Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992
Vítiskvalir
Leíklist
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Garðaleikhúsið sýnir Luktar dyr
í Félagsheimili Kópavogs.
Höfundur: Jean Paul Sartre.
Þýðing: Þuríður Kvaran og Vig-
dís Finnbogadóttir.
Leikstgórn: Erlingur Gíslason.
Tónlist: Össur Geirsson.
Búningar: Andrea Oddsdóttir.
Leikmynd: Steindór Sigurðsson.
Lýsing: Alexander I.  Sigurðs-
son.
Það er heimspekin sem heldur
nafni Sartres á lofti en ekki skáld-
verk hans, að þeim ólöstuðum,
reyndar eru öll hans verk heim-
spekileg rit að öðrum þræði. Auð-
velt er að fínna í þeim hugmyndir
hans um manninn og tilvist eða
réttara sagt athafnir mannsins því
það eru þær sem á endanum skipta
öllu máli eða eins og ein persónana
segir „þú ert ekkert annað en eig-
ið líf".
Luktar dyr fjallar um þrjár per-
sónur sem dæmdar eru til sameig-
inlegrar vítisvistar. Þær eru gjöró-
líkar en eiga það þó sameiginlegt
að vera mjög sjálfhverfar og hugsa
fyrst og fremst um eigið skinn.
Garcin (Þórir Steingrímsson) er
fyrrum blaðamaður og friðarsinni
að eigin sögn en þegar á reynir
flýr hann af hólmi fremur en að
standa við yfirlýstar skoðanir sín-
ar. Hann er karlrembusvín sem
naut þess að kvelja konu sína og
fyrir það verðskuldar hann helvítis-
dvöl en hann iðrast einskis í þeim
efnum. Heigulsskapurinn er hans
kvöl. Ines (Margrét Ákadóttir) er
andstæða hans, djöfullynd og kald-
lynd, þegar fordæmd í lifanda lífi
vegna kennda hennar til síns eigins
kyns. Hún er naðra sem vill halda
öllu í helgreipum og hún á auðvelt
með að ofsækja hin tvö sem deila
með henni eilífðarvistinni. Estelle
(Aldís Baldvinsdóttir) virðist i
fyrstu vera einföld lítil frekjudós
en það kemur í ljós að hún notfær-
ir sér fólk eftir geðþótta. Fegurð
hennar er valdatæki og hún svífst
einskis til þess að ná sínu fram..
Það eru engir speglar í helvíti,
þú getur ekki séð þig með eigin
augum, einungis annarra, og
speglaleysið er Estelle kvöl. Sjálfs-
mynd hennar er glötuð og það
verður auðvelt fyrir Ines að ná
tökum á henni. En hún er eins og
þau hin dæmd af fortið sinni og
sá dómur sér ekkert réttlæti. „Get-
ur maður dæmt líf manns út af
einu atviki?" spyr Garcin þegar
hann er að reyna að gera upp líf
sitt og hvað eru gildar ástæður
Ljósm./Árni Sæberg
Saman í Víti. Aldís Baldvinsdóttir, Þórir Steingrímsson og Mar-
grét Ákadóttir.
fyrir verknaði, hvenær vitum við
hveriar hinar raunverulegu ástæð-
ur eru fyrir athöfnum fólks? Þess-
ar spurningar Sartres eiga býsna
vel við á atímum þegar verið er
að opna skýrslur um athafnir fólks
í þúsunda tali í Austur-Þýskalandi
og dæma það vegna athafna fortíð-
arinnar. Hvað er hægt að réttlæta
og hvað ekki? Samkyæmt Sartre
er svarið augljóst — þú verður
dæmdur af verkinu einu, ekki eftir
því hverju þú hefur hugsað fram
að því eða á meðan þú framkvæm-
ir það.
Sartre er ekki sérlega upplífg-
andi í skoðunum sínum um mann-
kynið því það þarf ekki vítistól til
þess að refsa, það er nóg að setja
fólk saman í lokað herbergi því
helvíti, það eru allir hinir. Allir
hinir sem ofsækja og kvelja hyerj-
ir aðra, stanslaust til eilífðar. Þre-
menningarnir eru hvers annars
böðlar.
