Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 4 Kveðjuorð: Sr. Robert Jack Fæddur 5. ágúst 1913 Dáinn 11. febrúar 1990 Þeir týna nú óðum tölunni gömlu vinimir, sem maður eignaðist annað hvort a'sínum unglingsárum eða fyrstu manndómsámm. Sá, sem nú hefur lagt upp í ferð- ina síðustu og var einn af mínum gömlu vinum er séra Róbert Jack, en um andlát hans fréttum við hjón- in er við vorum stödd erlendis. Ég ætla ekki með þessum fáu orðum að gera grein fyrir ættum séra Róberts né lífshlaupi, heldur eiga þetta fyrst og fremst að vera nokkur kveðju- og þakklætisorð frá okkur hjónum fyrir langa og trygga vináttu. Ég held -að það hafi verið árið 1939, sem leiðir okkar séra Róberts lágu fyrst saman. Ég var þá nýbyij- aður í starfi hjá heildversluninni Heklu og átti að annast bréfaskrift- ir á ensku, og leitaði ég þá til séra Róberts um enskukennslu í einka- tímum. Þetta leiddi til nánari per- sónulegra kynna og varð hann tíður gestur á heimili foreldra minna í Miðstræti 5 á meðan ég var enn í föðurgarði. Á þessum tíma treyst- ust mjög vináttuböndin og þó séra Róbert hafi gegnt störfum víðsveg- ar um landið sem sóknarprestur og einnig erlendis rofnuðu aldrei þessi vináttubönd, og alltaf héldum við sambandi hvor við annan, þó stund- um liði langt á miili. Séra Róbert var mörgum góðum kostum búinn. Alltaf fannst mér hann vera i sama góða skapinu og aldrei man ég eftir að hann brýndi raustina þó skiptar skoðanir væru um hlutina. Hann hafði einkar skemmtilegan frásagnarhæfileika og gat fært einfalda hluti í skemmtilegan búning. Ég held að öllum hafi þótt gott að vera í ná- vist séra Róberts og honum fylgdi ávallt hressandi og hispurslaus blær. Séra Róbert varð aldrei auðugur á veraldlega vísu, en átti því láni að fagna að eiga tvo góða lífsföru- nauta. Fyrri konu sína Sigurlínu Guðjónsdóttur missti hann frá fjór- um ungum börnum. Kvæntist séra Róbert aftur eftirlifandi konu sinni Vigdísi Sigurðardóttur og átti með henni fímm böm. Ég átti bágt með að skilja hvern- ig séra Róbert fór að því að koma bömum sínum til mennta af sínum litlu efnum og hlýtur þar að hafa ráðið mikil nýtni og góð ráðdeild hjónanna. Persónulega er ég þakklátur for- Guðmundur Daníelsson, skáld og rithöfundur, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 6. þ.m. á áttugasta aldursári. Með honum er genginn sá maður sem um afar langt skeið setti hvað mestan svip á umhverfið og gustaði um og sópaði að svo sem títt er um karlmenn og hetjur, en þó öllu öðru fremur sá höfðingi í ríki andans sem öllum hafði eitt- hvað að miðia af skapandi auðlegð og skáldlegu örlæti. Við sem þekkt- um hann stöndum því snauðir eftir og finnst sem við okkur blasi stórt og vandfyllt skarð. En við vitum að enginn má sköpum renna og að allir verða að lúta lögmálinu. 