Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 7
RITSTJÓRASPJALL Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 Valgeröur Katrín Jónsdóttir Ójöfnuður í heilbrigðiskerfinu A ári hverju mælist Alþjóðaheilbrigðismálastofn unin til þess að 31. maí sé reyklaus dagur. I ár eru einkunnarorð dagsins tengd heilbrigðisstétt- um, eða hvernig lælcnar og hjúkrunarfræðingar geti lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Hingað til landsins kom fyrir skömmu hjúkrunarfræðingurinn Jennifer Percival en hún hefur haft gríðarleg áhrif á stefnumótun breskra stjórnvalda í herferð til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Talið er að á ári hverju látist um 400 Islendingar af sjúkdómum sem rekja má til reykinga auk þeirra áhrifa sem tóbaksnotkun hefur á vellíðan og heilsu þeirra sem fengið hafa sjúkdóma af völdum reyldnga eða annarrar tóbaksnotkunar. Hagfræðistofnun Háskóla íslands reiknaði sam- félagslegan kostnað af reykingum á Islandi árið 2000 en hann reyndist vera 19 milljarðar eða 67 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu. 11 milljarðar af 19 eru framleiðslutap og um 5-6 milljarðar bein eyðsla heilbrigðiskerfisins. Sú upphæð er u.þ.b. 70% af árlegum fjárveitingum til fjárlaga til Landspítala-háskólasjúkrahúss og er augljóst að verja mætti þeirri upphæð betur. Mikið hefur verið rætt um forvarnir og víst að þær skila sér í betri heilsu landsmanna og lægri kostnaði heilbrigðiskerfisins. I þessu tölublaði er rætt við hjúkrunarfræðinga sem bjóða upp á heilsufarsskoðanir en hugmyndin að baki þeim er að menn geti átt þess kost að láta kanna nokkra þætti sem lúta að því að vera við góða heilsu, svona iíkt og þegar farið er með bíla í skoðun. í þessu tölublaði er grein um ójöfnuð í heilbrigðis- kerfinu eftir Hólmfríði Gunnarsdóttur. Niður- stöður margra rannsókna benda ótvírætt til að ójafnræði ríki í heilsufari hérlendis og búa þeir við verstu heilsu sem hafa stutta skólagöngu að baki og sinna ófaglærðum láglaunastörfum. Ofbeldi er að verða eitt af stærstu heilbrigðis- vandamálum samtímans og tekur á sig ýmsar myndir. En hvernig er tekið á því í heilbrigðis- kerfinu? Fríða Proppé leitar svara við því í þessu Valgerður Katrin Jónsdóttir tölublaði, ræðir við Eyrúnu B. Jónsdóttur umsjónarhjúkrunarfræðing á neyðarmót- töku Landspítala-háskólasjúkrahúss, sem rifjar upp hvernig þolendum ofbeldis var sinnt í heilbrigðiskerfinu hér áður fyrr, þá var engin umræða um hvort geðræn og líkamleg einkenni væru afleiðingar ofbeldis því þagnargildið ríkti. Hún ræðir einnig við skólahjúkrunar- í ræðinga sem verða varir við vaxandi ofbeldi meðal barna, þau leita mun meira til skólahjúkrunarfræðinga en áður með ýmis vandamál, allt frá plástri á skeinu eða sálina upp í mikilvæg trúnaðarmál, eins og ofbeldi af ýmsum toga, einelti, nauðganir og stepurnar koma að biðja um neyðargetnaðarvarnir. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga, 12. maí, var að þessu sinni tileinkaður umfjöllun um fölsuð lyf en óprúttnir lyfjaframleið- endur hafa í auknum mæli framleitt og sett á markað fölsuð lyf sem innihalda ekki aðeins virku efnin sem lofað er á umbúðum heldur geta einnig verið skaðleg heilsu, en lyf þessi eru til sölu á netinu og mikið seld til þróunarlanda. Slík framleiðsla er ein tegund misnotkunar sem í þessu tilfelli beinist aðallega að þróunarlöndum. BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður Sími 565 1000 - bedco@bedco.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.