Það gneistar ekki af þessari
sýningu enda bíður verkið tæpast
upp á það, persónurnar eru fremur
þjónar heimspekilegrar orðræðu
en dramatískra átaka og fyrir það
líður verkið þrátt fyrir annars
ágætan texta. Leikurinn er jafn,
án allra stórtilþrifa þó. Þóri Stein-
grímssyni tókst ágætlega að tjá
taugaveiklun gungunnar Garcin.
Margrét Ákadóttir var örugg og
yfirveguð í hlutverki Inesar og oft
á tíðum ótrúlega djöfulleg, illindin
skinu út úr augunum og orðin urðu
ísköld og sár. Aldís Baldvinsdóttir,
sem með hlutverki Estellu var að
feta sín fyrstu spor í stóru hlut-
verki á íslandi, var leikandi létt í
leik sínum og dró sína persónu
skýrum en einföldum dráttum.
Valdimar Lárusson leikur þjóninn
dularfulla á hógværan hátt.
Sviðsmynd og lýsing styðja
verkið án þess að leggja mikið til
sýningarinnar í sjálfu sér. Það er
alltof sjaldan sem leikiýmið er
notað sem virkur tjáningarmiðill í
sýningu. Það hefði til dæmis áreið-
anlega ýtt undir innilokunartilfinn-
inguna að sjá herbergið verða
minna og minna, um leið og sam-
bandið við jarðlífið varð daufara
og daufara.
Aðstandendur sýningarinnar
hafa brotið upp hefðbundið leik-
húsform og bjóða gestum að sitja
við borð og hægt er að panta mat
og drykk á staðnum. Það er svo
sem góðra gjalda vert en mér
finnst nú samt óþægilega að þurfa
að vinda upp á mig til þess að
geta séð almennilega á sviðið. Það
væri þægilegra að hafa minni borð
(frönsk kaffihúsaborð) sem öll
sneru þá að sviðinu og þeir sem
ekki vilja borða lenda þá ekki við
borð hjá öðrum í miðri máltíð.
Salka Valka
Herranótt  sýnir  Sölku  Völku
eftir Halldór Laxness.
Leikgerð:  Stefán  Baldursson,
Þorsteinn Gunnarsson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdótt-
ir.
Leikmynd  og  búningar:  Alda
Sigurðardóttir.
Lýsing: Erik Guðmundsson.
Tónlist: Hrannar Ingimarsson,
Krisján Eggertsson, Ogmundur
Bjarnason.
Salka Valka var færð í leikbún-
ing og sýnd í Iðnó í tilefni áttræðis-
afmælis höfundarins, Halldórs
Laxness. Tíu árum síðar er hún
enn á ferðinni, hinum megin tjarn-
arinnar í Tjarnarbíói, í uppfærslu
Herranætur. Þetta unga leikhús-
fólk ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur því Salka Valka
er stórt verkefni fyri nemendur í
menntaskóla. Margslungnar per-
sónur þarf að kryfja og skilja til
þess að geta gætt þær lífi. Líf
bláfátækra mæðgna í litlu fiski-
þorpi á öndverðri öldinni er býsna
fjarlægt skólgengnu borgarbarni.
Og Salka Valka er þessi mikla
persóna sem lætur engan ósnort-
inn er henni kynnist en jafnframt
er erfitt að átta sig á henni. Hver
er hún þessi stúlka sem lætur eng-
an segja sér fyrir verkum, sjálf-
stæð og óháð en þó svo bundin
tveimur karlmönnum sem ekki
geta verið ólíkari. Frelsi-öryggi eru
tveir andstæðir pólar í sögunni,
því með því að velja frelsið er Salka
að kalla yfir sig óvissu og óötyggi
en í örygginu felst kúgun og niður-
læging eins og móðir hennar, Sig-
urlína, fær svo áþreifanlega að
reyna.
