Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 39 þeirra hjóna til Garðs, ættaróðals Halldórs bónda, hafi verið í minn- um höfð sökum glæsibrags og fríðs föruneytis. Ég hygg, að hjónaband þeirra hafi verið með eindæmum gott, í öllu voru þau samhent, samvilja og gestrisni þeirra var einstök og sérstæð að því leyti, að manni fannst maður alltaf vera þar heimamaður. Samkvæmt framanskráðu áttu þau hjón gullbrúðkaup 30. júní 1978 en þá var Haildór bóndi sjúklingur á sjúkrahúsinu á Húsa- vík og hefur legið þar síðan til dauðadags 28.7. ’79. Þau hjón eignuðust 6 börn talin í aldursröð: Valgerður, gift Kristjáni Sigurðssyni sjúkrahús- lækni í Keflavík, Anna Guðný, gift Svani Jónssyni skipstjóra í Kefla- vík, Árni, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur, nú bóndi í Garði, Guðbjörg, búsett í Reykjavík, Hólmfríður, gift Guðmundi Laug- dal bifreiðastjóra og bifreiðasmið, Selfossi, og Árnþrúður, gift Jóni Kristinssyni bakara í Reykjavík. Öllum börnum sínum komu þau til manndóms og þroska ásamt barnabörnum að miklu leyti á sumrum. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að lýsa ævistarfi tengdaföð- ur míns og konu hans, en þó hef ég þá trú að fáum muni auðvelt að feta í fótspor þeirra. Mér fannst Elli kerling fara heldur ómjúkum höndum um tengdaföður minn, og fannst mér hann í fyrstu kunna því illa að geta eigi sinnt bústörfunum sem aðrir menn, og hygg ég, að hann hafi aldrei getað sætt sig að fullu við það. Fyrir nokkrum árum fór hann að kenna sjúkleika þess, er til bana dró. Síðastliðið rúmt heilt ár dvaldist hann á Sjúkrahúsinu í Húsavík og var að mestu rænulaus frá síðastliðnu hausti. Kom þá gleggst í ljós ást og umhyggjusemi eiginkonu hans, sem var hjá hon- um öllum stundum allt til loka- dægurs. Ég hygg að Halldór bóndi hefði viljað sagt hafa við konu sína að leiðarlokum: ég þekkti ást, sem aldrei brást og alltaf gerði lífið bjart. Að leiðarlokum vil ég þakka þér allt, sem þú hefur kennt mér og gefið mér af ógleymanlegum minningum á samferð okkar. Velkominn heim í Garð. Kristján Sigurðsson. Þann 28. júlí andaðist á sjúkra- húsi Húsavíkur Halldór Árnason bóndi í Garði í Mývatnssveit, 81 árs að aldri. Halldór var fæddur í Garði 12. júlí 1898 og ól þar allan sinn aldur að segja má. Áð því er ég bezt veit mun hann aldrei hafa dvalizt utan Mývatnssveitar nema sem gestur og þá aðeins stutta stund. Lengsta fjarvist hans og raunar sú eina, er teljandi sé, mun hafa verið hans síðasta, er hann dvaldist á sjúkrahúsi Húsavíkur rúmlega eitt ár. Og þótt ég þykist þess fullviss, að allir ástvinir hans og aðrir velunnarar fagni nú komu hans heim til Mývatnssveitar, býður mér í grun, að engan muni það meira gleðja en hann sjálfan. Halldór tók við búi í Garði af föður sínum árið 1922, og gerðist systir hans Þura (Þura í Garði, sem landskunn varð af kveðskap sínum) ráðskona hans um sex ára skeið, eða til 1928, en þá kvæntist Halldór Sigríði Jónsdóttur frá Vatnsleysu í Skagafirði, hinni mætustu konu. Þau hjón bjuggu í gamla bæn- um í Garði í sambýli við bróður Halldórs, Björgvin, sem bjó á hluta jarðarinnar, en þá byggir hann steinhús niðri á Grund, eða syðst í túnfætinum, en Björgvin byggir sér hús sem næst á gamla bæjarstæðinu. Halldór lét ekki þar við sitja, heldur byggði hann að nýju öll peningshús á hans hluta jarðar- innar og hlöðu auk geymsiuhúss. Auk þess ræktaði hann allt það, sem tiltækt var af hans heima- landi. Garður er rýr jörð að ýmsu leyti. Ræktanlegt land er lítið og það, sem er, er óhentugt til ræktunar. Helztu kostir eru gott beitiland í hrauninu suður og austur frá bænum og notadrjúg silungsveiði er í vatninu, en nokk- uð langsótt til