Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMRER 1970
17
i|
Solzhenitsyn-málið
„Einn sannur listamaður er hættulegri einræðis-
stjórn en nokkur pólitískur andstæðingur*
.«
London FWF —
ÞEGAR hann fékk þau tíð-
indi 8. október sl. að honum
hefðu verið veitt bókmennta-
verðlaun Nóbels, sagði Alex-
ander Solzhenitsyn, sem nú er
51 árs, að hann mundi mjög
gjarnan vilja fara til Stokk-
hólms til þess að veita verð-
laununum viðtöku — „að svo
miklu leyti, sem það er undir
mér komið". Það er því mið-
ur ekki svo mjög undir hon-
um sjálfum komið. Kannski
kann svo að fara að lokum,
að Kreml telji sér henta að
draga úr óskum sínum um að
refsa Solzhenitsyn (bæði fyr-
ir að rita sannleikann, eins og
hann kemur honum fyrir sjón
ir og að vinna aðdáun heims-
ins fyrir að gera það) þar sem
jafnmikil nauðsyn er á því að
fegra ásjónu Sovétríkjanna á
alþjóðavettvangi. En eins og
málum er nú háttað, veit eng
inn hvort ósk Solzhenitsyns
um að fá að fara til Stokk-
hólms til að taka við Nóbels
verðlaununum 10. desember
— og snúa aftur heim til hins
. heittelskaða Rússlands —
verður uppfyllt.
Hinn mikli sellóleikari, Mst
islav Rostropovieh, sem fyrst
varði Solzhenitsyn í bréfi til
Pravda og annarra blaða í
Moskvu, og lét síðan erlend-
um fréttamönnum í té bréf
sitt, þegar það var hvergi birt,
lýsti því yfir að rithöfundur-
inn hefðd með þjáningum sín
um áunnið sér rétt til að „rita
sannleikann eins og hann sér
hann", og hélt síðan áfram af
hughreysti og harmaði hinn al
menna skort á menningarlegu
frjálsræði í Rússlandi.
Ljóst er, að það mundi
koma valdhöfunum í Moskvu,
sem þegar hafa lýst yfir að
verðlaunaveitingin hafi verið
„pólitísk", vel ef rithöfundur
inn óskaði ekki (eða virtist
ekki óska eftir) að fara til
Stokkhólms. En ef Solzhenit-
syn getur ekki af einhverjum
ástæðum veitt verðlaununum
pereónulega móttöku, verður
heimurinn     óhjákvæmilega
minntur á örlög Boris Paster-
naks, sem var neyddur til að
afsala sér verðlaununum 1958.
Ef Solzhenitsyn yrði bannað
að snúa heim eftir að hafa far
ið til Stokkhólms, er ljóst að
heimurinn mundi líta á það
sem hörmulegan atburð.
En burtséð frá slíkum
vangaveltuim, er miki'lvægi
verðlauna Solzhenitsyn fyrst
og fremst fólgið, eins og Rost-
ropovioh gefur til kynna, í
þeirri hræðilegu reyaslu. sem
þessi maður hefur orðið fyrir,
og hugrekki snillingsins, sem
befur gert honum kleift að
endunsegja þessa reynslu 811-
um heimi.
1945, eftir að hafa gegnt her
þjónustu í Rauða hernum í
stríðinu, var Solzfoenitsyn
sendur í þrælkunarbúðir Stal
íns í norðri fyrir að hafa gagn
rýnt einræðisherrann í bréfi.
Hann var látinn laus 1953 og
fluttur til Mið-Asíuhluta Sov
étríkjanna. Hann lifði af
krabbamein, ofan á allar und
angengnar þjáningar, og loks
var Solzhenitsyn latinn laus
og veitt uppreisn æru 1957, er
Krúsjeff vann sem harðast
gegn Stalínismanum. Síðar,
1962, var stutt skáldsaga Solz
henitsyn um lífið í fangabúð-
unum gefin út undir nafninu
„Dagur í lífi Ivan Denisovitch"
og var þetta einnig liður i
and-Stalínismaaðgerðum Krú
sjeffs. Að frátöldum nokkrum
smáfiögum, var þetta bæði
upphafið og endirinn að opin-
berum ritstörfum hans. Önn-
ur skáldsaga, „Krabbadeildin"
sem fjallaði um fólkið í sov-
ézku      fangelsissjúkrahúsi,
fékkst ekki gefin út vegna
þess að í henni var ádeila á
kerfið. „Fyrsti hringurinn"
fékk sömu örlög, en hún fjall
ar um vísindastöð rekna af
Stalflnistum og leyniþjónust
unni, þar sem fangelsaðir vís-
indamenn starfa.
Tvær síðarnefndu bækurn-
ar hafa báðar verið gefnar út
á Vesturlöndum, án leyfis höf
undar. Einstakt afl og mann-
dómur Solzhenitsyns hafa ver
ið viðurkennd víðast um heim
inn, og honum hefur oft verið
líkt við Tolstoy og Dostoyev-
sky. Yevgeny Yevtushenko,
ljóðskáld, hefur umbúðalaust
sagt, að Solzhenitsyn væri
„eini núlifandi, sígildi höfund
urinn í Rússlandi".
Þúsundir dollara hafa
hlaðizt upp á bankareikning-
um á nafni Solzhenitsyns á
Vesturlöndum. Engdn von er
þó til þess að hann fái þetta
fé í hendur. Allir muna öriög
vinar Pasternaks, sem sendur
var í vinnubúðir fyrir að hafa
tekið á móti hluta af ritlaun-
um þess höfundar frá Vestur-
löndum, en slíkt er afbrot skv.
sovézkum lögum.
