Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985. 13 Um frumburðar- réttinn og baunadiskinn Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaöi eins og barn. En þegar ég var orðinn f ulltíða maður, lagði ég niður barnaskaplnn. (P6U postuU í fyrra Korintubréfi). Norðurlönd eru kjamorkuvopna- laust svæði, ekki satt? Jú, reyndar. Er nokkur stjórnmálahreyfing eöa stjórnmálamaður uppi á Norður- löndum, sem vill breyta því? Nei, reyndar ekki — svo vitað sé. Hvers vegna þá að stofna félag til stuðnings kröfunni um óbreytt ástand? Það er spumingin. Félög eru venjulega stofnuö til að breyta einhverju — nema átthagafélög. Hvaðan stafar ógnin? En þótt Norðurlönd séu kjarna- vopnalaus og ætli aö vera það áfram, meðan þau fá nokkm um ráöið, þ.e. á friöartímum, er ekki þar meö sagt, að öryggi Noröurlandabúa sé ekki ógnað með kjarnavopnum. Satt bezt að segja em Norðurlönd umkringd af eldflaugum með kjamaoddum, sem m.a. er miðað á skotmörk á Norður- löndum. Hvaðan stafar þessi ógn? Það er alveg á hreinu. Utrýmingarhótunin gagnvart Norðurlandabúum stafar frá hinum volduga nágranna þeirra í austri — Sovétríkj unum. Meöfram endilöngum vesturlanda- mærum Sovétrikjanna, frá Kola- skaga í noröri til Svartahafs í suöri, eru hundruð SS-20 eldflauga , hver um sig með þrjá kjamaodda, og öllum er þeim beint á skotmörk í V.- Evrópu — þar á meðal skotmöik á Norðurlöndum. Þessum eldflaugum var komið fyrir þegjandi og hljóðalaust á ámnum frá 1977 til dagsins í dag. Einmitt á sama tima og „slökunar- stefnan” stóö i blóma lífsins og ræður stjórnmálamannanna endur- ómuöu af tali um „friðsamlega sam- búð”. Friðarskilmáiar Allt um þaö. Þarna standa þær i röðum SS-20 eldflaugarnar, hinar einu sem beint er að skotmörkum á Norðurlöndum. Að sögn Svia er Eystrasaltið morandi í sovézkum kafbátum, sem flytja kjarnorku- vopn. Þá ber stundum upp á sker undir bólvirkjum hins konunglega sænska flota, enda þótt sænski utan- ríkisráðherrann þykist hvorki heyra þá né s já. Einhver slæðingur af sama tagi virðist leynast í hinum djúpu og lygnu norsku fjörðum. Þá vitum við, hvaðan ógnin stafar. öneitanlega er frekar óþægilegt að hafa þetta yfir höfði sér. Og þá er spumingin: Hvaö geta Norðurlanda- búar gert, tii þess aö bægja þessarí útrýmingarhótun frá? Getum við það með þvi að segja upphátt, þaö sem allir vita (þar á meðal Rússar) að á Noröurlöndum eru engin k jamavopn? Svarið er nei. Sovétmenn taka ekki niður morðtól sin frekar fyrir því. Getum við keypt okkur frið, með því að semja við Sovétmenn? Friðarskil- málamir em þekktirfyrirfram: Við yrðum aö gerast sovézkt áhrifa- svæöi, meö sama hætti og Austur- Evrópa. Viljum við það? Og þótt við vildum þaö, værum við þá þar með búnir að bjarga okkar eigin skinni, þótt aðrir (meginlands- búar í V.