0g þótt sárt sé að kveðja góðan og merkan samferðarmann, blandast sá harmur þakklæti og gleði yfir öllu sem hann gaf okkur, yfír árun- um sem við fengum að njóta sam- fylgdar þessa skemmtilega og góða drengs og yfír öllum góðum verkum hans sem eftir standa sem gjöf til komandi kynslóða í landinu. Guðmundur Daníelsson fæddist hinn 10. október 1910 í Guttorms- haga í Holtum, þar sem foreldrar sjóninni fyrir að hafa kynnst séra Róbert Jack og eru það einungis ljúfar minningar, sem ég geymi um þennan góða dreng. Eftirlifandi konu og afkomendum sendum við Ásta handan um hafíð hlýjar samúðarkveðjur. Oskum við séra Róbert góðs brautargengis á þeim leiðum, sem framundan eru. Árni Gestsson Ég, sem þessi orð festi á blað, var sóknabam síra Róberts í aldar- þriðjung, en frá 1955 til 1988 þjón- aði hann Breiðabólstaðar- og Tjam- arprestakalli og sat allan þann tíma að Tjöm á Vatnsnesi. Síra Róbert var hvers manns hugljúfí og gerði sér engan mannamun. Sá mun dóm- ur þeirra sem kynntust honum og nutu þjónustu hans. Ég stend í þakkarskuld við síra Róbert og langar mig nú til að það komi fram þegar hann er allur. Svo er mál með vexti, að dóttir okkar hjónanna leið af hjartasjúkdómi, þá um ferm- ingaraldur, árið 1967, ogþrautaráð var að koma henni undir læknis- hendur erlendis, en þá voru ekki enn hafnar aðgerðir gegn hjarta- sjúkdómum hér á landi. Síra Róbert var sem kunnugt er skoskur að ætt og uppvexti. Ég leitaði til hans um að fylgja dóttur minni utan til lækninga (faðir henn- ar var þá nýlátinn), til Skotlands, þar sem gerð yrði á henni aðgerð, sem væntanlega lagfærði með- • fæddan hjartagalla. Síra Róbert varð góðfúslega við bón minni. Aðgerðin sem gerð var af færum hjartasérfræðingi í Edin- borg, heppnaðist vel. Dóttir mín, Dýrunn að nafni, hefur eigi kennt sér meins síðan. Þökk sé síra Ró- bert fyrir hans hlut þar að. Um förina og sjúkravist Dýrunnar ritaði presturinn ítarlega grein í ársritið Húna fyrir nokkrum árum. Með því að verða þarna við þeirri bón minni, sem ég hefi lýst, sýndi síra Róbert sannarlega hvaða mann hann hafði að geyma. Slíkt gleym- ist eigi, en geymist í þakklátum huga. Þökk sé honum, megi minning hans lifa, — prestsins sem þjónaði víðlendu prestakalli um langa hríð og ávann sér allra traust. J.B. frá Galtanesi Sr. Róbert Jack var þjóðkunnur prestur^ er hafði dvalið fjölda ára meðal Islendinga þó hann væri af hans, Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir og Daníel Daníelsson, bjuggu búi sínu. Þar ólst hann upp ásamt systkinum sínum í góðu umhverfí rótgróinnar sveitamenningar. Ekki mun þó hugur hans hafa staðið til sveitabúskapar, heldur þráði hann að sjá heiminn og bijóta sér braut til mennta og skáldskapar. En efni til skólagöngu voru takmörkuð eins og víðast hvar til sveita á þeirri tíð, þegar lífsbaráttan gekk helst út á það að hafa nóg að bíta og brenna og þótti gott ef það tókst. En með mikilli vinnu frá unglingsaldri, og þá jafnt til sjávar og sveita, og harðfylgi þess sem vissi hvað hann vildi, tókst Guðmundi brátt að kom- ast í Laugarvatnsskólann og eftir það í Kennaraskóla Islands, þar sem hann brautskráðist voríð 1934. Hóf hann þá þegar næsta haust störf sem kennari og skólastjóri, fyrst í Vestur-Húnavatnssýslu, síðan í Súgandafirði, þá á Eyrarbakka um tveggja ára skeið og loks á Sel- fossi, er hann lauk löngum kennslu- ferli árið 1973. Ýmsum hefði nægt sem ævistarf erlendu fólki kominn, skosku og írsku. Honum féll vel að dvelja með okkur Islendingum en það hefur verið sagt um Ira að þar sem þeir hafa