veiðanna, og því tímafrekt að afla þar fanga. En Halldór skorti hvorki elju né áhuga, þó að oft hafi vinnudagur verið langur, og hlifði sér hvergi. Verklaginn var hann og hafði glöggt auga fyrir því, hvernig bezt væri að haga störfum. Halldór naut ekki annarra skólamenntunar en lítils háttar farkennslu á barnsaldri og svo þeirrar, er heimili þeirrar tíðar veittu börnum sínum. Sú fræðsla reyndist honum þó um margt notadrjúg, svo sem mörgum sam- tíðarmanni hans. Hann var bókhneigður og athugull vel, enda las hann mikið og hafði gott minni. Ég veitti því oft athygli, hversu næmum málsmekk hann Fæddur 6. október 1886. Dáinn 25. júlí 1979. Hann afi minn, Eiríkur Þor- steinsson, er látinn. Hann lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 25. júlí. Mig langar að minnast hans í örfáum orðum, en ættir hans og störf ætla ég ekki að rekja, það gera vafalaust aðrir mér færari. Afi var fæddur að Reykjum á Skeiðum 6. október 1886, og hefði því orðið 83 ára næstkomandi haust. Þótt aldurinn hafi verið orðin hár, bar afi hann mjög vel, fékkst meira að segja tðluvert við skriftir fram undir það síðasta. Til dæmis fékk ég síðast sendibréf frá hon- um fyrir réttu ári, og var ekki hægt að sjá, að þar færi rithönd svo fullorðins manns, en við skipt- umst öðru hvoru á sendibréfum og höfðum bæði mjög gaman af. Afi og amma, Ragnheiður Ágústsdóttir frá Birtingaholti, bjuggu allan sinn búskap að Löngumýri á Skeiðum og lifðu í farsælu hjónabandi í 52 ár, eignuðust 6 börn og einn fóstur- son, sem öll lifa nema sonur er lést síðastliðið haust. Afi var mikill unnandi góðrar tónlistar, spilaði á orgelið sitt og söng, en hann var organisti og meðhjálpari í Ólafsvallakirkju í 50 ár. Það var ekki svo ósjaldan tekið lagið með afa og ömmu er við krakkarnir sóttum þau heim. Ég kveð nú afa minn og óska honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Far þú (friði. Friður Kuðs þig bletwi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkat þú með guði. Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljúta skalt. (V. Briem.) Sigrún Pálsdóttir. í dag verður til moldar borinn Eiríkur Þorsteinsson bóndi í Löngumýri á Skeiðum sem lést 25. júlí s.l. Hann var fæddur á Reykj- um á Skeiðum 6. október 1886. Þorsteinn faðir hans var smiður góður en hann var sonur Þorsteins bónda í Brúnavallakoti á Skeiðum, Jörundssonar, Illugasonar Skál- holtssmiðs sem var annálaður fyrir smíðar. Ingigerður móðir Eiríks var dóttir Eiríks yngra dannebrogsmanns á Reykjum Eiríkssonar Vigfússonar hrepp- stjóra en kona hans var Guðrún Kolbeinsdóttir frá Miðdal. Eiríkur var skáld gott og stund- aði einnig ljósmóðurstörf. Eitt sinn var hann sóttur til konu sem ekki gat fætt, fann hann strax að barnið var dáið en hann hugðist bjarga konunni. Fór hann þá fram að Brúnavallakoti til Þorsteins sem smíðaði fæðingartengur eftir leiðsögn Eiríks, sem fór síðan með var gæddur og hafði glöggan skilning á því, hvað þar mætti betur fara, enda var hann greind- ur vel og athugull. Halldór var um margt sérstæð- ur persónuleiki, og er það ekki sagt í neikvæðri merkingu. Gam- ansamur var hann og oft hnyttinn í tilsvörum, kunni vel að meta góðsama kýmni og það engu síður, þótt hún beindist að honum sjálf- um. Árin 1930 og 31 dvaldist ég á Skútustöðum, næsta bæ við Garð, tókst þá með okkur Halldóri kunningsskapur, og ég held mér sé ohætt að segja vinátta, sem aldrei rofnaði né bar skugga á. Síðar á ævinni dvaldi ég um 12 ára skeið á Akureyri, fór ég þá oft um garð í Garði, en aldrei fór ég þar framhjá. Var mér þá ávallt fagnað sem góðum vini og veitt af hlýju og rausn. tengurnar, náði barninu og bjarg- aði þannig lífi konunnar. Vísur Eiriks Eiríkssonar eru margar þjóðkunnar. Til afa orti hann þessa vísu: Aldrei hef ég Eirfk stti auKun blindu valda þvf samt við hann ég ayng og kveð sálma mfna og kvœúin ný. Þegar heimi förum fri frfir Iffs við armóðinn vafalaust ég þekki þá þennan gúAa Eirfk minn. Þau Þorsteinn og Ingigerður komu upp 13 börnum og var afi yngstur þeirra. Öll eru þau nú dáin. í æsku vann afi öll þau störf sem til féllu en hneigðist þó fljótt að smíðum og félagsmálum og var frumkvöðull að stofnun Ung- mennafélags Skeiðamanna 1908. