Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 21 Sumar á Kjarvalsstödum I Septem- hópurinn Það var ágæt hugmynd að lífga upp á Kjarvalsstaði með fjölþættri kynningarstarfsemi á íslenzkri myndlist yfir hásumar- tímann og mætti ætla, að það geri staðinn forvitnilegri fyrir útlenda sem innlenda. En slík starfsemi þarf lengri undirbún- ing og öflugari auglýsingastarf- semi en tök voru á að þessu sinni, en hér fæst dýrmæt reynsla fyrir framtíðina og hana ber að hagnýta til fulls. Þrjár sýningar eru nú í gangi auk hefðbundinnar Kjarvalssýn- ingar í eystri sal. í vestri sal eru Septem- menn með stóra sýn- ingu, Myndhöggvarafélagið sýnir í vestra gangi og úti á stétt, en Gallerí Langbrók í mið- og eystri gangi. — Þar sem þetta eru allt sýningar, sem vert er að gefa gaum, vel ég þann kostinn að skipta listdómi mínum um sýningarnar og fjalla því hér einungis um þá stærstu þ.e. Septem-sýninguna. — Það eru þrjú ár síðan ég sá Septem-sýningu síðast, svo að tvær síðustu sýningarnar fóru framhjá mér, en í báðum tilvikum var ég erlendis. Á þessum þremur árum hefur ekki orðið ýkja mikil breyting á stílbrögðum listamannanna, enda eru þeir komnir á þann aldur, að ekki er hægt að ætlast til stökkbreytinga og því síður kúvendinga skoðana. En þó er áberandi, að hin lífrænni form hafa sótt á á kostnað þaulhugs- aðra flatarmálsforma, lista- mennirnir byggja sem sagt meira á áhrifum frá náttúrunni og lífinu allt um kring en t.d. litum og flötum eingöngu þ.e. „peintura pura“. — Þannig má hiklaust álíta, að geim- og þotu- öld hafi haft áhrif á stílbrögð Þorvaldar Skúlasonar — þessi fljúgandi form eiga sér vissulega bakgrunn í veruleik samtíðar- innar. Verk hans hafa ekki tekið stórum breytingum hin síðari ár, en staðfesta þó, að Þorvaldur er í fullu fjöri sem listamaður, lætur ekki deigan síga. Hann á mjög jafngóð verk á þessari sýningu, en uppsetning þeirra er harla einhæf og flatneskjuleg að mínum dómi, því að ég tel, að sumar myndanna hefðu notið sín betur sér á skilrúmum. Fyrir mitt leyti finnst mér meiri einhæfni og þreytumerki á upphengingunni í heild en á myndunum á sýningunni, jafnvel þótt sjá megi allmikið af endurtekningum fyrri forma- heilda sýnenda, sem þarf þó ekki að vera gagnrýnisvert. Það er afar erfitt að gera upp á milli mynda Þorvaldar Skúlasonar, en ég vil þó nefna tvær er sérstak- lega höfðuðu til mín eftir nokkr- ar heimsóknir, nr. 54 „Blár dagur" og 57 „Bláar línur". Kristján Davíðsson og Valtýr rétursson eiga flestar myndir á sýningunni en sýna fáar nýjar hliðar á list sinni. Mynd Kristjáns, „Nú er ’ann enn á norðan", er kröftuglega máluð, en aðrar myndir á endavegg árétta styrk stílbragða undan- genginna ára. Svart-hvítu SUMAR á Kjarvalsstöóum - x júlí og ágúst 1979.v , SEPTEM doppumyndirnar eru hressilega gerðar, einkum sú er hefur svip af stjörnunótt og ber nafnið „Skriðjökull" (70). Það er erfitt að reikna Valty Pétursson út og hvað frá honum kemur. Myndir hans á þessari sýningu eru æði misjafnar að gerð og gæðum, sumar hlutlægar, en aðrar óhlutlægar. Hinar óhlutlægu minna á fyrri stílbrögð, og þótti mér þar nr. 45 „Mallorca", sýnu heillegust. Af hlutlægu myndun- um þótti mér nr. 39 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON „Skammdegi" þróttmest í út- færslu, bæði hvað lit og bygg- ingu snerti. Myndin „Blóm“ (36) er afar falleg í lit og leiðir hugann ósjálfrátt að Henri Matisse. Létt og leikandi vinnubrögð einkenna myndir Steinþórs Sigurðssonar, auk þess sem þær eru æði snotrar fyrir augað og þá einkum við fyrstu sýn. En einhvern veginn er ég ekki sáttur við þessar myndir frá hendi Steinþórs, vildi gjarnan sjá hér meiri átök við efniviðinn. Máski er hér um breytinga- og gerjunarskeið að ræða og verður þá fróðlegt að sjá áframhaldið. Málverkið „í garðinum" (83) þótti mér halda sér best, vera jarðneskast og upprunalegast. Jóhannes Jóhannesson er algjör andstæða Steinþórs í vinnubrögðum, hann þaulvinnur myndir sínar, en gerir það á þann hátt, að þær tapa sjaldnast ferskleika sínum. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með myndir hans við fyrstu heim- sókn, en nú finnst mér hann standa einna traustast á sýning- Atómbomba Sigurjóns unni, myndir hans, „Landnám" (30) og „Hrynjandi" (32), eru afar sterkar og áleitnar. Guðmunda Andrésdóttir sýnir nýja hlið á sér í nokkrum myndum, og þar þykir mér mál- verkið „Vorblót" hrifmest. Annars eru vinnubrögð hennar söm við sig og mikið um endur- tekningar fyrri formheilda. Framlag Sigurjóns Ólafsson- ar er með sterkasta móti, hann „brillerar" í nær hverri einustu mynd og er makalaust, hve hann er frjór í myndhugsun. Mætur maður sagði við mig á dögunum, að það hlyti að vera vegna þess, að maðurinn hefur „húrnor", og ég held, að þar hafi hann hitt naglann á höfuðið. Engin þurrpumpa myndi geta gert slík- ar myndir, sem geisla af ástríðu- mögnuðu lífi og fjöri og stundum er líkast því, sem maður sjái hinn síkvika listamann glotta með glampa á brá að baki mynd- anna. Sagt er að Aristide Malliol hafi dreymt að verða mikill málari í æsku og í því skyni gekk hann í listaskóla, en þá vildi svo til að honum tók að daprast sjón. í örvæntingu sinni hóf hann að móta í leir og hætti því ekki, þótt sjónin batnaði aftur. Það var til þess, að í stað miðlungsmálara eignaðist heimurinn einn mesta myndhöggvara síðari tíma. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér, er ég las þau ummæli Sigurjóns í viðtali, að vegna veikinda ynni hann eingöngu í tré um þessar mundir. Ég sé ekki betur, en að bæði hann og við megum vel við una, ef við tökum mið af vinnu- brögðunum. Veikindin eru slæm, en tréskúlptúratnir frábærir! Ég vil óska honum batnandi heilsu og okkur fleiri tréskúlptúra ... Erfitt er að gera upp á milli tréskúlptúranna, því að allir eru þeir góðir, en ég bendi hér á nokkra kostulega góða, „Atóm- bomban" (5), „Samstæður" (6), „Sólstafir" (10) og „Níðstöng" (II). Merkilegt hve tilfinning Sigurjóns er rík fyrir efniviðin- um hverju sinni. Gifsmynd hans er einföld og skemmtileg og andlit Björns Ólafssonar konsertmeistara er lifandi kom- ið í bronsi. Dregið saman í hnotskurn er Septem-sýningin listviðburður, sem hafa efni á að láta fram hjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.