Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Samþykkt að byggja við Hæðargarð LÓÐARAFMÖRKUM Hæðar- garðs 29 og byggingar íbúða fyr- ir aldraða voru samþykktar á fundi borgarstjórnar í gær með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 6 atkvæðum minnihluta- flokkanna, auk Katrínar Fjeld- sted, eftir harðar deilur í nær fjórar klukkustundir. Fulltrúar minnihlutaflokkanna og Katrín Fjeldsted töluðu um að með þessu væri verið að hunsa ósk- ir íbúa í hverfinu, með því að þrengja að útivistar- og leiksvæði. Auk þess væri ljóst, að þegar væri allt of mikið framboð af byggingum fyrir aldraða. Þá höfðu fulltrúar minnihlutans orð á, að verið væri að hygla örfáum einstaklingum, sem þarna ættu hagsmuna að gæta. Sjálfstæðismenn vísuðu því á bug sem órökstuddum fullyrðingum. Þeir sögðu að svæðið hefði alla tíð verið yfirráðasvæði knattspymufé- lagsins Víkings, sem hefði getað ráðið, hvernig það var nýtt. Miklu frekar yrði grundvöllur fyrir að græða svæðið upp eftir að Víkingur hefði flutt starfsemi sína. Þá væri það ekki rétt, að markaður fyrir íbúðir aldraðra væri mettaður, þvert á móti væru biðlistar eftir slíku hjá félagasamtökum. ♦ ♦ ♦ Olía í jarð- vegfi bakgarðs við Laugaveg OLÍA fannst í jarðvegi við húsið við Laugaveg 140 í gær. Ekki var vitað hvers vegna jarðvegur- inn var svo olíusmitaður. Húseigendur voru að vinna í bak- garði hússins, þegar þeir fundu olíu- smit og fnyk úr jörðu. Lögreglan og slökkvilið komu á staðinn, en upptök mengunarinnar voru ókunn í gær. ------------- ^Morgunblaðið/RAX Gunnar B. Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða ásamt Kristínu Guðnadóttur og Ásmundi Helga- syni starfsmönnum Kjarvalsstaða við nokkur verkanna eftir Joan Miró sem verða á sýningu sem verður opnuð 31. maí. Kjarvalsstaðir: Verk Miró metin á 1,8 milljarða Á KJARVALSSTÖÐUM var í gær Iokið við að taka upp úr kössum 50 höggmyndir úr bronsi og 20 málverk eftir Joan Miró, en sýning á verkunum verður opnuð 31. mai og er framlag Kjarvalsstaða til Lista- hátíðar í Reykjavík. Að sögn Gunnars B. Kvarans, forstöðu- manns Kjarvalsstaða, er trygg- ingarverðmæti verkanna 1,8 milljarðar króna, og verður ströng öryggisgæsla viðhöfð á Kjarvalsstöðum á meðan sýn- ingin stendur. Joan Miró er einn þekktasti myndlistarmaður 20. aldarinnar, en list hans þykir djörf, hu'g- myndarík, leikandi létt og að- gengileg. Hann lést árið 1982 og eru verkin sem sýnd verða á Kjarvalsstöðum frá seinni árum hans, eða eftir 1960. Verkin eru fengin frá Listasafninu Maeght í Suður-Frakklandi, en að sögn Gunnars var valið úr nokkur hundruð verkum þar eftir Miró á sýninguna. Klemmdist milli bíls og veggjar STARFSMAÐUR á bílaverk- stæði við Bíldshöfða slasaðist síðdegis í gær, þegar hann klemmdist á milli bíls og veggj- ar. Ekki var vitað hver meiðsli hans voru, en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu var hann ekki alvarlega slasaður. Slysið var tilkynnt til lögreglu kl. 16.32. Maðurinn var að bogra við vélarhlíf bíls, sem var uppi á lyftu. Hann bað ökumanninn að gangsetja bílinn, sem reyndist vera í gír. Bíllinn kastaðist áfram og maðurinn klemmdist á milli hans og veggjar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en ekki talinn alvaríéga slasaður. ♦ ♦ ♦ Bifreið valt í Óshlíðinni BÍLL valt á veginum um Óshlíð kl. 19.30 í