Er á líður hverfist leikgerðin æ
meir um ástarsöguna eða þríhyrn-
inginn: Arnald - Sölku - Stein-
þór. Trúnaður höfunda við söguna
er þó mikill og ótrúlega miklu af
sögunni haldið til haga í stuttum
leikatriðum. Hvort sem menn eru
sáttir við þá aðferð eða hefðu kos-
ið sjálfstæðari túlkun sögunnar og
minni endursögn er ljóst að leikfé-
lag Herranætur hefur lagt mikið
undir í vinnu sinni við Sölku - og
sigrað.
Hver persónan á fætur annarri
stígur ljóslifandi fram á sviðið og
sýningin í heild er leiksigur og
greinilega um mikið hæfileikafólk
að ræða í stærri hlutverkunum en
leikendur stóðu sig reyndar allir
óvenjuvel.
Sýningin rann vel smurt áfram
og skipting milli atriða afar lipur.
Leiklausnir eru líka margar til fyr-
irmyndar. Hópatriðin voru kraft-
Salka Valka á erfiðri stundu. Sólveig Arnarsdóttir og Jónas Sveinn
Hauksson (Jóhann Bogesen) í hlutverkum sínum.
mikil og vel útfærð, hvort sem um
var að ræða samkomu hjá hernum,
ball með tilheyrandi slagsmálum
eða baráttufund hjá nýstofnuðu
verkalýðsfélagi. Tvær leikkonur
fóru með hlutverk Sölku: Sólveig
Amarsdóttir var Salka Valka yngri
og Berglind Hálfdánardóttir var
Salka eldri. Báðar sýndu þær stór-
góðan leik. Sólveig var svo kvik
og kraftmikil í leiktúlkun sinni að
þarna fannst manni Salka vera
ljóslifandi komin. Sólveig túlkaði
persónu sína af mikilli breidd,
hvort sem um var að ræða kjaft-
fort stelpugrey eða móðurlausan
einstæðing eins og í lok fyrri þátt-
ar. Berglind skapaði ekki síður
raunsæjslega manniýsingu úr sinni
Sölku. í hægum hreyfingunum var
seiglan ljóslifandi komin og stað-
festan skein úr hverjum andlits-
drætti öfugt við elskhugann Arn-
ald sem Guðmundur Steingrímsson
lék af stakri prýði, einkum eftir
að Arnaldur var kominn í þorpið
til þess að leysa verkalýðinn úr
viðjum. Frank Þórir Hall átti ekki
síðri leik sem Steinþór, þessi mað-
ur sem er svo margslungin blanda
af góðu og illu. Hann lætur ekki
kúga sig eins og hinir en er þó
fullur ef einhverjum eyðandi krafti
sem stýrir gerðum hans. Gréta
María Bergsdóttir lék Sigurlínu og
þær Sólveig áttu ágætan samleik,
það var helst að mér fyndist að
niðurlæging Sigurlínar væri ekki
nógu skýr.
Leikarar komu oft úr salnum á
sviðið og með því skapaðist meiri
hreyfing í leikinn og lifandi tónlist
gæddi hana enn frekara lífí. Leik-
mynd var einföld en haganleg og
gegnsæ tjöld á baksviði gáfu
möguleika á skemmtilegri baklýs-
ingu sem undirstrikaði andrúms-
loftið hverju sinni.
Þetta er löng sýning en lifandi
allan tímann og aðstandendum sín-
um til mikilla sóma.
Þetta líf, þetta
líf ersvart
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Þorsteinn J. Viihjálmsson: Þetta
líf, þetta líf. Stoppmyndir. Ljóð
á hljóðsnældu, 1992. Upptaka:
Hjörtur Svavarsson.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, út-
varpsmaður, sendir frá sér ljóð sem
hann les upp sjálfur á hljóðsnældu.
í bakgrunni er tónlist, hljóð og radd-
ir. Á vissan hátt er þetta aðlaðandi
leið til að koma á framfæri kveð-
skap, raunar sjálfsögð leið á tækni-
öld og minnir um margt á aðferðir
dægurtónlistarmanna.
