Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 23
Heilsufar starfs- og þjóðfélagshópa Rúnar Vilhjálmsson athugaði heilsufar 20-70 ára íbúaá Stór-Reykjavíkursvæðinu ogathugaði meðal- talsmun milli starfsstétta (Rúnar Vilhjálmsson, 2000). Spurt var um skammvinn og Iangvinn heilsuvandamál. Þjónustustarfsfólk og verkafólk á samkvæmt svörunum við lleiri líkamleg óþægindi að stríða en aðrar stéttir og tilhneigingar gætti til að vandamálum í stoðkerfi fjölgaði með lækkandi starfsstétt en hlutfall slíkra vandamála mæld- ist hæst meðal verkafólks (Rúnar Vilhjálmsson, 2000). Heilsuvandamálin töldust oftast fæst í hópi embættismanna og sérfræðinga. Rúnar segir að lítið sé vitað um stéttamun í heilsufari hér- lendis en þær upplýsingar, sem fyrir Iiggi, bendi til þess að stéttamunur hérlendis sé að nokkru leyti eins og í nágrannalöndunum. Olafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, kannaði m.a. tengsl atvinnu, húsnæðis, lífshátta og heilsu- fars og byggði könnunina á upplýsingum sem safnað var í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1967-1987. Ólafur fjallar um helstu niðurstöður þessara rannsókna í afmælisriti sínu Ur handraða Ólafs landlæknis (Ólafur Ólafsson, 2004). Nokkrar greinar hafa birst bæði í innlendum og erlendum fræðiritum byggðar á efnivið Hjartaverndar þar sem komið hefur fram að marktækur munur er eftir lengd skólagöngu á áhættuþáttum kransæðasjúk- dóma og dánartíðni (Hardarson, T., Gardarsdottir, M., Gudmundsson, K. T., Thorgeirsson, G., Sig- valdason, H., og Sigfusson, N. (2001); Kristján Þ. Guðmundsson, Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason og Nikulás Sigfússon, 1996; Maríanna Garðarsdóttir, Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason og Nikulás Sigfússon, 1998). Hjá báðum kynjum voru í flestum tilfellum fleiri áhættuþættir hjá þeim sem höfðu stutta skólagöngu að baki heldur en hjá öðrum. Höfundur þessarar greinar hefur kannað dánartíðni og nýgengi krabbameina hjá nokkrum starfshópum á Islandi miðað við þjóðina í heild en langlífi er að sínu leyti mælikvarði á heilsu (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, 1997). Fram kom að bændur nutu meira langlífis og fengu síður ýmis krabbamein, i blóðþurrðarsjúkdóma hjarta- og öndunarfærasjúk- dóma en aðrir þegar borið var saman við alla karla á Islandi. Niðurstöðunum bar í stórum dráttum saman við það sem erlendis hefur sést í rannsókn- um meðal bænda. Einnig var athuguð dánartíðni RITRÝND GREIN Ojöfnuður í heilsufari á Islandi og nýgengi krabbameina hjá ófaglærðum verkakonum og hjúkr- unarfræðingum (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, 1997) og iðnverka- konum. (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson, 1999; Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Kristinn Tómasson, 2002). Sjálfsvíg vegna ofskammta lyfja voru tíðari meðal hjúkrunarfræðinga en almennt meðal kvenþjóðarinnar og átti þetta einkum við meðal ungra kvenna en tilfellin voru fá og öryggismörk víð. Voveifleg dauðsföll voru einnig tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra. Nýgengi reykingatengdra krabbameina var hærra meðal iðnverka- kvenna en annarra (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson, 1999) en það endurspeglaðist ekki í hærri dánartíðni vegna Iungnakrabbameins. Alyktað var sem svo að vera kynni að dauðsföll af völdum reykingatengdra sjúkdóma gætu átt eftir að koma fram í hópnum (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Kristinn Tómasson, 2002). Mun erfiðara var að túlka niðurstöður rannsókn- anna á kvennahópunum en niðurstöðurnar varðandi bændur. Heilsufar barna Rannsóknir Matthíasar Halldórssonar og félaga bentu til þess að börn foreldra, sem höfðu skamma skólagöngu að baki og lítii efni, byggju við lélegri heilsu og líðan en börn þeirra sem betur mega sín (Matthías Halldórsson, Cavelaars, Kunst og Mackenbach, 1999). Ályktun höfunda var að tengsl félags- hagfræðilegrar stöðu og heilbrigðis og líðanar á fullorðinsárum mætti greina þegar á barnsaldri, jafnvel meðal einsleitra þjóða þar sem jafnræði væri talið ríkja. Aðstæður öryrkja Sigurður Thorlacius og félagar könnuðu í hve miklum mæli félagslegar aðstæður nýskráðra öryrkja væru frábrugðnar aðstæð- um þjóðarinnar almennt (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán Olafsson, 2001). Þegar könnunin var gerð var örorka enn metin á grundvelli heilsuf'arslegra, félagslegra' og fjárhagslegra forsendna. Menntunarstig öryrkjanna reyndist lægra og þeir höfðu í meira mæli unnið við ófaglærð störf en gengur og gerist hjá þjóðinni. Geðlyfjanotkun Tómas Helgason, Kristinn Tómasson ogTómas Zoéga athuguðu algengi og dreifingu nolkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja hérlendis og byggðu umfjöllun sína á könnun Áfengis- og vímu- varnarráðs í nóvember 2001. Spurningalisti var lagður fyrir slembiúrtak 4000 manna á aldrinum 18-75 ára. Niðurstaðan var sú að geðlyfjanotkun var mest hjá þeim sem verst voru settir félagslega og fjárhagslega; hjá þeim sem höfðu minnstu menntun, lægstar tekjur, voru ófaglærðir starfsmenn eða ekki á almennum vinnumarkaði, einhleypir eða ekki lengur í sambúð (Tómas Helgason, Kristinn Tómasson og Tómas Zoéga, 2003). Timarit hjúkrunarfræðinga 2. tbi. 81. árg. 2005 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.