tekið sér bólfestu um dagana væru þeir einkar heimakærir og samlagist fólkinu vel. Þannig var farið með sr. Róbert Jack, er hann gerði för sína til ís- lands á góðum aldri og blandaði geði við íslendinga. Hann var hraustur íþróttamaður, næmur á norræna tungu og vel hugsandi. Af feðrum sínum lærði hann að hafa lærdóm í heiðri. Róbert Jack fæddist 5. ágúst 1913 í Glasgow í Skotlandi. For- eldrar hans voru Róbert Jack bygg- ingameistari í Bearsden í Skotlandi og kona hans, María Vennard lyfja- fræðingur. Forfeður Róberts í föð- urætt voru járnsmiðir, ágætir hag- leiksmenn í listinni og stofnuðu verksmiðju á 18. öld en aðrir urðu bændur. — María föðuramma Ró- berts var af írskum ættum, frá Norður-írlandi. Tómas faðir hennar flutti til Glasgow á yngri árum og var skrifstofustjóri og hafði ánægju af tónlist. — Róbert var af fjölhæfu fólki kominn og guðhræddu. Hann var maður fyrirmannlegur og bar sig vel á velli og hugsandi maður um andleg mál. Róbert varð stúdent við Bearsden Academy 1931 og BA;prófi við Glasgow-háskóla 1936. Á námsár- unum stundaði hann íþróttir, eink- um knattspymu, og keppti með liði sínu víða á meginlandinu. — Þar kom að hann hafði ísland fast und- ir fótum og hóf kennslu í knatt- spyrnu meðal ungra manna. Þótt hann væri ekki kunnugur íslensku máli var hann fijótur að kynnast fólki hér á landi og lagði sig eftir að læra íslenskuna. Þá greiddu margir góðir menn götu hans er hann hafði kynni af, einkum í prestastétt. Hann var alinn upp í hinni skosku kirkju frá barnæsku, 5 ára gamall tók hann að sækja sunnudagaskóla er hann hafði gott af alla tíð. Þá fékk hann köllun til að nema guðfræði við guðfræðideild Háskóla Islands, en styijöldin var þess vald- andi að hann las ekki í sínu heima- landi. Þetta varð til þess að hann lagði sig eftir íslensku máli og þjóð- háttum og varð þetta honum til góðs. Róbert Jack lauk guðfræði- prófi við Háskóla íslands 1944. Vom þeir 8 sem útskrifuðust í það sinn. — 2 af þeim urðu biskupar og 3 prófastar. Það varð Róbert til góðs að hann sem guðfræðinemi starfaði í Dala- sýslu sumarlangt, hjá sr. Ásgeiri Ásgeirssyni prófasti. Þar kynntist hann konuefni sínu, Sigurlínu Guð- jónsdóttur Sigurðssonar frá Þrið- riksvöllum i Steingrímsfírði, Strandasýslu, er var komin í móður- ætt af Briemsætt en í föðurætt af að sinna kennslustörfum og skóla- stjórn um 40 ára skeið, en því var síður en svo farið um Guðmund Daníelsson. Þegar í æsku hafði hann byijað að fást við skáldskap og á skólaámnum í Kennaraskólan- um gaf hann út fyrstu bók sína, Ijóðmælin „Ég heilsa þér“, árið 1933. Árið 1935 kom svo fyrsta skáldsagan hans, „Bræðurnir í Grashaga", og síðan á næstu árum rak hvert verkið annað, „Ilmur dag- anna“, „Gegnum listigarðinn", „Á bökkum Bolafljóts" og fleira og fleira sem of langt yrði upp að telja, skáldsögur, smásögur, ljóð, leikrit, viðtöl, þættir, þýðingar og aldrei var slegið slöku við, meðan dagur entist. Ritverkin eru orðin yfir hálft hundrað. Jafnan stóð hann í fremstu röð meðal rithöfunda þjóð- arinnar og hlaut margvíslegar við- urkenningar fyrir bókmenntaafrek sín. Þannig hlaut hann heiðurslaun listamanna frá 1973 og sæmdur var