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1912. Eftir það vann hann við plægingar og smíðar, auk þess sem hann vann við sand- græðslu hjá Gunnlaugi Krist- mundssyni að Reykjum og víðar. Vorið 1915 kvæntist hann Ragn- heiði Ágústsdóttur frá Birtinga- holti en hún var dóttir hjónanna Móeiðar Skúladóttur, læknis Thorarensen og Ágústs Helgason- ar bónda í Birtingaholti. Hún var fædd 9. mars 1889 og lést 26. febrúar 1967. Þau hófu búskap á hálfri jörð- inni Löngumýri vorið 1915. Á þeim árum steðjuðu margvíslegir erfið- leikar að íslenskum landbúnaði sem leiddi til þess að margir byrjendur helltust úr lestinni. Bústofninn hjá þeim ungu hjónum var ekki stór á nútíma mæli- kvarða, eða 5 kýr, um 40 ær og tvö hross. Með dugnaði og natni tókst þeim að stækka bústofninn með árunum og fór svo að þau keyptu hinn hluta jarðarinnar 1921. Fyrir utan hinar hefðbundnu búgreinar, sauðfé og nautgripi, höfðu þau alltaf talsverða garðrækt, bæði rabbarbara og gulrófur. Skrúð- garð byggðu þau fljótlega eftir að þau byrjuðu búskap og áttu þau þar margar unaðsstundir bæði með gestum sínum og börnum. Á félagsmálum höfðu þau bæði mik- inn áhuga, hún starfaði með Kvenftl. Skeiðahrepps á meðan hún hélt heilsu og kröftum. Hann sýndi ungmennafélags- hreyfingunni mikinn áhuga eins og áður er getið og var fyrsti formaður Ungmennafélags Skeiðamanna svo og var hann formaður Búnaðarfélags Skeiða- hrepps í 22 ár. Einnig var hann formaður skólanefndar og deildar- stjóri Sláturfél. Suðurl. á þriðja áratug. Öll þau störf sem honum voru falin reyndi hann að leysa sem best af hendi. Honum var reglu- semi töm og var listaskrifari. En af öllum þeim störfum sem honum voru falin, naut hann sín best í þjónustu krikjunnar. Ungur byrj- aði hann sem organisti í Ólafs- vallakirkju og var síðan meðhjálp- ari til ársins 1968 og í sóknar- nefnd starfaði hann í rúma fjóra Á síðastliðnu sumri lá leið mín enn um Garð. Ég brá ekki venju minni að koma þar við, en nú hafði sól brugðið sumri. Halldór, vin minn, né hans ágætu konu var þar ek-ki að finna. Hann lá þá helsjúk- ur á sjúkrahúsi, og Sigríður var þar hjá honum. En mér var þó enn vel fagnað af syni hans, Árna, og konu hans, og það þótt ég þekkti þau vart nema af afspurn. Mér brá við að frétta af vini mínum Halldóri, en ég fór þaðan glaðari eftir að hafa kynnzt því af raun, að sami andi myndi enn svífa þar yfir vötnum. Og ég er þess fullviss að svo muni verða. Þau Sigríður og Halldór áttu sex börn, sem þau komu öllum vel til manns. Þau eru: Valgerður Guðrún, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni í Keflavík, Anna Guðný, gift Svani Jónssyni skipstjóra, Árni Arngarður bóndi í Garði, kvæntur áratugi. Alls starfaði hann fyrir kirkjuna í hálfan sjöunda áratug. En trú hans var ekki dregin fram á sunnudögum og viðruð, heldur byggði hann sitt líf á trúnni. Alla sína ævi bað hann bænir og færði þakkir að morgni og kveldi, enda óttaðist hann ekki dauðann og trúin veitti honum styrk. Nú í haust þegar Þorsteinn sonur hans féll frá langt fyrir ^ldur fram, sáum við best hvern styrk trúin veitti honum og til hans var leitað til huggunar. Þau afi og