AUKIN  ÁREITNI
1969 var Solzhenitsyn rek-
inn úr Rithöfundasambandi
Sovétríkjanna fyrir að hafa
„svert sovézkt líf" og fyrir að
„hafa leyft að verk hans væru
notuð í and-sovézkum til-
gangi". Síðan hefur hann orð
ið fyrir æ meiri áreitni. Nú
er hvorki hægt að gefa neitt
út eftir hann né hafa hann í
vinnu í Sovétríkjunum. Hann
gætir þess mjög vel, að fara
að óllu skv. sovézkum lögum,
neitar að ræða við Vestur-
landabúa, og hefur fyrirlitn-
ingu á hugmyndinni um að
flytja úr landi.
í þessum sorglega árekstri
samvizku og valds hefur heim
urinn öðlazt skilning á mál-
efnum þeim, sem um ræðir.
Sem dæmi um þetta má
nefna, að bréf, þar sem mót-
mælt var brottrekstri hans úr
Rithöfundasambandinu sov-
ézka, var undirritað af jafn
sundurleitum mönnum og Ray
mond Aron, Arthur Miller,
Jean-Paul Sartre, Igor Strav-
ináky, Gunter Grass og Yuk
io Miisohima. Síðustu mánuði
ævi sinnar mótmælti Bertrant
Russel persónulega við Kosy
gin, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, vegna meðferðarinn
ar á Solzhenitsyn.
En ekki hafði Solzhenitsyn
fyrr verið veitt verðlaunin
snemma í október sl. er hon
um var lýst af hinni opinberu
sovézku fréttastofu, Novosti,
sem „manni, sem hefur of
mikið álit á sjálfum sér". —
Fréttastofan sagði, að Nóbels-
verðlaunin" myndu nú fæla
frá alla þá, sem fengið hafa
meira en nóg af and-sovézk-
um áróðri". Rithöfundasam-
bandið lýsti verðlaunaveiting
unni sem „ögrun".
Solzhenitsyn
— fær hann að fara til
Stokkhólms?
Þrátt fyrir umkvartanir Sov
étmanna um „pólitíska undir
rót" hefur ekki komið til þess
að hörð árás hafi verið gerð
af hálfu Moskvu á sænsku
Akademíuna, en samband við
hana var aftur tekið upp 1964
er sovézku vísindamennirnir
Nikolai Basov og Alexander
Prochorov fengu að fara til
Stokkhólms til að veita við-
töku Nóbelsverðlaununum í
eðlisfræði. Ári síðar fékk hinn
opinberlega viðurkenndi rit-
höfundur Mikhail Sholokov
bókmenntaverðlaunin og leyfi
til að veita þeim viðtöku. —.
Ekki er minnsti vafi á því, að
í Moskvu munu ráðamenn eft
ir því, að þegar Boris Paster
nak „vildi ekki" fara til Stokk
hólms 1958, var mjög víða til
þess tekið og um það rætt að
eina stjórnin, auk Sovétstjórn
arinnar, sem neitað hefur
þegni sínum um að taka við
þessum miklu verðlaunum
var Þýzkaland nazista á árun-
um fyrir 1939.
Kannski eru ummæli júgó-
slavneska rithöfundarins Mi-
hajlo Mihajlov, sem sjálfur
er í fangelsi af stjórnmála-
ástæðum í heimalandi sínu,
um Solzhenitsyn-málið at-
hyglisverðust. Hann hef-
ur bent á að Solzhenitsyn
sé vissulega ekki andsnúinn
Moskvustjórninni í vest-
rænum skilningi. En Mi-
hajlov bætir við, að hin al-
gjöra skuldbinding rithöfund-
arins við list sína eina sé mjög
alvarleg ögrun við ótakmark
að vald kerfis og flokks, sem
reynir að umsnúa þjóðfélag-
inu með því að stjórna hugsun
manna og tilfinningum jafnt
og ahöfnum. „Einn sannur
listamaður er hættulegri ein-
ræðisstjórn en nokkur póli-
tískur andstæðingur", segir
Mihajlov.
Og þetta er hinn óvelkomni
sannleikur, sem hin ópólitíska
Nóbelsnefnd hefur ýtt að dyr
um  Kreml.
(FWF — öll réttindi áskilin)
Plastskolvaskar
í þvottahús fyrirliggjandi.
Hagstœtt verð
^k J, Þorláksson & Norðmann ht.
Ferðir AKRABORCAR
FERÐIR  AKRABORGAR  I  DAG 26.  11.
FRÁ AKRANESI	KL.	10
FRA REYKJAVfK	KL.	12,30
FRA AKRANESI	KL.	5.45
FRA REYKJAVÍK	KL.	6,30. AFGRETÐSLAN
PIFCO
ÖTRULEGA ODYRAR VORUR
HENTUGAR TIL JÓLACJAFA
Verð oðeíns krónur 2.395,oo
Söluverð í Bretlandi £ 9.19.6 eða
ca. kr. 2.150.00.
Með 16 rúllum í vandaðri tösku
með spegli í loki og öryggisljósi.
Vert er einnig að athuga hinar mörgu gerðir
af Pifeo hárliðunartækjum.
Verð frá kr. 520,00.
Fálkinn  Suourlandsbraut 8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28