Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 25
fram að daglegar reykingar voru algengastar meðal heimavinnandi/öryrkja/atvinnulausra/ellilífeyris- þega, 39,3%, sjaldgæfastar meðal nema, 1 5,4%, og skrifstofufólks/fólks í faglegum störfum í opinberri þjónustu, 17,6% (Gallup, 2003). Umræða Niðurstöður rannsóknanna, sem hér er vitnað til, benda með ótvíræðum hætti til að ójafnræðis gæti í heilsufari hérlendis. Þeir sem eru verst settir félagslega og fjárhagslega, hafa stutta skólagöngu að baki og sinna ófaglærðum láglaunastörfum, búa við verst heilsufar. Þetta kemur skýrar fram hjá körlum en konum. Heilsuefling og heilbrigðis- áætlun ættu að taka mið af þessu. í samantekt og tillögum fagráðs landlæknis- embættisins um heilsueflingu segir að öll þjóðin „eða ákveðnir hópar hennar'* séu markhópar lýð- heilsustarfs og að nauðsyn beri til að vinna úr : gögnum sem safnað er á heilbrigðisstofnunum, reglulegum lífsstíls- og lýðheilsukönnunum meðal mismunandi þjóðfélagshópa. Mikilvægt sé að huga að þessu þegar fjallað sé um áherslur til heilsu- eflingar og heilbrigðisáætlun gerð fyrir framtíðina. Þrátt fyrir þessi orð er svo að segja ekkert fjallað um það í tillögum fagráðsins hvernig taka eigi tillit til þessa (Landlæknisembættið, 2003) um heils- ueflingu, 2003). I samantekt í Aherslum til heils- ueflingar segir: „Góður efnahagur, hátt mennt- unarstig og þjóðfélagsgerð, sem stuðlar að jöfnuði þegnanna, ásamt ýmsum jákvæðum ytri aðstæðum skapa íslensku þjóðinni einstakar forsendur til að lifa heilbrigðu og innihaldsríku lífi.“ Þegar niður- stöður fyrrgreindra rannsókna eru skoðaðar verður sú spurning áleitin hvort þetta er sannmæli og hvort tekist hafi að ná þeim jöfnuði sem þarna er gert ráð fyrir að þjóðfélagsgerðin bjóði upp á. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem sam- þykkt var árið 2001, segir að í heilbrigðisáætlun, sem Alþingi samþykkti árið 1991, hafi tilgangur heilbrigðisþjónustunnar verið sagður sá að skapa jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þessi orð eigi jafn- vel við um hina nýju áætlun og næstu árin verði kröftunum einkum beint að því að bæta almennt heilsufar þjóðarinnar og tryggja öllum íbúum lands- ins sem jafnastan aðgang að öflugri heilbrigðis- þjónustu (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). f því skyni verði sérstaklega hugað að þeim RITRÝND GREIN Ojöfnuöur í heilsufari á Islandi þjóðfélagshópum sem verst standi í heilsufarslegum efnum. Heilbrigðisþjónustan er rauði þráðurinn í heilbrigðisáætluninni en minna rætt hvernig eigi að koma í veg fyrir að fólk þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt heilbrigðisþjónustan sé mikilvæg hefur því verið haldið fram að hún ráði einungis 15% af heilbrigðisástandi þjóða svo vitnað sé í skýrslu fagráðs landlæknisembættisins (Landlæknis- embættið, 2003). Þótt langlífi hafi aukist til muna á síðustu öld telja sumir að aðeins sé unnt að þakka framförum í læknisfræði og forvarnaaðgerðum um það bil 5-7 ár af þeim sem áunn- ist hafa (Bunker, Frazier og Mosteller, 1994). Aðrir telja að framfarir í Iæknisfræði á síðari hluta 20. aldar eigi drýgri hlut í langlífi þjóða en þetta (Nolte og McKee, 2004). Markmið greinarinnar, sem hér birtist, er ekki að meta gæði heilbrigðis- þjónustunnar heldur að benda á að niðurstöður rannsókna gefa vísbendingar um að ójafnræði í heilsufari sé á Islandi. Michel Marmot og aðrir höfundar, sem hafa rannsakað ójafnræði í heilsufari áratugum saman, telja að ójafnræði í heilsufari sé við- fangsefni heilbrigðisþjónustunnar en eigi ekki rót sína að rekja til hennar. Ymiss konar neikvæðar aðstæður séu undirrótin (Marmot, 1999). I Ijósi þessa er vert að velta því fyrir sé hvort heilbrigðisþjónustan sé ekki ofmetin í því að bæta lýðheilsu - málið þurfi að skoða í víðara samhengi. Evrópuþing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, samþykkti árið 1998 nýja Evrópuáætlun um heilbrigði með tuttugu og einu meginmarlcmiði sem íslenska heilbrigðisáætlunin byggist á. Markmið númer tvö í Evrópuáætluninni er jafnrétti til heil- brigðis. 1 Evrópumarkmiðinu segir: „Árið 2020 verði sá munur, sem er á heilbrigðisástandi einstakra þjóðfélagshópa, a.m.k. fjórðungi minni en hann er nú innan allra aðildarríkjanna. Beitt verði sértækum aðgerðum til þess að bæta heilsufar þeirra hópa sem verst eru settir." í íslensku markmiðunum segir í I. grein undir þessu markmiði: „Dregið verði úr mun á lífslíkum einstakra þjóðfélagshópa um a.m.k. 25%“ (Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, 2001). I umfjöllun um þetta atriði virðist fyrst og fremst talið að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé leið til að bæta hag verst stöddu hópanna. I ljósi þess sem áður er sagt um heilbrigðisþjónustuna hlýtur vafi að leika á því hvort jafnt aðgengi að henni nægi til að leysa vandann. Spurningar vakna einnig um það hvaða geiri heilbrigðisþjónust- unnar ætti helst að koma til skjalanna og hvort fleiri þurfi ekki að koma að forvarnastarfinu. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir sjúkdóma og vanheilsu. Varðandi skýrslu forsætisráðuneytisins, sem getið er í þessari grein (Forsætisráðuneytið, 2004), er vert að geta þess að auðugar þjóðir eru ekki endilega heilbrigðari en þær sem hafa úr minna að spila og útgjöld til heilbrigðismála eru ekki áreiðanlegur mæii- kvarði á heilsufar þjóða. Bandaríkin eru auðug en eru ekki efst á Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árq. 2005 i

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.