Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 29
Fréttamolar... C^T/ " <J H ÓTEL REYKJAVIK Elsa B. Friöfinrsdóttir í ræðustól. í tilefni dagsins stóð Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga í samvinnu við fræðslunefnd félagsins að opnum fundi á Grand hóteli fimmtudag- inn 12. maí kl. 20:00. Fundurinn var sendur í gegnum fjarfundabúnað til 7 svæðisdeilda. Fundurinn bar yfirskriftina: Fölsuð lyf geta valdið örkumlum og dauða. Hann hófst með ávarpi formanns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, Elsu B. Friðfinnsdóttur, og síðan flutti Arnór Víkingsson, sérfræðingur í gigtarlækning- um, erindið „Náttúruefni og náttúrulyf - vaxandi notkun almennings, en virka þau?“ Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfjafræðingur á Lyfjastofnun, flutti erindi sem hún nefndi „Fölsuð lyf, inn- flutningur einstaklinga á lyfjum - pantanir á net- inu." Þá l’lutti Aslaug Sigurjónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og formaður lyfjaeftirlitsnefndar ISI, erindið „Lyfjamál íþróttamanna, hvað kemur það okkur við? Bönnuð efni og aðferðir í íþróttum." Ragnheiður Gröndal söng nokkur lög í Iokin. Fundarstjóri var Gyða Baldursdóttir. Erföir geta valdiö lungnakrabba Sterkar vísbendingar eru um að erföafræöilegur breytileiki manna teng- ist líkum á því aö fá lungnakrabbamein. Hópur vísindamanna íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Landspítala - háskólasjúkrahúss og Hjartaverndar hefur bent á aö þrátt fyrir þessar niðurstöður séu reykingar langstærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins en yfir 90% þeirra sem greinast meö lungnakrabbamein reykja. Könnuð voru öll greind tilfelli lungnakrabbameins á Islandi frá árinu 1955 til ársins 2002 og ættlægni þeirra með hjálp íslendingabókar og ættfræðigrunns ÍE. í Ijós kemur að jafnvel systkinabörn lungnakrabba- meinssjúklinga eru á tölfræðilega marktækan hátt í meiri hættu á að fá sjúkdóminn en aörir. Var ættgengi sjúkdómsins sérstaklega áberandi þegar skoöuð voru tilfelli lungnakrabbameins sem greindust fyrir 60 ára aldur. Að mati vísindamannanna bendir það til þess að erföaþátturinn sé sterkari þegar sjúkdómurinn kemur snemma fram. Makar sjúklinga voru einnig í meiri hættu á aö fá lungnakrabbamein og er þaö talið sýna ótvirætt hversu miklu máli ýmislegt í umhverfinu skiptir við myndun sjúkdómsins. Félagsráösfundur 25. febrúar 2005. Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn föstu- daginn 25. febrúar 2005 kl. 10:00-15:00 að Suðurlandsbraut 22. Megin efni fundarins var kynning á gangi mála í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við samninganefnd ríkisins (SNR). Umræöur urðu í kjölfarið og leist fundarmönnum frekar vel á þessa samninga þrátt fyrir að margt væri óljóst. Greint var frá bókun sem BHM, BSRB og SNR undirrituöu varðandi sérstaka skoðun á vaktavinnu- fýrirkomulagi og frá samningi BHM, BSRB og KÍ við SNR um hækkun framlags í fjölskyldu- og styrktarsjóð. Þá var einnig kynnt hækkun á tryggingabótum vegna vinnuslysa. Fjallaö var um fulltrúaþing félagsins sem haldið var dagana 9.-10. maí 2005 og sagt frá undirbúningi þess. Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um hlutverk félagsins varðandi aökomu aö hjúkrunarnámi í land- inu. Fundarmenn töldu þetta þarfa umræðu og töldu mikilvægt að bæði fagdeildirnar og stjórn félagsins heföu meira um það að segja, sérstak- lega hvaða framhaldsnám er kennt svo og innihald námsins. Að lokum voru samþykktar ályktanir varöandi fækkun stöðugilda hjúkr- unarfræðinga á öldrunarstofnunum og um búsetuskilyröi aldraðra á öldrunarstofnunum, ályktun gegn klámvæðingu og ályktun til stuðnings banni viö reykingum á veitinga- og skemmtistööum. Ályktanirnar er að finna á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Geisladiskur meö slökunaræfingum Geisladiskur meö slökunaræfingum settur saman af Þóru Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra hjá SÁÁ, hefur verið gefinn út. Tónlistin er eftir Friðrik Karlsson. Hægt er að nálgast diskinn á heimasíðu SÁÁ.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.