amma áttu 6 börn og einn fósturson, sem var þeim 'sem kær sonur. Þau eru: Ágúst, bóndi á Löngumýri* kvæntur Emmu Guðnadóttur frá Reyðarfirði; Elín, gift Eiríki Guðnasyni bónda og trésmið á Votumýri; Þorsteinn yfirkennari við Vogaskólann, hann lést s.l. haust. Hann var kvæntur Solveigu Hjörvar; Páll aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Svanfríði Gísladóttur frá Dýrafirði; Sigurð- ur vinnur hjá Vegagerð ríkisins; Ingigerður, gift Jóni Ingvarssyni bónda á Skipum í Stokkseyrar- hreppi. Fóstursonurinn er Baldvin Árnason iðnaðarmaður á Selfossi, kvæntur Þuríði Bjarnadóttur frá Hellu. Við viljum minnast hans og þakka honum allar þær ánægju- stundir sem hann veitti okkur. Minningin um hann er þó svo nátengd minningunni um ömmu að við getum ekki minnst hans án þess að minnast hennar. Meiri Guðbjörgu Eyjólfsdóttur frá Hrútafelli undir Eyjafjöllum, Guðbjörg, er var gift Éinari Pét- urssyni, Hólmfríður, gift Guðm- undi Jónssyni í Neðradal í Bisk-’ upstungum, þau búa á Selfossi, og Arnþrúður, gift Jóni Albert Krist- inssyni bakarameistara í Reykja- vík. Halldór, vinur minn, hefur nú gengið veginn á enda, þann er við öll hljótum að ganga. Eftir lifir minning um góðan dreng. Ég á þá ósk heitasta, að sveitin hans fagra, sem hann unni og fórnaði kröftum, megi skarta sínu feg- ursta við heimkomu hans. Ég þakka honum vináttu og órofa tryggð. Konu hans, Sigríði, svo og börnum hans, venzlafólki öllum og vinum votta ég innilega samúð. Guð blessi þig, vinur, nú og um alla eilífð. Theódór Daníelsson. hamingja en í þeirra hjónabandi verður sjálfsagt vart fundin. Þau voru samhent um að koma börn- unum sínum til manns. Seinna leituðum við systkinin til þeirra ef eitthvað bjátaði á. Þegar við komum heim úr skólanum og heilsuðum þeim, sátu þau inni í stofu og afi las fyrir ömmu og hún saumaði. Oft var gestkvæmt hjá þeim og var þá oft glatt á hjalla, spilað á orgelið og sungið og var gestum veittur góður beini, sem við syst- kinin nutum góðs af. Ef einhvers staðar voru veikindi var það vani hjá ömmu að senda sjúklingunum glaðning. Margir jafnt menn sem málleysingjar nutu góðs af lækningahæfileikum hennar. Alltaf voru þau samhent um að öllum liði sem best, mönn- um sem skepnum, í návist þeirra. Bæði áttu létt með að fyrirgefa og sagði afi, að þau hjónin hefðu aldrei látið sólina setjast yfir reiði eða leiða þeirra á milli og hefðu alltaf beðið fyrir hvort öðru, heilsast og kvaðst þó stutt væri farið. Aldrei munum við eftir að styggðaryrði félli þeirra á milli né í annarra garð. Eftir að amma dó, gætti afi blómanna í gluggunum, sem voru aðallega rósir og pelargóníur, eins lengi og hann gat, þau tengdu hann við hana sem var farin á undan. Á hverju kvöldi spilaði hann sálma sem þeim hafði báð- um þótt vænt um og vissi að hann átti góða heimkomu þar sem hún beið hans. Fyrst um sinn hélt hann áfram búskap eftir lát hennar að vísu í smáum stíl, en hann kunni aðgerð- arleysinu illa. Síðustu árin var hann svo hjá börnum á Löngumýri og Votumýri til skiptis þar til síðasta sumar að hann fór til Þorsteins og Solveigar og var þar þangað til hann fór á Elli- og dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Hann var þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert, þó þakk- aði hann mest fyrir þá góðu heilsu sem hann hafði allt þar til hann fékk þann sjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem hjúkruðu honum og hjálpuðu þar til yfir lauk. Megi minningin um hann lifa og ævistarf hans hljóta guðsblessun. Systkinin á Löngumýri Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Eiríkur Þorsteinsson Löngumýri - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.