hapn Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1981, svo að eitthvað sé nefnt. Auk skólastarfa og ritstarfa gaf Guðmundur sér líka tíma til að sinna margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var formað- ur Félags íslenskra rithöfunda um skeið, formaður skólanefndar Laug- arvatnsskóla um árabil, í sveitar- stjórn Selfosshrepps, stjórnarfor- maður Héraðsskólasafns Árnes- hraustri bændaætt. Hún var trúuð kona er studdi mann sinn í verki. Þau giftust 30. júní 1944. Þau eign- uðust þessi börn: Davíð flugvirki, kvæntur Bergdísi Sigmarsdóttur; Róbert Jón rafvirkjameistari, kvæntur Sigrúnu Baldursdóttur; María Lovísa, gift Niiia Renikanen; Pétur William, kvæntur Elínu Guð- mundsdóttur, hann er látinn. Sr. Róbert var vígður til Eydala í Breiðdal 18. júní 1944 og þjónaði þar í 3 ár í hinum gróðursæla dal. Hann sótti þá um Grímsey, nyrstU byggð landsins sem var nokkuð ein- angruð. Hann sat þar á prestsetrinu Miðgörðum. Skrifaði sr. Róbert þar fróðlega bók á ensku um Grímsey og Grímseyinga, er gefin var út á íslensku á síðastliðnu ári. Þetta sýnir að sr. Róbert hefur samlagast fólkinu í söfnuði sínum og vegnað þar vel. Nú fóru erfið ár í hönd. Hin ástríka kona sr. Róberts tók sjúk- dóm er leiddi hana til dauða 2. mars 1952. Börn þeirra hjóna voru á æskuskeiði og höfðu hlotið góða umönnun hjá móður sinni. Missir konunnar tók mjög á sr. Róbert, en hann trúði alltaf á handleiðslu Drottins. Svo varð einnig. — Til hans réðst ung og mikilhæf kona, Vigdís Sigurðardóttir. Hún var frá Skálanesi í Gufudalssveit. Vigdís er af Djúpadalsætt, kyni Björns Jónssonar ráðherra. Gengu þau í hjónaband 16. júní 1953. Nokkrum mánuðum eftir brúð- kaupið fluttu þau með fjölskyldu sína til Vesturheims. Sr. Róbert hafði fengið köllun til Árborgar- Riverton-prestakalla í Nýja íslandi í Kanada. Mun sr. Róbert hafa fall- ið vel að starfa með íslendingum og enskumælandi fólki. Hann kom- inn úr einangruninni á íslandi þar sem væri margt að sjá og kynnast. En þrátt fyrir góðar minningar um sýslu, sat í yfirkjörstjóm Suður- landskjördæmis, var ritstjóri Suður- lands í tvo áratugi, ritaði bók- menntagagnrýni í dagblöð árum saman og lagði á margt annað gjörva hönd. Dagsverk Guðmundar Daníels- sonar er því ærið margþætt og mikið, enda maðurinn karimenni og vart einhamur. Sífellt gaf hann sér líka tíma til að sinna hinum fjöl- breytilegustu áhugamálum, þótt hin skapandi listagáfa ætti jafna sterk- ust ítök í fijóum huga hans. Eitt með öðru sem hann fékkst við á starfíð meðal Vestur-íslendinga þráði hann að komast til íslands að nýju. Honum var nú ljóst að ísland var hans heimaland ásamt Skotlandi, þó djúpir væru íslandsál- ar. Því sótti hann um Tjarnarpresta- kall í Húnaþingi er það var auglýst laust. Hann hafði nokkur kynni af hinum þjóðkunna presti sr. Sigurði Norland í Hindisvík. Hann var mætur prestur, skáld, málamaður og búhöldur á sína vísu. Sr. Róbert fékk löglega kostn- ingu til brauðsins. Er hann kom til prestsetursins var þar enginn húsa- kostur, íbúð né útihús. Þau hjón fengu inni á Geitafelli meðan verið var að húsa prestsetrið. — Tjarnar- brauð var orðið svonefnt kennslu- prestakall er komst