-Evrópu) færust í vítis- logum ragnaraka, ef til kjarnorku- styrjaldarkæmi? Svarið er aftur nei. Fimbulvetur slíkrar kjamorkustyrjaldar mundi draga alla jarðarbúa til dauða, m.a.s. í innstu afkimum hins afríska fmmskógar, þótt engin sprengja félli áafriska jörð. Samstaða lýðræðisríkjanna Hvað geta þá Norðurlandabúar gert, til að bægja frá sér hinni sovézku ógn? Þeir eru í dálitið ólíkri aðstöðu. Finnar eru í sömu aðstöðu og Afganir, að vera hlutlaust smáriki á landamæmm Gúlagsins. En Finnar hafa sýnt þaö í sögunni, að þeir em yfirburðamenn að andlegu og líkamlegu atgervi. Við treystum þeim til að halda eins vel á spilunum og unnt er — í erfiðri stööu. Sænska hlutleysið er dálítið sér- stakt. Svíar verja lOndu hverri krónu til vigbúnaðar. Þeir halda uppi öflugum her til aö fæla Rússa frá öllum freistingum. Þeir em i hópi mestu vopnasala veraldar; selja grimmt í löndum þriöja heimsins, þar sem þessar 150 styrjaldir hafa verið háðar frá stríðslokum. Auðvit- að eru Svíar ekkert hlutlausir í átökum Gúlagsins og lýðræðis- ríkjanna. En það borgar sig fyrir þá að hafa þetta svona. Hvað með Noreg, Danmörku og Island? Þessi lönd em gersamlega vamarlaus ein og sér. Þau hafa lært það af dýrkeyptri reynslu (011 vora þau hemumin í seinni heims- styrjöld) að þau geta aðeins tryggt öryggi sitt i varnarbandálagi með öðrum lýðræðisrík jum. Bóðum megin víglínunnar En V-Evrópuríkin em engin stór- veldi heldur. Gúlagið hefur algera yfirburði yfir V-Evrópu, bæði í mannafla og venjulegum vopna- búnaði. Þess vegna hafa V-Evrópu- rikin, aö eigin frumkvæöi, tekið upp vamarsamstarf við Bandaríkin. Aðildin að þessu öryggisbandalagi leggur öllum bandalagsþjóöum ákveðnar skyldur á herðar. Ef einstaka þjóðir vilja taka sig út úr, og kaupa sér friö viö Rússa, á kostnað frelsis og mannréttinda lýðræðisþjóðanna, þá ber þeim einfaldlega skylda til að segja sig úr NATO. Vilji lýðræðisþjóðirnar hins vegar sameiginlega bægja frá höföi sér hinni sovézku kjarnorkuógn, hlýtur þaö að gerast i gagnkvæmum samningum: Um að fjariægja kjarnaeldflaugarnar báðum megtn víglinunnar; um stöðvun á fram- leiðslu og tilraunum með k-vopn; um afvopnun og samdrátt herja beggja aðila. Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝDUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju Onnur leið er ekki fær, nema á kostnaö f relsis og mannréttinda. Um það snýst þessi deila. Islenzkir jafnaðarmenn hafa ekki skipt um skoðun i þessu máli. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu er hom- steinn okkar öryggisstefnu. Ef við viljum semja um kjarnavopnalaus svæði, þá gerum við það í samvinnu við bandalagsþjóðir okkar. Tilgangurinn væri auövitað sá, að eldflaugarnar, sem nú er beint að skotmörkum í V-Evrópu, yrðu fjar- lægöar; ógninni yröi bægt frá okkur. Það heitir kaup kaups. Einhliöa yfiriýsingar eru til þess eins fallnar aö slá vopnin úr höndum okkar, áður en setzt er að samningaborði, og eyðileggja samningsstööu lýöræðis- rikjanna. Þetta var afstaða Benedikts Gröndals sem utanríkisráðherra Islendinga 1979. Þetta var afstaða allra ríkisstjórna sósíaldemókrata innan NATO 1979. Okkar afstaða er óbreytt. Svo er að sjá, sem sumir vina okkar á Noröuriöndum hafi eitthvað mglazt í ríminu upp á síð- kastiö. Vonandi er Eyjólfur að hressast. Við víkjum okkur