Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 50
öðrum. Þetta getur stunduð valdið ákveðnum vandkvæðum í fjölskyldunni. Einfalt dæmi unr erfðafræðilega þekkingu með félagsleg áhrif er að greina kyn fósturs í móðurkviði, ekki síst í löndum eins og Kína og Indlandi þar sem drengir eru velkomn- ari en stúlkur og líkur aukast á fóstureyðingu ef um stúlku er að ræða. I Svíþjóð er á sumum stöðum hætt að gefa upp kyn ófædds barns en þar er fjöldi innflytjenda mikill og ríkjandi hefð meðal sumra þeirra að vilja frekar dreng en stúlku. I ómskoðun er þá kyn barnsins ekki greint. Með skimun og greiningu á ákveðnum frávikum á fósturskeiði almennt vakna spurningar um lífsunað, hvaða líf er þess virði að því sé lifað og hvernig samfélag við viljum byggja. Mun fleiri stéttir en ljósmæður þurfa einmitt að taka þátt í umræðum um siðferðilegar hliðar erfðafræðirannsókna, en annars verður megináherslan á líffræðilega og tæknilega hlið slíkra rann- sókna,“ segir Helga Gottfreðsdóttir. Þær Marga og Helga segja að það komi á óvart hversu líkt erfðaefni sé milli manna en 99% þess er eins, og því sé erfða- fræðin jafnvel enn mikilvægari í Ijósi þess hversu mikil áhrif þetta 1% hafi á milli manna. Þótt erfðafræðin geti stuðlað að jákvæðri þróun fyrir heilsu fólks, t.d. betri sjúkdómsgreiningu og traustari ákvarðanir um viðeigandi meðferð, má ekki gleyma neikvæðum afleiðingum. T.d. sé uggvænlegt að hugsa til þess Marcia Van Riper til hægri og systir hennar til vinstri. að greining erfðaeiginleika og forspá um ákveðna sjúkdóma geti leitt til þess að ný tegund af stétta- skiptingu þróist í samfélögum þar sem fólkið yrði flokkað eftir erfðaeiginleikum og áhættuþáttum tengdum þeim. Ekki megi gleyma því að ótal- margir þættir í umhverfi og uppeldi hafi áhrif á genin. Það veki nú þegar vaxandi áhuga og vonir íslenskra heilbrigðisstétta sem og erlendra um að erfðafræðin bætist við þekkingu allra heilbrigðis- stétta og að upplýst og gagnrýnin umræða fari fram meðal almennings. r Háskóli Islands - hjúkrunarfræöideild 48 Brautskráning í febrúar 2005 B.S.-próf í hjúkrunarfræði (3) Heiða Steinunn Ólafsdóttir Kvíöi hjá konum: Frœðileg úttekt á kvíða- röskunum, kviða tengdum brjóstakrabba- meini og áfengissýki Helga S Snorradóttir Meðferö þrýstingssára Katrín Haraldsdóttir Úrrœði skólahjúkrunarfrœðinga við nœringavandamálum grunnskóiabarna Diplómanám á sérsviðum hjúkrunar(36) Bráðahjúkrun: 1 Anne Mette Pedersen, 2 Dóra Björnsdóttir, 3 Guðrún Björg Erlingsdóttir, 4 Guörún Ingibjörg Rúnarsdóttir, 5 Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, 6 Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Gjörgæsluhjúkrun: 7 Ásdís Skúladóttir, 8 Elísabet Gerður Þorkelsdóttir, 9 Gígja Hrund Birgisdóttir, 10 Guðlaug R L Traustadóttir, 11 Guöný Björk Guðjónsdóttir, 12 Helga Hrönn Þórsdóttir, 13 Hrönn Árnadóttir, 14 Hugrún Hjörleifsdóttir, 15 íris Sveinbjörnsdóttir, 16 Karitas Gunnarsdóttir, 17 Kristín Þórarinsdóttir, 18 Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, 19 Selma Dröfn Ásmundsdóttir, 20 Sigríður Bryndís Stefánsdóttir. Skuröhjúkrun: 21 Áshildur Kristjánsdóttir, 22 Elín Jakobína Oddsdóttir, 23 Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir, 24 Helga Guðrún Hallgrímsdóttir, 25 Ragnheiður Jónsdóttir. Svæfingahjúkrun: 26 Anna Lilja Sigfúsdóttir, 27 Hallveig Friöþjófsdóttir, 28 Inga Þórunn Karlsdóttir, 29 Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, 30 Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, 31 María Garðarsdóttir, 32 Sigurveig Björgólfsdóttir, 33 Sólveig Björk Skjaldardóttir, 34 Þórdís Borgþórsdóttir, 35 Þórhildur Þórisdóttir, 36 Þuriður Geirsdóttir. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.