ekki í fram- kvæmd. — Á Tjörn var reist mikið hús og síðan útihús og hafin rækt- un. Vigdís hafði alist upp við bú- skap og hneigð til bústarfa. Það rann því upp gott bú sem varð að miklu gagni fyrir hina stóru fjöl- skyldu prestshjónanna á Tjörn. Sr. Róbert og Vigdís eignuðust þessi börn: Ella Kristín hjúkrunar- fræðingur, gift Skúla Torfasyni tannlækni á Akureyri; Anna Jós- fína, gift Guðmundi Sigurþórssyni heildsala; Jónína Guðrún lögreglu- kona, sambýlismaður Bjarni Stef- ánsson lögfræðingur; Sigurður Tómas, í viðskiptafræði, kvæntur Önnu Gunnarsdóttur hjúkrunar- fræðingi; Sigurlína Berglind nem- andi. Það kom í hlut Vigdísar að stjórna búskapnum og oft að hirða búpeninginn, er lánaðist vel, þar sem sr. Róbert var oft að heiman. Móðir sr. Róberts, Maria Venn- ard, var hjá þeim hjónum er hún var komin á efri ár. Hún andaðist 1974. Þá var á heimili þeirra hjóna um 30 ár Guðrún Brynjólfsdóttir frá Kleppsstöðum í Strandasýslu er var vensluð Sigurlínu fyrri konu sr. Róberts. Hún þjónaði prests- heimilinu bæði í Grímsey og á Tjörn. Var hún í miklu uppáhaldi hjá prestshjónunum og börnum þeirra. Enda naut hún góðs ævi- kvölds, komin í rúmið og í hárri elli. Tjörn var komin í þjóðbraut, er bflaöldin ók í hlaðið á sumrin. Á slíkum stað hefur prestsetrið mikil áhrif, svo var á Tjörn, það má segja að þar hafi verið félagsheimili sveit- arinnar, ekki síst í kringum kirkj- una og preststarfið. Það segir gamall málsháttur að helmingur prestskaparins sé að vera prestur á stéttunum, það er að vera í góðu samstarfí við söfnuð sinn utan kirkju, það var sr. Ró- bert. Hann var meðal Húnvetninga vel látinn, yfírlætislaus, góðgjarn, en fastur fyrir á sínu máli. Þá lét sr. Róbert til sín taka sjúkrahús- mál, var hann lengi formaður sjúkrahúsnefndar á Hvammstanga. Þótti honum farnast það vel. Einnig seinni árum var að þýða á íslensku ljóð margra skálda í framandi lönd- um og alveg sérstaklega verk þeirra sem ortu á fágætum tungumálum ýmissa minnihlutahópa. Jafnframt stóð hann svo í bréfaskiptum við fjölda slíkra skálda úti um víða veröld og var þeim sem andlegur bróðir í fjarska. Sumar þessara ljóðaþýðinga birti hann í héraðs- blaðinu Dagskránni, svo sem ýmsir lesendur munu kannast við, og einn- ig gaf hann út bækur með þeim. Af því sem nú hefur verið sagt um fjölþætt verk Guðmundar, þótt langt frá því að allt sé talið, er augljóst að maðurinn var einstak- lega starfsamur og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Störfin veittu honum gleði og lífsfyllingu, enda fórst honum hvaðeina vel úr hendi. Hann var líka sá hamingju- maður að fá að starfa vel og lengi og skila af sér miklu og góðu verki sem geyma mun minningu hans með þjóðinni um langa framtíð. Guðmundur Daníelsson var ekki aðeins hamingjumaður í starfi og á skáldferli, heldur líka í öllu einka- lífi sínu. Hann kvæntist árið 1939 Sigríði Arinbjarnardóttur úr Vest- ur-Húnavatnssýslu, hinni ágætustu konu, og varð þeim þriggja barna auðið. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum með einjægum samúðar- Guðmundur Daníels- son - Kveðjuorð < < < < < f < < < < < < c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.