ekki undan hinni sovézku ógn með þvi að þyk jast ekki sjá hana. -J6b Baldvin. TVÆR AMINNINGAR Kjallari á fimmtudegi Skömmu áður en landsfeður okkar ■ hófu sínar áriegu æfingar í skandin- avísku fékk ríkisstjómin tvö föst olnbogaskot frá stuðningsmönnum sinum. Hið fyrra var frá borgarstjór- anum í Reykjavík, sem er einn valdamesti, vinsælasti og áhrifa- mesti einstaklingur í Sjálfstæöis- flokknum, en hið síðara frá Sam- bandi ungra framsóknarmanna, sem hefur mikil áhrif á stefnumótun síns flokks og hefur áður í samþykktum sínum komið fram með ábendingar sem hafa orðið stefnuskráratriöi ráðherra Framsóknarflokksins og raunar allrar ríkisstjómarinnar. Sami grunntónn Auðvitað er langt frá því aö borg- arstjórinn í Reykjavík og ungir framsóknarmenn hafi þama allt í einu orðið sammála i stjórnmálum. Sennilega er lengra miili þeirra í skoðunum en ráðherra flokkanna. En í ábendingum þeirra kom fram sameiginlegt álit sem ríkisstjórnin hlýtur aö taka tillit til ef hún ætlar sér lengri lifdaga. Þetta álit er aö kominn sé tími til þess að athafnir komi í stað orða hjá henni. Nú er þetta að vísu nákvæmlega hið sama og landsf ólkið hef ur verið að tuða um undanfama mánuði en af einhverj- um ástæðum hefur ríkisstjómin komist hjá þvi að látast heyra það. Undan þvi verður ekki vikist eftir þessarábendingar. Hingað til hefur óánægju i garð ríkisstjórnarinnar fremur gætt opin- berlega í Sjálfstæðisfiokknum en í Framsóknarflokknum og hefur sú óánægja tengst fjarvem formanns Sjálfstæðisflokksins frá stjómar- stólum. Þótt skoðanir séu skiptar um stjómarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn í röðum óbreyttra fram- sóknarmanna hefur þó verið sæmilegur friöur á yfirborðinu. Kemur þar meðal annars til aö stjórnin hefur lofað ýmsum um- bótum, ekki sist í opinberri stjóm- sýslu og atvinnumálum. Nefnd sem ríkisstjórnin skipaði gerði tillögur um vemlegar umbætur í opinberri stjórnsýslu, ekki síst í stjómar- ráðinu sjálfu, er menn töldu bæði geta leitt til einföldunar og betri árangurs. Þá geröi Samband ungra framsóknarmanna tíHögur um mikla einföldun sjóðakerfisins, sem ætti að auðvelda stjórn á þeim miklu pen- ingum sem um það streyma, og stjórnin tók upp á arma sína. Allt kæft í kerfinu? Svo virðist sem þessar úrbætur eigi báðar að koðna niður. Kerfis- kallar stjórnkerfisins hafa nuddað og nuddaö eftir að tillögumar um úr- bætur í stjórnsýslu litu dagsins ljós og allt bendir til þess að þeir hafi erindi sem erfiði. Enda þótt þvi hafi ekki verið opinberlega lýst yfir áð allt verði þar í sama fari og fyrr er kunnugum orðið ljóst að svo verður það í raun og veru. Verði einhver breyting samþykkt verður búiö að draga tennumar úr tillögum nefnd- arinnar, þannig að breytingin verður fremur breytingarinnar vegna en til þess að einfalda og auðvelda stjórn- sýslu. Svipuð örlög virðast bíða tillagn- ama um uppstokkun sjóðakerfisins. Þar sameinast kerfiskallar og smá- kóngar allra flokka sem sjá fyrir sér að þeir verði sviptir bitlingum og þó fyrst og fremst völdum, sem hafa fært