gærkvöldi. Kona sem ók bílnum slapp ómeidd, að sögn lögreglunnar á ísafirði. Bíllinn var á leiðinni frá ísafirði til Bolungarvikur þegar ökumaður- inn missti stjórn á honum í lausa- möl á vegarkafla þar sem nýlega hafði verið gert við klæðningu. * Samþykkt stjórnar LIN: Verðlaun fyr- ir myndband Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs var afhentur í gær. Hann hlaut að þessu sinni fyrirtækið Skyggna/mynd verk. Fyrirtækið fær bikarinn fyrir myndbandið „Iceland Today“ en tekið var með í reikninginn, að fyrir- tækið hefur um árabil framleitt kynningarefni um Island. Sjá nánar á Bl. 800 millj. kr. fjárlagaheimild nýtt 1 haust til að milda áhrif nýrra laga Meirihluti stjórnar gerir tillögu um hertar kröfur um námsframvindu MEIRIHLUTI sljórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna lagði fram tillögur að breyttum úthlutunar- reglum á stjórnarfundi í gær og er þeim ætlað að draga úr fjár- þörf sjóðsins um 500 milljónir kr. á næsta skólaári. Er þá miðað við að heildarfjárþörf sjóðsins verði óbreytt frá þessu ári eða um 3.400 millj. kr. Fela þær m.a. í sér að kröfur um námsfram- vindu eru hertar, sem á að leiða til 300 millj. kr. minni útgjalda, lán til bókakaupa eru lækkuð um helming eða um 100 millj., ferða- lán eru tekin upp í stað ferða- styrkja, barnastuðlar lækkaðir um 25% eða um 100 miHj. og dregið er úr áhrifum tekna námsmanna á upphæð námslána. Þá er gert ráð fyrir að allir náms- menn sem rétt eiga á láni fái sérstakt vaxtaálag á Ián sín vegna skammtímalána í bönkum sem áætlað er að leiði til 50 millj. kr. hækkunar útlána. Þá var einnig samþykkt að nýta að ein- hveiju leyti 800 millj. kr. heimild fjárlaga á þessu ári til að milda í haust áhrif nýrra reglna um Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands: Magnús Gunnarsson er einn í kjöri til formanns MAGNÚS Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, verður formaður Vinnuveitendasambands Islands sam- kvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Aðrar tillögur bárust ekki áður en framboðsfrestur rann út í gær. Magnús tekur við formannsembætt- inu af Einari Oddi Kristjánssyni, sem hefur gegnt því síðustu þijú ár og gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Aðalfundur VSÍ verður haldinn í dag, föstudag, og verður þar auk formanns kjörin 20 manna framkvæmdasljórn. Fundurinn hefst með ræðu Ein- ars Odds Kristjánssonar, fráfarandi formanns VSI, og síðan ávarpar Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, fundinn. Þá verða framsögur og umræður um þijú efni. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, flytur framsögu um lífeyris- kerfi á vegamótum, 6 sjóðir eða 66. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf., flytur erindi um hvað sparist við sameiningu sveitarfé- laga og Gunnar Svavarsson, for- maður Félags íslenskra iðnrekenda, flytur erindi sem nefnist Hagræðing í hagsmunagæsíu? Að loknum er- indunum eru fyrirspurnir og um- ræður. Fundinum lýkur með skýrslu framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár, öðrum aðalfundarstörfum og ályktun hans. Gunnar Birgisson, varaformaður Vinnuveitendasambandsins, hafði lýst því yfir í fjölmiðlum að hann gæfi kost á sér í formannsembætt- ið en framboð frá honum kom ekki fram áður en framboðsfrestur rann út í gær. