er að bera saman ábyrgð á fólki annars vegar og tækjum eða peningum hins vegar. Kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu launa eftir slíkan samanburð hafa ekki gengið eftir, ekki hvað síst vegna þess að launatöflur samanburðarhópa hafa verið ólíkar. Nú verður sú skýring ekki lengur haldbær. Nýtt launakerfi mun einnig gera hjúkrunarfræðingum og öðrum kvennastéttum betur kleift en áður að gera raunhæfan saman- burð á launum karla og kvenna. Rannsóknir sýna enn umtals- verðan launamun kynjanna, Iaunamun sem ekki verður skýrður á hlutlægan hátt. Á síðustu vikum hefur tímabær umræða farið fram á kynbundnum launamun en svo virðist sem hann sé í mörgum tilfellum verulegur og jafnvel vaxandi. I launakönn- un Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2003 kom frarn að kynbundinn launamunur félagsmanna hafði aukist frá árinu 2001, úr 22% í 31%, körlum í vil. Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst sagði í skólaslitaræðu sinni í vor að kynbundinn launa- munur væri „smánarblettur á íslensku atvinnulífi, ólíðandi í siðuðu samfélagi". Það er sannarlega hægt að taka undir þessi orð rektorsins. Breytt launakerfi, sem er eitt og hið sama fyrir hefðbundnar kvennastéttir og hefðbundnar karlastéttir, ætti að verða eitt beittasta vopnið sem völ er á til að útrýma kyn- bundnum Iaunamun. Það ætti því að skila hjúkrunarfræðingum verulegum ávinningi. Ég vil að lokum þakka hjúkrunarfræðingum það traust að fela mér formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu tvö árin. Ég þakka innilega gott og lærdómsríkt samstarf síðustu tvö árin. Hjúkrunarfræðingum og öðrum Iesendum óska ég gleðilegs sumars. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.