þeim drjúgan skilding. Það bendir því allt til þess að þessar umbætur, sem vissulega hefðu get- aö stuölaðaðmiklubetristjómuná sameiginlegu fjármagni, verði kæfðar í fæðingu. Þetta hvcrt tveggja veldur mörgum vonbrigðum, ekki síst þeim framsóknarmönnum, sem bundu vonir við aö þrátt fyrir það að flokkurinn þyrfti að taka þátt í óvin- sælum aögerðum í efnahagsmálum þá gætu flokksmenn samt veifað ýmsum þjóðfélagsumbótum þegar upp væristaöið. Mestu vonbrigðin Mestu vonbrigðin í röðum fram- sóknarmanna stafa þó að ég hygg af því að lítið fer fyrir þeirri nýsköpun í atvinnumálum, sem svo mikið hefur verið talað um. Að nokkm leyti staf- ar þetta af þeirri tregðu sem er á uppstokkun sjóðakerfisins, en enda- laus íhaldssemi þingmanna í röðum beggja stjómarflokkanna á þar einnig sina sök. Þar viröist þaö sjónarmið eiga miklu fylgi að fagna að allar breytingar séu til ills og umfram allt aö ekki megi gera neina áætlun sem fara þurfi eftir. I gömlu atvinnuvegunum, landbúnaöi og sjávarútvegi, örlar ekki á neinum marktækum breytingum. I sjávarút- veginum miðast enn allt við að skrimta við óbreyttar aðstæður, enda mála sannast að í veiöum virðist ekki mikið svigrúm til annars. Lítill vilji virðist vera til að efla nýjungar í nýtingu og úrvinnslu enda {«r allt í viðjum voldugra sam- taka sem óttast aö allar breytingar geti skaðað veidi þeirra. Svipaða sögu er að segja í landbúnaöL Þrátt fyrir augljósa möguleika í nýjum bú- greinum, sem raunar minna fremur á iðnaö en landbúnað, er gamla kerfið lífseigt og miðar flest við beljur og rollur. Ekkert bólar frekar á nýsköpun í iðnaði. Stóriðjudraug- urinn ríður þar húsum í Sjálfstæðis- flokknum og iðnaðarráðherra virðist fátt nýtt sjá nema kísilmálmveik- smiðju, sem verður að vera staðsett nálægt miöju hans eigin kjördæmis. Þannig hjakkar allt í sama farinu á meðan skuldir hrannast enn upp og sú undirstaða sem þarf fyrir bætt lífskjör er enn í einhverri órafjar- lægö. Vafalitið eiga þær ábendingar sem ég minntist á í upphafi þessarar greinar sér einhvern annan meiri til- gang en að vera nöldriö eitt. Framundan er landsfundur Sjálf- stæðisflokksins. Þar mun verða tekist á um stjórnarsamstarfið og einnig um völd í flokknum, þótt varla verði um breytingar á formennsku MAGNÚS BJARNFREÐSSON að ræöa. Ekki er ósennilegt aö borgarstjórinn sé öðrum þræði aö hleypa lífi í þá umræöu með orðum sinum og aðvara ráðherra flokksins. Framsóknarmenn gera sér iíka mæta vel grein fyrir því að á þessum fundi ráðast örlög ríkisstjórnarinnar og ekki er ósennilegt að ungu mönn- unum sé býsna órótt ef svo fer að ríkisstjómin hrökklast frá völdum viðsvobúið. Vera kann líka að samþykkt þeirra endurspegli þá afstöðu sem virðist eiga vaxandi hljómgrunn í röðum framsóknarmanna að ríkisstjórnin ;sé búin að vera, engar breytingar sem máli skipta fáist fram í henni úr því sem komiö er og flestir ráðherr- anna eigi sér þá ósk heitasta að sitja iá hverju sem gengur, svo eftirlaunin verði hærri. -Magnús Bjamfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.