Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 12
ingunni sem tæplega þriðjungur hjúkrunarfræðinganna hefur orðið var við. Tæpur helmingur svarenda, 43%, telur að Trendelenburg-legu- stellingin sé minna notuð nú en áður (sjá mynd 3). Helmingur hjúkrunarfræðinganna, sem starfað hefur lengur en 5 ár við hjúkrun, telur Trendelenburg-legustellinguna minna notaða nú og að sama skapi telur helmingur þeirra sem hafa starfað lengur en 10 ár við hjúkrun legustellinguna minna notaða nú en áður var. Meirihluti svarenda segist hafa fengið vitneskju um Trendelenburg-legustellinguna í námi sínu og rúmlega helm- ingur segist hafa lesið um Trendelenburg-legustellinguna í fræðiritum. Einnig telja 65% hjúkrunarfræðinganna sig hafa fengið vitneskju um Trendelenburg-legustellinguna hjá öðrum hjúkrunarfræðingum og 20% hjá læknum (sjá töflu 3). Tæplega 63% þátttakenda segjast hafa séð að mælt væri fyrir um að nota Trendelenburg-legustellinguna, sérstaklega af hjúkrunarfræðingum eða læknum. 8 Hvaöan vitneskja um Trendelenburg-legustellinguna er fengin Vitneskja fengin Hlutfall 1 námi 82,2 Hjá hjúkrunarfræðingum 65,3 Úr bókum/rannsóknum 29,7 Hjá læknum 20,4 Hjá yfirmönnum 4.0 Veit þaö ekki 4,0 Annars staöar 3,0 Umræða Nær allir hjúkrunarfræðingarnir í þessari rannsókn hafa notað Trendelenburg-legustellinguna. Meginástæðan fyrir notkun henn- ar er að meðhöndla lágan blóðþrýsting og er það í samræmi við niðurstöður bandarískrar könnunar sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum (Ostrow, 1997). Mun færri hjúkrunarfræðingar töldu sig nota Trendelenburg-legustellinguna til að auka útfall hjartans. Rannsóknir, sem hafa verið gerðar á Trendelenburg-legustellingunni með aðstoð lungnaslagæðaleggja, sýna að Trendelenburg-legustellingin hefur lítil og skammvirk áhrií til að auka útfall hjarta og hækka blóðþrýsting (Bertolissi og fleiri, 2003; Jennings og fleiri 1985; Ostrow og fleiri, 1994; Reich og fleiri, 1989; Terai og fleiri, 1995). Það er því athyglisvert að sjá að álit hjúkrunarfræðinga, sem þátt tóku í rannsókninni á Trendelenburg-legustellingunni, á meðferðargildi hennar er í ósamræmi við það sem flestar klínískar rannsóknir gefa til kynna. ÞegarblóðþrýstingurfellurhjásjúklingierTrendelenburg-legustell- ingin oft það fyrsta sem gripið er til. Nokkrir hjúkrunarfræðingar í Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 rannsókn Ostrow (1997) nefndu að með einu hand- taki væri hægt að leggja sjúkling í Trendelenburg- legustellinguna og væri það um leið ósjálfráð fyrstu viðbrögð. Þetta endurspeglar hversu brátt ástandið er þar sem hjúkrunarfræðingar framkvæma marga hluti á svipuðum tíma til að hækka blóðþrýsting sjúldingsins (Ostrow, 1997). Rannsakendur telja að erfitt geti verið fyrir hjúkrunarfræðinga að meta hvaða atriði það eru sem hækka blóðþrýstinginn hjá sjúklingi sem lagður er í Trendelenburg-legu- stellingu vegna lágs blóðþrýstings. í svæfingu, fyrir og í aðgerð og inni á gjörgæslu er ífarandi (inv- asive) eftirlit mikið og margir æðaleggir eru tengd- ir æðakerfinu, oft og tíðum miðbláæðarleggur. Blóðþrýstingur er mældur með stöðugri mælingu gegnum slagæðalínu. Þessi mæling er viðkvæm fyrir allri legubreytingu og getur sýnt ranglega lágan eða háan blóðþrýsting. Breyta þarf staðsetningu núll- punkts eftir hverja legubreytingu. Oft eru hafðar hraðar hendur við að rétta við blóðþrýstingsfall inni á aðgerðarstofu og gjörgæslu með æðaherpandi lyfj- um og vökvagjöf. Einnig eru áhrif Trendelenburg- legustellingarinnar meiri hjá sjúklingum í svæfingu þar sem æðar víkka vegna áhrifa svæfingarlyfja (Bertolissi og fleiri, 2003). Með allt þetta í huga er erfitt fyrir hjúkrunarfræðinga að meta hvað það er sem hækkar blóðþrýsting hjá sjúldingi með lágan blóðþrýsting. Nýverið kom bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Marita G. Titler til Islands og flutti fyrirlestur um gagnreynda þekkingu í hjúkrun og hefur tals- verð umræða verið meðal hjúkrunarfræðinga um þetta ferli. Gagnreynd þekking er mótuð eftir að hjúkrunarfræðingur tekur klíníska ákvörðun með : því að samþætta rannsóknarniðurstöður og klíníska reynslu að vilja og þörfum skjólstæðingsins (Pape, 12003). I Ijósi þessarar umræðu er ánægjulegt að sjá að helmingur hjúkrunarfræðinga hefur kynnt sér fræðilegt efni um Trendelenburg-legustelling- una. Einnig segjast 30% hjúkrunarfræðinga hafa fengið vitneskju um Trendelenburg-legustelling- una úr bókum eða rannsóknum. Heimildaöflun um Trendelenburg-legustellinguna var rannsakendum ekki auðveld. Margar tímaritsgreinarnar voru ekki til á bókasafni Landspítala-háskólasjúkrahúss og þurftu rannsakendur að panta greinarnar frá útlönd- um og aðeins fjórar heimiidanna eru yngri en fimm ára. Það kemur rannsakendum því á óvart hversu hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga hefur leitað sér að fræðilegu efni um Trendelenburg-legustellinguna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.