Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 31
Fríða Proppé GREIN Ofbeldismál í brennidepli: Okkur kemur það við Ofbeldismál í brennidepli: Okkur kemur það við „Konur eins og þú eiga bara að taka geð- lyf,“ var svarið sem viðmælandi minn, kona á fertugsaldri, fékk hjá lækni sem hún leitaði til vegna afleiðinga kynferðislegrar misnotkunar í æsku. Annar læknir spurði hana um geðræn einkenni eftir slys sem hún lenti í. Hún kvaðst vera að kljást við áunnið þunglyndi og að hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. „Eg skrifa það ekki hér," tilkynnti læknirinn snöggur upp á lagið og spurði ekki meira. Þetta eru dæmi um kaldan raunveruleikann í heil- brigöiskerfinu. Lengst af hefur var hljótt um ofbeldi gagnvart börnum og afleiðingar þess til lengri tíma. Kynferðislegt ofbeldi var „óþægi- legt" umræðuefni og enn óþægilegra þegar um sifjaspell var að ræða. Gripið var til afneitunar. Sifjaspell áttu sér kannski stað í útlöndum, ekki í fámenninu hér. Rannsóknir sýna annað eins og kemur fram í viðtölum sem fara hér á eftir. Með tilkomu Stígamóta, neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss og ekki síst fyrir tilstuðlan kjarkaðra einstaklinga opnaðist umræð- an í þjóðfélaginu. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrun- arfræðingur í Olafsfirði, lauk hjúkrunarfræðinámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Lokaritgerð hennar fjallaði um afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar í æsku, þunglyndi, sjálfskaðandi hegðun og átröskun. Hún vinnur nú að rannsóknar- verkefni í tengslum við meistaranám við HA. Vinnuheiti verkefnis- ins er „Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á líðan og heilsufar kvenna." Verkefni af þessum toga voru ekki algeng í hjúkrunarfræðum fyrir nokkrum árum. Það samdóma álit kemur fram í viðtölunum hér á eftir að umfjöllun meðal hjúkrunarfræðinga um kynbundið ofbeldi og þolendur þess hafi lengst af verið lítil. Skiptir þá ekki máli hvort litið er til menntunar hjúkrunarfræðinga eða starfs- vettvangs. Breyttar áherslur í hjúkrun, verða oft til þess að hulunni er svipt af „óþægilegum" málum. Hvernig er þá tekið á málunum? Er farvegurinn á hreinu? Konan, sem vitnað er til í upphafi þessa inngangs, sagði mér: einnig frá jákvæðri reynslu sinni af heilbrigðiskerfinu. Sagan tengist þriðju fæðingu en þær fyrri höfðu reynst henni erfiðar að hennar sögn vegna kynferðislegs ofbeldis í æsku. Þriðja fæðingin varð henni ljúf lífsreynsla einvörðungu vegna skiln- ings og þolinmæði hjúkrunarfræðings sem gaf sér tíma og; þorði að gá á bak við kvartanir hennar og vanlíðan. Fordómar eru oftar en ekki skýringin á því að fólk forðast eins og heitan eldinn að ræða „óþægileg" mál. Allir eru haldnir for- dómum í einni eða annarri mynd en það er misjafnt hversu tilbúin við erum að gangast við þeim og takast á við þá. Auðveldara er að loka augunum en spyrja erfiðra spurninga og dragast þannig hugsanlega inn í mál sem við köllum við þau tækifæri „einkamál fjölskyldunnar“. Ofbeldi getur aldrei verið einkamál eins eða neins. Okkur kemur það við! Til að skoða stöðu ofbeldismála og viðhorf gagnvart þeim leitaði ég viðmælenda á jöðrum viðfangsefnisins ef svo má að orði komast. Eg ræddi við Eyrúnu B. Jónsdóttur, umsjónar- hjúkrunarfræðing á neyðarmóttöku LSH vegna nauðgunar. Hún hefur góða yfirsýn yfir þróun þessara mála og afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til þolenda ofbeldis. Þegar rætt er um greiningu vandans og hvernig á að stöðva ofbeldi beinist athyglin í vaxandi mæli að heilsugæslunni og þá sérstaklega að skólahjúkrunarfræðingum. Sívaxandi kröfur eru gerðar til þeirra um greiningu vandans. Eg ræddi því einnig við þrjá heilsugæslu- og skólahjúkrunarfræðinga, þær Stefaníu Arnardóttur og Margréti Héðinsdóttur, sem starfa í Arbænum, og Bergljótu Þorsteinsdóttur, heilsugæsluhjúkrunarfræðing í Grafarvogi, en allar þekkja þær vel til í grunnskólastarfinu. Viðmælendum mínum kann ég bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til að ræða þessi viðkvæmu mál. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.