A hljóðsnældunni eru 13 ljóð,
frekar stutt og óbundin. Efni þeirra
flestra tengist ást, trega og ein-
semd. 1. p. ljóðmælandi talar í ljóð-
unum og er persónulegri en ella
vegna þess að skáldið les þau upp.
Þorsteinn nálgast ástina, hina
jákvæðu eigind lífsins, út frá sjálfs-
veru. Þess vegna er hún fremur
hugsuð og fundin^ en reynd. Hún
er draumur, minning eða ósk-
hyggja. Þó á hún sér form og bragð
í hugarheimum eins og sést á kvæð-
inu Þú. Þú: „Þegar ég hugsa um
þig hugsa ég um tignarlegu brjóst-
in þín og hindiberjasultu."
Raunar er það svo að ástin á
erfitt uppdráttar. Um það er jafn-
vel efast í kvæðinu Blue að hún
komi í leitirnar í þessu lífi og raun-
ar ekki í öðru heldur því að í kvæð^
inu Englar er okkur skýrt frá því
að „meira að segja englar elska
ekki". Svo ástlaus heimur er óhjá-
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
kvæmilega kaldur, myrkur og ein-
manalegur eins og fram kemur í
ýmsum ljóðum Þorsteins. Það er
ekki íaust við bölmóð í þeim mörg-
um og stundum er hann það mikill
að hlustanda finnst hann vera til-
gerður og hlaðinn ljóðrænni íróníu
eins og í kvæðinu Svart: „Og mikil
ógæfa væri það ef fólk vissi hve
hversdagsleikinn er í rauninni vond-
ur."
Meginstyrkur ljóða Þorsteins er
myndbygging þeirra sem er eins
og samofin textanum. Gott dæmi
um myndvísi Þorsteins er að finna
þar sem sagt er frá stúlkunni með
dökku augun í kvæðinu Svart, „sem
gat breytt heiminum í svarthol með
augnaráðinu einu saman".
Kvæði Þorsteins eru þó að mínum
dómi dálítið misjöfn að gæðum.
Best sýnast mér þau kvæði þar sem
fjallar er um ástina, einsemdina og
tregann út frá sjálfsverulegu sjón-
arhorni. Síðari eru þau kvæði sem
sækja efni sitt í kvikmyndir, t.d.
Rick og Frú Blixen. Þau miðla litlu
og bæta fáu við þær. Sómuleiðis
náði ég litlu sambandi við mynd-
rænt kvæði, Armaco de Pera.
Þorsteinn kemur oft með athuga-
semdir í kvæðum sínum sem líkjast
spekiorðum eða aforismum og hittir
ekki alltaf vel í mark. Til dæmis
segir svo í kvæðinu Majakovskí þar
sem fjallað er um sjálfsvíg skálds-
ins: „Orð eru það eina sem við dauð-
legir menn getum fallið fyrir, dáið
fyrir." Ætli Majakovskí og ýmsir
aðrir hafi ekki bæði fallið og dáið
í margræðri merkingu þeirra orða
fyrir ýmislegt annað eða fyrir ýmsu
öðru en orðum. Eða segir Maj-
akovskí ekki í Brotum sínum, tilefni
kvæðis Þorsteins: „Knörrinn ástar
brotinn á dagsins amstri"? Ætli
ofurmáttur orða sé ekki orðum auk-
inn?
Málfar Þorsteins er lipurt og ein-
kennist af þægilegum rabbtóni sem
er kunnuglegur úrútvarpspistlum
hans og orðræðu. Á stöku stað er
það þó ekki alveg hnökralaust þó
að ekki verði farið út í þá sálma
hér enda upphefja kostirnir gallana
og vel það.
Sé litið á ljóð Þorsteins í heild
verður ekki annað sagt en að allvel
hafi til tekist. Þrátt fyrir dimma
lífssýn er ekki laust við að á bak
við vaki kímið auga. Þar að auki
er skemmtileg tilbreyting að hlýða
á ljóð af hljómsnældum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56