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar menn hefðu staðið frammi fyrir því að kjósa þyrfti á milli tveggja fram- bjóðenda í formannssætið, og búið hafi verið að leita sáttaleiða sem ekki gengu, þá hefði hann ákveðið að draga framboð sitt til baka og styðja Magnús í stað þess að fara út í kosningar, sem enginn hefði getað séð afleiðingarnar af fyrir. Aðspurður sagðist hann ekki gefa kost á sér í sæti varaformanns. eftirágreiðslur lána úr sjóðnum. Á fréttamannafundi sem meiri- hluti sjóðsstjómarinnar boðaði til í gær kom fram að stjórn Lánasjóðs- ins hefði samþykkt að setja á fót vinnunefnd til að hefja viðræður við banka og sparisjóði um þjónustu við námsmenn í kjölfar samþykktar nýrra laga um útborgun lána frá LÍN og kanna hvemig nýta megi heimildir á fjárlögum í ár til að auðvelda námsmönnum aðlögun að nýjum útborgunarreglum. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, formanns stjómar LÍN, er ófrágengið með hvaða hætti það verður gert. Verð- ur nefndin skipuð einum fulltrúa frá samtökum námsmanna og einum fulltrúa úr hópi meirihluta stjórnar- innar. Fulltrúar meirihluta stjórnar LÍN vildu ekki greina frá tillögunum í smáatriðum á fundinum en þær verða ræddar í stjórn sjóðsins á næstu dögum og þurfa að liggja fyrir frágengnar í næstu viku. Er með þeim ætlað að draga úr heild- arfjárþörf sjóðsins án þess að grunnframfærsla verði skert ef um eðlilega námsframvindu er að ræða. Að sögn Gunnars var sá kostur valinn að grípa til betri nýtingar fjármagns, fyrst og fremst með kröfum um eðlilega námsframvindu og auka festu í framkvæmd lánveit- inga og draga úr aukalánum í stað þess að skerða framfærslulán. Með tillögunum er krafist 100% náms- framvindu til að veitt verði fullt námslán og skerðingarhlutfall vegna tekna sem námsmenn afla umfram svonefnt frítekjumark verður lækkað úr 50% í 40%. Þak er sett á veitingu almennra lána vegna skólagjalda erlendis. Þá verð- ur námsmönnum gert kleift að flýta námslokum með rúmum heimildum til sumarlána, sem greiðist þegar niðurstöður lokaprófa liggja fyrir. Þá er gerð tillaga um að ef náms- menn afla sér skammtímalána í bönkum gefi þeir fyrst upplýsingar um hvaða nám þeir stunda, hversu langt þeir eru komnir, hvenær þeir hyggist ljúka námi og hvaða tekjur þeir áætla sér á árinu. LÍN gerir síðan náms- og lánsfjáráætlun á grundvelli þessara upplýsinga sem námsmenn leggja fram í viðkom- andi banka. Gert er ráð fyrir að bankarnir setji eigin reglur um ábyrgðir sem stjórnarmeirihlutinn telur að verði með líku sniði og gilt hefur að því er varðar nema á fyrsta námsári. Þegar námsmaður hefur sýnt fram á námsárangur og uppfyllt önnur skilyrði sjóðsins leggi LÍN andvirði Iánsins inn á reikning námsmanns í þeim banka sem veitir námsmannafyrirgreiðsl- ■♦ ♦ ♦ Stálu grófu myndbandi ÞJÓFAR höfðu myndband á brott með sér úr myndbanda- leigu í austurborginni á þriðju- dagskvöld. Á myndbandinu var kvikmynd, sem að mestu fjallaði um kynlíf. Starfsfólk myndbandaleigunnar tilkynnti um þjófnaðinn um kl. 23 á þriðjudagskvöld. Það taldi sig vita, hverjir hefðu tekið myndband- ið grófa og gáfu lögreglu lýsingu á bifreið hinna meintu þjófa. Lögregl- - an leitaði bifreiðarinnar, en fann ekki og var helst álitið að þjófarnir hefðu verið snöggir heim að mynd- bandstækinu sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.